Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 16. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 EFNAHAGSMÁL Greiðslukortavelta heimilanna var 10,2 prósentum meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra, að því er kemur fram í sam- antekt Rannsóknaseturs verslunar- innar á Bifröst. „Athygli vekur að kortavelta útlendinga hér á landi í febrúar jókst um 50,0 prósent frá febrúar fyrir ári. Þannig greiddu útlending- ar um 4,9 milljarða króna í febrú- ar hér á landi með greiðslukortum sínum, samkvæmt tölum Seðla- banka Íslands,“ segir í tilkynningu Rannsóknaseturs. „Þessi upphæð er 9,0 prósent af því sem heimili lands- ins greiddu með greiðslukortum sínum hér á landi í síðasta mánuði.“ Fram kemur að velta í dagvöru- verslun hafi dregist saman um 1,2 prósent á föstu verðlagi í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. „Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í febrúar um 1,1 prósent frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 5,8 prósent á síð- astliðnum tólf mánuðum.“ Þá kemur fram í tölum Rann- sóknasetursins að velta vegna sölu á tölvum hafi á föstu verðlagi auk- ist um 28,5 prósent í febrúar og far- símasala um 24,5 prósent. - óká Ferðamenn greiddu hér fyrir vörur og þjónustu upp á 4,9 milljarða króna með greiðslukortum sínum í febrúar. AÐ VINNU Laun hjá skrifstofufólki hækkuðu mest milli áranna 2011 og 2012. VINNUMARKAÐUR Laun á á almennum vinnumarkaði hækk- uðu um 7,8% að meðaltali á milli áranna 2011 og 2012, en á sama tímabili hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 6,6%. Frá þessu segir á vef Hagstofunnar en laun á íslenskum vinnumarkaði hækk- uðu um 7,4% milli áranna 2011 og 2012. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun skrifstofufólks mest á milli ára eða um 9,2% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst eða um 6,7%. - þj Tölur Hagstofunnar: Meiri hækkun á almennum vinnumarkaði DÝRAHALD Matvælastofnun (MAST) hvetur hestaeigendur og reiðmenn til að beita tann röspun ekki að óþörfu. Frekar eigi að aðlaga búnað og reiðmennsku að munni hestsins. Í tilkynningu frá MAST segir að þessi tilmæli séu að gefnu til- efni. „Meðhöndlun einstakra tanna getur að sjálfsögðu verið nauð- synleg en ber að takmarka við þá sjúkdómsgreiningu sem fyrir liggur,“ segir MAST. - þj Tilmæli Matvælastofnunar: Hvetja til hófs í tannröspun Í febrúar jókst sala á farsímum og tölvum um fjórðung milli ára: Kortavelta útlendinga 50% meiri VIÐ LANDMANNALAUGAR Aukinn ferðamannastraumur í febrúar endur- speglast í kortaveltu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Ríkis endurskoðun telur að Háskóli Íslands hafi brugðist með fullnægjandi hætti við ábendingum stofnunarinnar frá 2010 um verktöku fastráðinna starfsmanna. Í byrjun árs 2010 birti Ríkis- endurskoðun skýrslu þar sem athygli var beint að allháum verktakagreiðslum Háskóla Íslands til nokkurra fastráðinna akademískra starfsmanna sinna og félaga sem þeir áttu eða tengd- ust. Að mati Ríkisendurskoðunar báru þær ýmis merki svokallaðr- ar „gerviverktöku“ en hún felst í því að einstaklingur þiggur verk- takagreiðslur fyrir störf sem eru í eðli sínu venjuleg launavinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að nú þremur árum síðar hefur Háskólinn brugðist með fullnægjandi hætti við öllum ábendingum. - shá Ríkisendurskoðun um HÍ: Brugðist við ábendingum LÖGREGLUMÁL Rússneski skip- stjórinn, sem var handtekinn í Sundahöfn á þriðjudag, fyrir að hafa siglt Skógafossi til landsins undir áhrifum áfengis, viður- kenndi sekt sína fyrir dómara í fyrradag. Hann hlaut 250 þúsund króna sekt og var sviptur skipstjórnar- réttindum í þrjá mánuði. Hann hélt heim á leið að réttarhöldum loknum, en Skógafoss er á leið til Ameríku, með íslenskan skip- stjóra. Rússinn var svo ölvaður við komuna til landsins að lögregla gat ekki tekið af honum skýrslu. - gs Ofurölvi skipstjóri: Sviptur skip- stjóraréttindum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að  árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. 4,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.