Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16. mars 2013 | HELGIN | 27
séu eitthvað að dunda sér. Það
er mikilvægt fyrir börn að geta
dundað sér. Mér finnst afspyrnu
leiðinlegt að leika barnaleiki en
ég bæti það upp öðruvísi, skoða
áhugaverða hluti með þeim á net-
inu og lokka þau til þess að hjálpa
mér í eldhúsinu, eldamennska er
mitt aðaláhugamál og mér finnst
frábært að hafa þau með mér
þar.“
Það er ekki hægt að draga aðra
ályktun en að þau hjónin séu
bæði ástríðufull og hugmynda-
rík, þau eru fljót að grípa þráð-
inn hvort hjá öðru í samræðum
og leggja bæði mikið til málanna
hvort sem rætt er um verkefni
eða sam félagið í stærra sam-
hengi. „Við tölum stanslaust,“
segir Steinunn Ólína og hlær.
„Stefán Karl talar hraðar en ég
en ég reyni þá bara að hækka
róminn til að komast að. Nei,
grínlaust þá erum við bæði hug-
myndarík og dugleg að ræða hug-
myndir okkar, stundum vökum
við langt fram á nótt við það. Og
mér finnst það engin tímasóun,
hugmyndir og sköpunar kraftur
eru það sem heldur okkur mann-
eskjunum gangandi.“
Fór í meðferð fyrir þau bæði
Hjónin eru á því að dagurinn
dugi varla til þess að koma öllu
í verk sem þau langar til að gera
en eru sammála um að sú áhrifa-
mikla breyting sem varð á högum
þeirra síðastliðið haust þegar
þau ákváðu að hætta að drekka
hafi haft mjög jákvæð áhrif á líf
þeirra og fært þeim meiri tíma til
ráðstöfunar. „Steina fór í meðferð
fyrir okkur bæði,“ segir Stefán
Karl. „Stefán var svo upptekinn,
ég sagði honum bara til, Vogur
hraðferð!“ segir Steinunn Ólína.
Hún bætir við að þessi breyting
hafi átt sér langan aðdraganda
í hennar tilviki. „Ég glímdi við
alvarlegt þunglyndi eftir að hafa
eignast yngri börnin tvö. En bara
við það að taka áfengi út úr mínu
lífi varð sú breyting að þung-
lyndiseinkennin hurfu eins og
dögg fyrir sólu. Áfengi er þung-
lyndisvaki. Svo skal viðurkennast
að áfengi hættir að klæða mann
þegar maður eldist.“
„Það má nú alveg minna á það
hér að áfengissýki er eitt stærsta
heilbrigðisvandamál íslensku
þjóðarinnar,“ segir Stefán Karl.
„Það er því miður bara hluti af
menningunni hér að alast upp
við það að detta í það um helgar
og því miður eru margir Íslend-
ingar sem missa svolítið sjálfs-
virðinguna klukkan sex á föstu-
dögum og fá hana svo aftur á
mánudagsmorgnum. Ég hef verið
að hugsa um að hætta í nokkur ár
og verð að segja að það er alveg
dásamlegt að vakna ekki lengur
rykugur á morgnana, nú eru þeir
alveg jafn afkastamiklir og aðrir
tímar dagsins.“
„Það ætti að vera sjálfhætt
þegar áfengi er hætt að veita
manni ánægju, og ef það vefst
fyrir manni, þá leitar maður til
fagfólks eins og hjá SÁÁ, til þess
eru samtökin,“ bætir Steinunn
Ólína við. „Og svo er náttúrulega
frábært að fá allan þennan auka-
tíma og -orku, mér finnst eins
og sólarhringurinn sé orðinn 48
tímar eftir að ég hætti að drekka.
Hann dugar nú samt ekki til fyrir
allt sem mig langar til að gera,“
segir Steinunn að lokum.
12.30 Setning og hádegisverður
13.00 Ávarp: Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
13.20 Ræða formanns SVÞ: Margrét Kristmannsdóttir
13.45 Digital Society and Digital Business: Are you ready?
Dr. Sandra Sieber prófessor við IESE viðskiptaháskólann
í Barcelona
14.45 Kaffihlé
15.05 Afhending gagna fyrir aðalfund
15.15 Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 13. gr. og 20. gr.
samþykkta SVÞ
15.45 Dagskrárlok
Fundarstjóri: Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn
fimmtudaginn 21. mars kl. 12.30 í Gullteigi, Grand Hóteli Reykjavík.
Margrét
Kristmannsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon
Dr. Sandra Sieber Steinn Logi Björnsson
Auk þess að sinna markaðs-
málum er Steinunn Ólína með
mikið verkefni í smíðum.
„Ég er að vinna að því að
koma upp vef ásamt Soffíu sem
heitir Philotree og snýst um
fjármögnun á litlum fyrirtækj-
um og verkefnum með aðstoð
fjöldaframlaga. Fyrirmyndin er
Kickstarter-síðan sem margir
þekkja,“ segir Steinunn Ólína
sem stefnir á það að síðan verði
komin upp eftir nokkrar vikur.
„Þetta er hugsjónastarf sem
ég veit auðvitað ekki hvernig
verður tekið hér á landi, von-
andi vel. Vonandi er fólk
tilbúið til að gefa af sér, styrkja
áhugaverð verkefni og styðja
þannig við nýsköpun og frum-
kvöðlastarf í landinu.“
Stefán Karl á það sameigin-
legt með Steinunni Ólínu að
hann er að setja upp vefsíðu
sem hefur samfélagslegt gildi.
„Ég er núna að vinna að
því að setja á laggirnar síðuna
www.fyrirlestrar.is en þar mun
verða að finna fjölbreytt úrval
fyrirlestra frá okkar fremstu
sérfræðingum og leikmönnum
í margvíslegum málum sem
tengjast uppeldi og samfélags-
málum. Ég ætla að byrja með
fjörutíu fyrirlestra þarna inni en
ég stefni á að þeir verði orðnir
220 talsins í árslok 2016,“ segir
Stefán Karl.
SETJA UPP VEFSÍÐUR MEÐ SAMFÉLAGSLEGT GILDI
Þetta er hugsjónastarf sem
ég veit auðvitað ekki hvernig
verður tekið hér á landi,
vonandi vel. Vonandi er fólk
tilbúið til að gefa af sér, styrkja
áhugaverð verkefni.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir