Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 45
BRUGGHÚS LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Kynningarblað Bruggverksmiðjur Heimabrugg Gosbjór Bjórkokkteilar Vinsælustu bjórarnir Á þeim þremur árum sem brugghúsið Borg hefur verið starfrækt hafa brugg-meistararnir Sturlaugur Jón Björnsson og Valgeir Valgeirsson komið fram með sextán nýjar tegundir á markað. „Á fyrsta ári Borgar var bjórinn Bríó skapaður. Við gerð hans voru nýju tækin slípuð til og prufukeyrð. Það er óneitan- lega gaman að taka þátt í svona verkefni. Sjálfur hef ég mikla sköpunarþörf og er bjórgerð- in bara hluti hennar,“ segir Sturlaugur, sem er menntaður í öl- gerðarvísindum frá Bandaríkjunum. Byrjað á Bríó Bríó var fyrsta tegundin sem brugguð var á Borg og var þróaður í samstarfi við Ölstofuna. „Hugmyndin var að búa til bjór sem væri nokk- uð hefðbundinn en samt með sérstöðu. Því var ákveðið að búa til þýskan pilsner. Kormákur og Skjöldur, sem eiga Ölstofuna, prufuðu bjórinn þar og komu svo reglulega til okkar í heimsókn og smökkuðu.“ Fyrst um sinn var Bríó aðeins fáanlegur á krana á Ölstofunni en þegar vin- sældir hans jukust var hann fluttur yfir í stóra brugghúsið og settur á flöskur og dósir. „Á þess- um skamma tíma hefur hann svo unnið gull- verðlaun í flokki þýskra pilsnerbjóra í World Beer Cup og hlaut heimsmeistaratitil í flokki pilsnerbjóra í World Beer Awards árið 2012.“ Blómabragð frá Bæjaralandi Humlar eru klifurjurt sem er um tveggja metra há. Til eru margar tegundir sem hafa verið þró- aðar og betrumbættar öldum saman. „Huml- arnir sem notaðir eru í Bríó eru Mittelfrau- humlar frá Bæjaralandi, sem er einn af þessum fornu drykkjum sem ekki hefur þótt ástæða til að eiga við um langa hríð vegna gæða og sér- stöðu.“ Í venjulegum bjór er humlabragð ekki áberandi en það finnst sem beiskjubragð. „Bríó er beiskari en hefð bundinn ljós lagerbjór en humlarnir geta líka gefið okkur bragð og lykt, eins og blómabragðið í Bríó. Það fer hins vegar allt eftir því hvernig þeir eru notaðir í fram- leiðsluferlinu.“ Úlfur Úlfur er önnur vel lukkuð tegund frá bruggmeisturunum á Borg, fyrsti India pale ale bjórinn sem framleiddur er á Íslandi. Hann var þriðji bjórinn sem framleiddur var á Borg og sérstakur fyrir marg- ar sakir. „Úlfur var fyrsti bjórinn sem kom frá Borg á flöskum og vann líka til verðlauna á World Beer awards 2012 í flokki India pale ale.“ Slíkir bjórar urðu til á 18. öld þegar nýlendustefna Breta var allsráðandi. Bjór var ofar lega á óskalista Breta sem bjuggu á Indlandi en sigling- in var of löng fyrir hefðbund- inn bjór. George Hodgeson, eigandi Bow-brugghússins, leysti vandamálið með meira af humlum og alkóhóli í bjórn- um, sem jók geymsluþol hans. „Fyrir vikið er beiskja India pale ale öflugri en bjóráhuga- menn eiga að venjast en þessi bjórstíll náði engu að síður út- breiðslu og varð mjög vinsæll.“ Heimsmeistarinn Bríó frá Íslandi Bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson eyðir flestum dögum í brugghúsinu Borg, sem er tilrauna- og vöruþróunarbrugghús Ölgerðarinnar. Hann átti stóran þátt í gerð bjórsins Bríó sem hlotið hefur mörg alþjóðleg verðlaun. Hér eru bruggmeistarar Ölgerðarinnar samankomnir í Brugghúsi Borgar. Sturlaugur er lengst til vinstri, þá Guðmundur Mar Magnússon og Valgeir Valgeirsson. BRÍÓ ÞÝÐIR GLEÐI Á ÍTÖLSKU Bríó er nefndur eftir fjöllistamanninum Steingrími Eyfjörð Guðmundssyni, sem lést fyrir aldur fram árið 2009. Hann var góður vinur þeirra Kormáks og Skjaldar sem eiga og reka Ölstofuna. „Hann var afskaplega skemmtilegur maður, mikill sagnameistari og tryggur viðskipta- vinur Ölstofunnar,“ segir Kormákur. „Hann var kallaður Bríó en bríó er gamalt ítalskt orð yfir gleði. Bríó er eiginlega sérstakur lífsstíll, en orðið lýsir þeim sem kunna að njóta lífsins og lystisemda þess en stilla öllum áhyggjum í hóf,“ segir Kormákur, sem tók þátt í þróun bjórsins frá upphafi í samstarfi við Brugghúsið Borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.