Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 82
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 50
BANDARÍKIN Í Kaliforníu er lög-
brot að reykja í almenningsgörð-
um og á leikvöllum barna.
ARGENTÍNA Ef þú ert nappaður
drukkinn undir stýri í Argent-
ínu áttu á hættu að vera varpað í
fangelsi umsvifalaust.
BRASILÍA Brasilíska lögregl-
an hefur útsendara á vinsælum
ferðamannastöðum, einkum í Rio
de Janeiro, sem fylgjast með því
hvort ferðamenn snerti börn eða
taki af þeim myndir. Ef þú ert
staðinn að slíku ertu færður á
næstu lögreglustöð í yfirheyrslu.
SPÁNN Í Madrid og Barcelóna,
á Ibiza og Mallorca er bannað að
drekka á götum úti, nema auð-
vitað á gangstéttarkaffihúsum og
börum. Þeir sem ekki virða þetta
bann eiga yfir höfði sér sektir og
jafnvel vist í fangaklefa.
ÍTALÍA Götusalarnir á Ítalíu
freista kaupglaðra ferðamanna
en það borgar sig þó varla að
versla við þá því ef þú ert stað-
inn að því að kaupa stolna vöru
kostar það þig að lágmarki 1.000
evrur í sekt.
TANSANÍA Samkynhneigð er
ólögleg í Tansaníu og fólk af sama
kyni sem sést láta vel hvort að
öðru getur átt handtöku á hættu.
Tansaníubúar eru reyndar ekki
hrifnir af blíðuatlotum á almanna-
færi yfirleitt og gagnkynhneigt
fólk sem lætur ást sína í ljós með
snertingum hefur lent í því að á
það er ráðist með barsmíðum.
EKKI TRAÐKA Á
KÓNGINUM
Margt þarf að varast á ferðum erlendis, eins og best sést á handtöku
Davíðs Arnar Bjarnasonar í Tyrklandi í liðinni viku. Lög viðkomandi lands
eru oft flóknari en fólk grunar og auðvelt að falla í þá gildru að brjóta
þau– óvart. Hér eru nokkur dæmi um ýmislegt sem ekki má.
TANSANÍA
MAROKKÓ Þótt mis-
munandi trúarbrögð séu
liðin í Marokkó, þar sem
íslam er ríkistrú, er trú-
boð stranglega bannað
og dæmi eru um að fólki
sé vísað úr landi fyrir að
spjalla um kristindóminn
við múslímska heima-
menn, jafnvel fólki sem
lengi hefur búið í landinu.
MADAGASKAR Það er ólöglegt
að höggva rósavið á Madagaskar
og þar af leiðandi er ólöglegt að
kaupa muni úr rósaviði og flytja
úr landi.
TAÍLAND Taílendingar virða kon-
ung sinn og fjölskyldu hans mik-
ils. Svo mikils að það getur varðað
fimmtán ára fangelsisvist
að tala illa um konungs-
fjölskylduna. Jafnvel það
að stíga ofan á skoppandi
smápening getur kostað
fangavist því þá ertu að
traðka á andliti konungs-
ins.
ÁSTRALÍA Það er ólög-
legt að taka steina eða
sand af svæðinu nærri
fjallinu Uluru í Mið-Ástralíu
vegna helgi þess fyrir frum-
byggja. Það er líka bannað að
taka myndir af ákveðnum stöðum
af sömu ástæðum.
ÁSTRALÍA Það er bannað að
hirða kórala við Kóralrifið mikla.
HOLLAND Þér er
enn óhætt að reykja
jónur á almanna-
færi víðast hvar í
Hollandi, þrátt fyrir
herta löggjöf, en
ef þú kastar af þér
vatni utandyra ertu
handtekinn um leið.
FRAKKLAND Passaðu vel upp á lestar- og metrómiðana þína í Frakk-
landi. Ef þú ert ekki með gildan miða, jafnvel á leið út af lestarstöð-
inni, færðu háar sektir og það gæti jafnvel endað með handtöku ef
eftirlitsmönnunum finnst þú ekki nógu samvinnuþýður.
Saga verkalýðs-
baráttunnar
í tveimur bindum
FÁ ANLEG Í
E ÐA ÁN ÖSKJU
Metnaðarfullt og glæsilegt rit
eftir Sumarliða R. Ísleifsson
um íslenskt samfélag og sögu,
frá fyrstu tilraunum til stofnunar
alþýðusamtaka gegnum hörð
stéttaátök og allt til dagsins í dag.