Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 51
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Rauði krossinn á Íslandi starfar eftir
grundvallarhugsjónum Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Upplýsingar veita:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 2. apríl nk.
Farið verður með allar fyrirspurnir
og umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfssvið
• Stjórnar daglegum rekstri Rauða krossins á Íslandi
• Fylgir eftir stefnu félagsins, ákvörðunum stjórnar og
samþykktum aðalfundar
• Ber ábyrgð á starfsemi Rauða krossins á Íslandi gagnvart stjórn
• Stýrir og ber ábyrgð á rekstri landsskrifstofu og annarri starfsemi
sem heyrir undir skrifstofuna
• Stuðlar að góðum tengslum við deildir félagsins um allt land,
styður og samhæfir starf þeirra
• Stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi félagsins á erlendum vettvangi
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun
• Reynsla af stjórnunarstörfum
• Reynsla af erlendri samvinnu
• Mikil áhersla er lögð á samskiptahæfileika
• Miklir frumkvæðis- og skipulagshæfileikar
• Góð tungumálakunnátta er skilyrði, a.m.k.
enska og eitt Norðurlandamál
Framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi er félag sjálfboðaliða sem stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að verkefnum sem snúa að félagslegu
öryggi og neyðarvörnum vegna áfalla og hamfara. Meginhlutverk Rauða krossins á Íslandi er að bregðast við hvers konar neyð hvort heldur er af náttúru-
eða mannavöldum, standa vörð um og aðstoða þá sem verst eru staddir í samfélaginu og veita aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og
bregðast við áföllum. Félagar í Rauða krossinum á Íslandi eru yfir 20 þúsund og skráðir sjálfboðaliðar 3500 sem starfa í 49 deildum um land allt. Sérstaða
Rauða krossins felst meðal annars í því að félagið starfar á breiðu sviði mannúðar- og hjálparstarfs í samræmi við grundvallarhugsjónir Alþjóðahreyfingar
Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Hreyfingin er elsta og umfangsmesta mannúðarstofnun í heimi með um 97 milljónir félagsmanna og sjálfboðaliða í
188 löndum. Nánari upplýsingar um Rauða krossinn er að finna á heimasíðu félagsins: www.raudikrossinn.is
Leitað er að öflugum einstaklingi til krefjandi stjórnunar- og leiðtogastarfa þar sem reynir á
samskiptahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður leitar að framsæknum einstaklingi í starf fjármálastjóra. Um er að
ræða mjög krefjandi stjórnunarstarf hjá ört vaxandi og spennandi sjálfseignarstofnun.
Upplýsingar veita:
Vaka Ágústsdóttir
vaka@hagvangur.is
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 2. apríl nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Dagleg fjárstýring
• Yfirumsjón með bókhaldi, kostnaðareftirliti, áhættustjórnun og greiningu
• Áætlanagerð og frávikagreining
• Umsjón með gerð og stýringu ýmissa samninga vegna þjónustu og reksturs
• Samskipti við banka og þjónustuaðila
• Vinna við gerð og þróun ýmissa árangursmælikvarða
• Vinnsla og framsetning upplýsinga um fjármálastöðu og rekstraruppgjör
• Skýrslugerð og upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra og stjórnar
• Samvinna við endurskoðanda og ábyrgð á innra eftirliti og vinnuferlum
vegna fjármála og reksturs
• Þátttaka í stefnumótun
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta og fjármála
• Framhaldsmenntun æskileg
• Reynsla af fjármálastjórn
• Árangursrík stjórnunarreynsla
• Framúrskarandi samskiptafærni
• Frumkvæði, metnaður og fagmennska í starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta
Fjármálastjóri
Að VIRK - Starfsendurhæfingarsjóði standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
Hlutverk VIRK er að móta, samþætta og hafa eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar
markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna
á heimasíðu sjóðsins www.virk.is
www.hagvangur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Fagmennska í fyrirrúmi