Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Ég er nýlega búinn að vera á Hvammstanga, Hólmavík er næsti viðkomustaður og næstu helgi er það Skagaströnd,“ segir sagn- fræðingurinn Eggert Þór Bernharðsson sem heldur erindið Fjölskyldumyndir í albúmum í Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn klukkan 16. Eggert flutti fyrirlestur inn fyrst í Þjóðminjasafninu síðasta vor og varð var við mikinn áhuga á umfjöllunarefninu. „Ég ákvað því að boða fagnaðarerindið sem víðast um landið,“ segir hann kátur í bragði. „Mér finnst fjölskyldumyndir mikil- vægar, ekki aðeins sem persónuleg eign heldur sem heimild,“ segir Eggert sem hefur haft aðgang að fjölskyldumynda- safni úr móðurætt sinni sem spannar hér um bil heila öld. „Það opnaði augu mín fyrir gildi fjölskylduljósmynda utan við fjölskylduna sjálfa. Mig langar því að benda fólki á hvað albúmin eru mikill fjársjóður og að það verði að passa upp á þau. Við verðum að varast að albúmin fari á flakk eða lendi jafnvel í ruslinu eins og maður hefur heyrt af líka.“ Eggert sér möguleika á að nýta fjöl- skyldualbúm í rannsóknum. „Það er oft ekki það sem er í forgrunni myndanna sem er mikilvægast fyrir rannsakandann heldur það sem er til hliðar, eins og hús- gögn og heimilistæki. Þá getur maður líka borið saman tímabil, séð hvernig hártískan og fatatískan breytist,“ segir Eggert og telur að fjölskyldualbúm geti einnig nýst skólabörnum við verkefna- vinnu og verið góð uppspretta sam- ræðna við eldra fólk. Fjölskyldumyndir nútímans eru flest- ar á tölvutæku formi. Eggert segist sjálf- ur vera með allar sínar myndir í tölvu, flokkaðar eftir árum, stöðum og atburð- um. „Svo hef ég látið útbúa mynda- bækur í prentsmiðju og gaf til að mynda sonum mínum báðum ljósmyndabækur í jólagjöf sem ég kallaði „frá fæðingu til fermingar“. Ég valdi myndir sem mér fannst gefa sýn á þeirra líf allt frá sónar- mynd til fermingarveislu,“ segir Eggert og líkar vel við þessa nýju tegund fjöl- skyldualbúma. Eggert er prófessor í hagnýtri menn- ingarmiðlun við Háskóla Íslands en er nú í rannsóknarleyfi. „Ég er að vinna að ýmsum verkefnum. Það stærsta er Saga Reykjavíkur þar sem ég skoða sveitina í bænum frá 1940 til 1970. Þar segi ég frá hvernig sveitin hverfur úr borginni en fólk áttar sig ekki á því hve mikil sveita- starfsemin var í Reykjavík langt fram eftir tuttugustu öld,“ segir Eggert sem inn á milli verkefna ferðast um landið og ræðir um myndaalbúm. „Ég reyni að hvetja fólk til að skila myndasöfnum til næstu kynslóðar þannig að hún viti hvað sé að finna á myndunum,“ áréttar hann. ■ solveig@365.is FERÐAST OG FJALLAR UM MYNDAALBÚM SAGNFRÆÐI Eggerti Þór Bernharðssyni er umhugað um fjölskyldumyndasöfn. Hann hefur ferðast víða um land og haldið erindi um gildi fjölskyldumynda, til dæmis sem heimilda um sögu og samfélag. Á FLAKKI Eggert Þór er í rann- sóknarleyfi og skoðar hvernig sveitin hvarf úr borginni á árunum 1940 til 1970. Þess á milli ferðast hann um landið og heldur fyrirlestra um gildi fjölskyldualbúma. MYND/GVA ProStaminus er nýtt og spennandi náttúrulegt efni fyrir karlmenn með einkenni góðkynja stækkunar á blöðru- hálskirtli. ProStaminus sameinar hefðir og ný- sköpun og inniheldur einstaka blöndu hör- fræja, graskersfræja og granatepla sem eru mikilvæg til að við- halda góðum blöðru- hálskirtli og þvaglátum út ævina. Auglýst var eftir þátttakendum í prufuhóp í útvarpi Sögu 22. janúar síðastliðinn. Undir- tektir voru góðar og fyrirspurnir fjölmargar. Í heild prófuðu tuttugu karlar á aldrinum 43 til 80 ára ProStaminus. Um 70 prósent þátt- takenda upplifðu jákvæðar breytingar. Sumir fundu mjög miklar breytingar og aðrir minni en helstu breytingar fólust í færri klósett- ferðum um nætur, sterkari þvagbunu og betri tæmingu á þvagblöðru. Einn þátttakandi fækkaði næturferðum á salerni úr sex í eina og nokkrir töluðu um að fá sjaldnar ofur- sterka þvaglátstilfinningu. Ekkert jafnast á við góðan nætursvefn og gefur þetta nýja efni körlum von um bættan svefn og ekki síður mökum þeirra sem stríða við þetta algenga vandamál. PROSTAMINUS LOFAR GÓÐU GENGUR VEL KYNNIR Er þvagbunan kraftlítil? Þarftu að pissa oft um nætur? BETRI VON ProStaminus fæst í apótekum og heilsu- búðum. Frekari upplýsingar á www.gengurvel.is. Borgartúni 36 - s: 5889747 - www.vdo.is Útsalan er hafin! Frábært verð og flottar vörur Nasran-fatnaður 40% afsláttur • Motocrossfatnaður 60% afsláttur • Motocrossstígvél barna 35% afsláttur • Motocrossdekk 50% afsláttur Loft, olíusíur og handföng krossara 60% afsláttur • Hjálmar 25-70% afsláttur • Fjórhjólastígvél ATV One 40% afsláttur SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS visir.is/samfelagsverdlaun að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 14. mars Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.