Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 118
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inn- tökuferlið var taugatrekkj- andi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungur- leikarnir í kvikmyndagerð.“ ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR ER EINN AF SEX NEMENDUM SEM HEFJA LEIKSTJÓRANÁM VIÐ DEN DANSKE FILMSKOLE Í HAUST. UMSÓKNARFERLIÐ VAR LANGT OG STRANGT OG TÓK ÞAÐ HANA HEILT ÁR AÐ UNDIRBÚA UMSÓKNINA. „Amma hélt að þetta væri eitthvað fyrir mig og fékk vinkonu sína til að kenna mér tökin. Ég hef síðan notað netið og bækur til að auka við þekkinguna mína. Mér fannst orkering strax mjög skemmtileg iðja þó að það hafi tekið mig hálft ár að ná góðum tökum á þessu. Amma hafði því rétt fyrir sér,“ segir Bergdís Inga Brynjarsdóttir, sem hannar skart undir heitinu Dís by Bergdís. Aðferðin sem Bergdís notar við skartgripagerðina er á mörkum þess að vera orkering og hnútar. Hún hefur þróað aðferðina sjálf síðustu þrjú ár. „Það er ekkert nýtt að búa til skart með orkeringu og þess vegna skipti mig máli að gera þetta að mínu. Ég er gamall skáti og kannski þess vegna fór ég að leika mér með kaðla og hnúta og blanda því saman við orkeringu,“ útskýrir hún. Bergdís lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Iðnskól- anum árið 2007 og nemur nú fatahönnun við Uni- versität der Künste í Berlín. Hún segir Berlín hafa orðið fyrir valinu því hún vildi upplifa eitthvað nýtt og spennandi. „Ég ólst upp í Noregi og vildi því ekki læra á Norðurlöndunum. Ég vildi eitthvað nýtt.“ Hönnunarnámið fer allt fram á þýsku og viðurkenn- ir Bergdís að það hafi gengið brösuglega til að byrja með. „Ég hef fengið að gera sum verkefnin á ensku ef ég bið sérstaklega um það. Annars er ótrúlegt hvað Þjóðverjar eru þolinmóðir gagnvart útlendingum, þeir eru alltaf tilbúnir til að hlusta á mann og það er mikill kostur.“ Hún ætlar að dvelja áfram úti í Berlín að námi loknu og þróa skartgripalínuna enn frekar. „Ég ætla að halda áfram að þróa línuna og jafnvel bæta við töskum. Þessa stundina hef ég mestan áhuga á fylgi- hlutum,“ segir hún að lokum. - sm Nýtir sér skátakunnáttuna Bergdís Inga býr til skart með því að blanda saman orkeringu og skátahnútum. SKÁTAKUNNÁTTAN NÝTT Bergdís Inga Brynjarsdóttir, fatahönnunarnemi í Berlín, notar orkeringu og hnúta til að búa til falleg hálsmen og eyrnalokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveim- ur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-mynd- ir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Tit- ans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einn- ig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mán- uðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jör- undur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra draug- inn í tökunum. Ég lagði til ákveð- ið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tök- urnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýni- legar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi Jörundur R. Arnarson hafði yfi rumsjón með brellunum í Ófeigur gengur aft ur. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar við gerð draugsins, sem Laddi leik- ur, jafnist á við það sem gengur og gerist erlendis. „Ágúst vildi fá nokkuð klassískan, gegnsæjan draug sem við þekkjum úr gamaldags myndum. Ég hefði ekki gert þetta öðruvísi ef þetta hefði verið erlend framleiðsla,“ segir hann. Draugurinn átti því ekki að vera í ætt við hryllingsmyndir nútímans þar sem þeir eiga að hræða líftóruna úr fólki. „Við vorum að reyna að gera fyndna fjölskyldumynd og þetta átti að vera draugur sem maður hefur einhverja samúð með.“ Ágúst vildi klassískan, gegnsæjan draug ÁGÚST OG LADDI Leikstjórinn Ágúst Guðmundsson ásamt „draugnum“ Ladda við tökur á myndinni Ófeigur gengur aftur. Gæti fengið Bodil-verðlaun Edduverðlaunaafhending þeirra Dana fer fram í kvöld, laugardagskvöld. Veitt eru verðlaun fyrir kvikmyndir og kvik- myndagerð, en verðlaunin þar eiga sér heldur lengri sögu en hér og hafa verið veitt síðan vorið 1948. Íslendingar eiga fulltrúa í flokki heimildarmynda, tónlistarmanninn Jóhann Jóhanns- son, sem margir þekkja úr sveitum á borð við HAM, Apparat Organ Kvartett og Unun. Jóhann samdi nefnilega tónlist- ina í heimildarmyndinni Blökkudrengurinn hvíti (Sort Hvid Dreng), sem fjallar um baráttu albínóadrengs í Tansaníu og þykir sigurstrangleg í sínum flokki. - óká Sigur Rós hjá Fallon Sigur Rós kemur fram í kvöldþætti Jimmys Fallon á sjónvarpsstöðinni NBC síðar í mánuðinum. Þátturinn verður tekinn upp 22. mars og verður þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar í þættinum. Jónsi og félagar eru á leiðinni í tónleikaferð um Norður-Ameríku. Fyrstu tónleik- arnir verða í Patriot Center í Washington tveimur dögum eftir spilamennskuna hjá Fallon, eða 24. mars. Eftir að tónleikaferðinni um Norður- Ameríku lýkur tekur við ferðalag um Asíu og að því loknu spilar sveitin á hinum ýmsu tónlistar- hátíðum í sumar. - fb Kynnir í tískupartíi Það var gleði og glaumur í opnunar- hófi Reykjavík Fashion Festival þar sem prúðbúnir gestir mætti í Gyllta salinn á Hótel Borg. Það var því við- eigandi að fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason var kynnir kvöldsins og fórst honum það vel úr hendi. Sölvi hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á hönnun og tísku en hann opnaði einmitt skóskáp sinn hér í Fréttablaðinu á síðasta ári en Sölvi er stoltur eigandi meira en fimmtíu para af skóm. - áp Þetta er skemmti- legasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum. Jörundur R. Arnar- son tæknibrellunum www.me rkismen n.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.