Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 104
16. mars 2013 LAUGARDAGUR | MENNING | 72 TÖLVULEIKUR ★★★★ ★ Tomb Raider Square Enix Í nýjasta Tomb Raider-leiknum fáum við að kynnast forsögu Löru Croft. Síðastliðin ár hafa Tomb Raider-leikirnir verið misgóðir og í flestum tilfellum ekki náð að standast væntingar aðdáenda, en í þessum nýja Tomb Raider-leik er reynt að blása nýju lífi í frek- ar þreytta leikjaseríu. Að þessu sinni fáum við að kynnast Löru Croft sem frekar saklausri tilfinn- ingaveru. Á leið sinni í fornminja- leit lenda Lara Croft og fylgdarlið hennar í sjóslysi og endar hópur- inn á eyju þar sem þau komast í kynni við skuggalegan költ-hóp. Í kjölfarið hefst æsispennandi atburðarás þar sem Lara Croft þarf að kanna eyjuna, leysa þraut- ir, verjast árásum og forða sér frá sprengingum og hrynjandi hellum. Spilun leiksins er vel heppnuð og nokkuð auðveld. Spilarinn þarf ekki að leggja marga stjórntakka á minnið þar sem leikurinn minnir spilarann sífellt á hvað takkarnir gera. Fyrstu klukkutímana aðstoð- ar leikurinn spilarann óvenju mikið og verða leiðbeiningar leiks- ins fljótt þreytandi fyrir vana spilara sem vilja henda sér beint út í djúpu laugina en áhugaverð saga og mikill hasar ná að halda manni við efnið. Það er ekki fyrr en í síðari hluta leiksins sem hann hættir að hugsa fyrir spilarann og loks fær hann að leysa verkefnin sjálfur. Leikurinn byggir fyrst og fremst á einspilun þar sem hægt er að spila í gegnum söguþráðinn og klára ýmis minni aukaverk- efni sem tekur samanlagt góða tíu til fjórtán klukkutíma að klára. Sagan hefur sínar hæðir og lægð- ir en heldur manni þó ávallt við efnið. Betur hefði þó mátt standa að talsetningu leiksins sem er á köflum ansi slöpp. Fjölspilun leiks- ins er frekar óspennandi og bætir litlu við leikinn. Grafíkin í Tomb Raider er ótrú- leg og heildarútlit leiksins einstak- lega vel heppnað. Þó svo að leik- urinn bjóði upp á þekkta formúlu sem er iðulega notuð í þriðju pers- ónu ævintýraleikjum nær stór- brotið útsýni, úthugsuð staðsetn- ing myndavéla og kröftug tónlist að ýta undir nýja og skemmtilega upplifun. Það hefði mátt leggja meiri áherslu á þrautir í leiknum en á heildina litið er afraksturinn vel heppnaður og gaman að sjá eina merkustu kvenhetju tölvu- leikjasögunnar snúa aftur. Bjarki Þór Jónsson NIÐURSTAÐA: Nýi Tomb Raider- leikurinn nær að blása nýju lífi í leikjaseríuna með miklum hasar, skemmtilegum þrautum og fallegri framsetningu. Besti Tomb Raider í langan tíma TOMB RAIDER „Grafíkin í Tomb Raider er ótrúleg og heildarútlit leiksins einstaklega vel heppnað.“ Vöðvabúntið Dwayne Johnson hefur mikinn áhuga á að leika í myndinni Star Wars Episode 7 sem er í undirbúningi. Johnson, sem lék hasarmyndahetju í G.I. Joe, hefur verið aðdá- andi Star Wars síðan í barnæsku og þætti ekkert betra en að fá hlut- verk í nýjustu myndinni. „Þegar ég var lítill lék ég mér með tvenns konar hasarfígúrur, G.I. Joe og Star Wars,“ sagði hann við áströlsku vef síðuna New.com.au. „Vegna þess að við áttum ekki mikinn pening var ég vanur að stela þeim. Ég reif umbúðirnar upp í búðum og stakk fígúrunum í vasann, eins og margir krakkar gerðu. Ég náðist nokkrum sinnum og var skammaður af foreldrum mínum.“ Johnson hoppaði hæð sína þegar hann fékk hlutverkið í G.I. Joe. „Þetta var eins og að fá símtal frá George Lucas [höfundi Star Wars] þar sem hann myndi spyrja mig: „Viltu leika í Star Wars?“,“ sagði hann. Leikarinn hefur augastað á fleiri hlutverkum því hann langar mikið að leika í The Expendables 3, enda er hann góður vinur leikstjórans og aðalleikara myndanna, Sylvesters Stallone. Langar í Star Wars 7 Dwayne Johnson hefur áhuga á framhaldsmyndinni. DWAYNE JOHNSON Johnson, sem áður kallaði sig The Rock, vill leika í Star Wars. NORDICPHOTOS/GETTY Vel klæddur herramaður Innkaupamaðurinn Justin O´Shea vekur athygli fyrir fágaðan klæðaburð hvert sem hann fer. O´Shea sér um innkaup fyrir vefverslunina Mytheresa.com og er eft irlæti götutískuljós- myndara um allan heim. Það er líklega skeggið, húðfl úrið, sólgleraugun og úthugsaðar samsetningar á fl íkum sem heilla og nokkuð ljóst að margir karlmenn mættu taka sér hann til fyrirmyndar í herratískunni. PÚSSAÐIR SKÓR Smáatriðin skipta máli en hér má sjá vel pússaða skó O´Shea. FRAKKI Hér má sjá O´Shea fyrir utan tískusýningu í New York í flottum frakka. RÖNDÓTT Röndótta skyrtan tekur sig vel út undir svörtum klæðnaði. NORDICPHOTOS/GETTY ÞRÖNGAR BUXUR O´Shea klæðist gjarnan svörtum flíkum þar sem húðflúrin setja skemmti legan svip á heildarmyndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.