Fréttablaðið - 16.03.2013, Síða 11
LAUGARDAGUR 16. mars 2013 | FRÉTTIR | 11
EFNAHAGSMÁL Greiðslukortavelta
heimilanna var 10,2 prósentum
meiri í febrúar en í sama mánuði í
fyrra, að því er kemur fram í sam-
antekt Rannsóknaseturs verslunar-
innar á Bifröst.
„Athygli vekur að kortavelta
útlendinga hér á landi í febrúar
jókst um 50,0 prósent frá febrúar
fyrir ári. Þannig greiddu útlending-
ar um 4,9 milljarða króna í febrú-
ar hér á landi með greiðslukortum
sínum, samkvæmt tölum Seðla-
banka Íslands,“ segir í tilkynningu
Rannsóknaseturs. „Þessi upphæð er
9,0 prósent af því sem heimili lands-
ins greiddu með greiðslukortum
sínum hér á landi í síðasta mánuði.“
Fram kemur að velta í dagvöru-
verslun hafi dregist saman um 1,2
prósent á föstu verðlagi í febrúar
miðað við sama mánuð í fyrra.
„Leiðrétt fyrir árstíðabundnum
þáttum jókst velta dagvöruverslana
í febrúar um 1,1 prósent frá sama
mánuði í fyrra. Verð á dagvöru
hefur hækkað um 5,8 prósent á síð-
astliðnum tólf mánuðum.“
Þá kemur fram í tölum Rann-
sóknasetursins að velta vegna sölu
á tölvum hafi á föstu verðlagi auk-
ist um 28,5 prósent í febrúar og far-
símasala um 24,5 prósent. - óká
Ferðamenn
greiddu hér fyrir
vörur og þjónustu
upp á 4,9 milljarða króna
með greiðslukortum sínum í
febrúar.
AÐ VINNU Laun hjá skrifstofufólki
hækkuðu mest milli áranna 2011 og
2012.
VINNUMARKAÐUR Laun á á
almennum vinnumarkaði hækk-
uðu um 7,8% að meðaltali á milli
áranna 2011 og 2012, en á sama
tímabili hækkuðu laun opinberra
starfsmanna um 6,6%. Frá þessu
segir á vef Hagstofunnar en laun
á íslenskum vinnumarkaði hækk-
uðu um 7,4% milli áranna 2011
og 2012.
Á almennum vinnumarkaði
hækkuðu laun skrifstofufólks
mest á milli ára eða um 9,2% en
laun iðnaðarmanna hækkuðu
minnst eða um 6,7%. - þj
Tölur Hagstofunnar:
Meiri hækkun
á almennum
vinnumarkaði
DÝRAHALD Matvælastofnun
(MAST) hvetur hestaeigendur og
reiðmenn til að beita tann röspun
ekki að óþörfu. Frekar eigi að
aðlaga búnað og reiðmennsku að
munni hestsins.
Í tilkynningu frá MAST segir
að þessi tilmæli séu að gefnu til-
efni.
„Meðhöndlun einstakra tanna
getur að sjálfsögðu verið nauð-
synleg en ber að takmarka við
þá sjúkdómsgreiningu sem fyrir
liggur,“ segir MAST. - þj
Tilmæli Matvælastofnunar:
Hvetja til hófs í
tannröspun
Í febrúar jókst sala á farsímum og tölvum um fjórðung milli ára:
Kortavelta útlendinga 50% meiri
VIÐ LANDMANNALAUGAR Aukinn
ferðamannastraumur í febrúar endur-
speglast í kortaveltu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Ríkis endurskoðun
telur að Háskóli Íslands hafi
brugðist með fullnægjandi hætti
við ábendingum stofnunarinnar
frá 2010 um verktöku fastráðinna
starfsmanna.
Í byrjun árs 2010 birti Ríkis-
endurskoðun skýrslu þar sem
athygli var beint að allháum
verktakagreiðslum Háskóla
Íslands til nokkurra fastráðinna
akademískra starfsmanna sinna
og félaga sem þeir áttu eða tengd-
ust. Að mati Ríkisendurskoðunar
báru þær ýmis merki svokallaðr-
ar „gerviverktöku“ en hún felst í
því að einstaklingur þiggur verk-
takagreiðslur fyrir störf sem eru
í eðli sínu venjuleg launavinna.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að nú þremur árum
síðar hefur Háskólinn brugðist
með fullnægjandi hætti við öllum
ábendingum. - shá
Ríkisendurskoðun um HÍ:
Brugðist við
ábendingum
LÖGREGLUMÁL Rússneski skip-
stjórinn, sem var handtekinn í
Sundahöfn á þriðjudag, fyrir að
hafa siglt Skógafossi til landsins
undir áhrifum áfengis, viður-
kenndi sekt sína fyrir dómara í
fyrradag.
Hann hlaut 250 þúsund króna
sekt og var sviptur skipstjórnar-
réttindum í þrjá mánuði. Hann
hélt heim á leið að réttarhöldum
loknum, en Skógafoss er á leið
til Ameríku, með íslenskan skip-
stjóra. Rússinn var svo ölvaður við
komuna til landsins að lögregla
gat ekki tekið af honum skýrslu. - gs
Ofurölvi skipstjóri:
Sviptur skip-
stjóraréttindum
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Gefðu sparnað
í fermingargjöf
Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem
vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000
króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur
eða meira inn á Framtíðargrunn.
Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar.
Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
4,9