Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.03.2013, Qupperneq 12
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 12 FRAMTÍÐARSTAÐSETNING FLUGVALLARINS Í REYKJAVÍK UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. TAKMARKAÐUR AKSTUR N R HYUNDAI i20 D SIL Eyðsla aðeins 3,8 l/100 km miðað við blandaðan akstur E N N E M M S ÍA / SSSSS / / / / 6 3 8 N M 5 6 3 8 N M 5 22 VERÐ: 2.790.000 kr. Co2 aðeins 99 g/km – Fr tt b lastæðin miðborginni Nýr Hyundai i20 með 1,1l dísilvél er einn sparneytnasti millistærðarbíll sem völ er á. Öllum nýjum Hyundai bílum fylgir 5 ára ábyrgð og ótakmarkaður akstur auk árlegra öryggis- og viðhaldsskoðana sem eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við bjóðum ykkur velkomin í hóp ánægðra Hyundai eigenda. Hyundai í Kauptúni 1 er opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. KOSTIR GALLAR ➜ Vatnsmýrarflugvöllur ➜ Nálægð við Landspítal- ann ➜ Nálægð landsbyggðar við miðborgina og stjórn- sýslu ➜ 99 prósenta nýting– verður 98 prósent ef þriðju flugbraut verður lokað ➜ Lægri kostnaður við upp- byggingu ➜ Verðmætt byggingarland nýtist ekki ➜ Uppbygging og þétting borgarinnar verður að mestu í austurhluta borgarinnar, með aukinni umferð. ➜ Ónæði og hljóðmengun fyrir íbúa í nágrenni KOSTIR GALLAR ➜ Hólmsheiðarflugvöllur ➜ Losar um dýrmætt bygg- ingarland í Vatnsmýri ➜ Þjóðhagslegur ábati ➜ Sparnaður í samgöngum fyrir höfuðborgarsvæðið ➜ Engin hljóðmengun ➜ Nær fjöllum og hærra yfir sjó ➜ 97 prósenta nýting ➜ Lægri meðalhiti, meiri meðalvindhraði, meiri úrkoma ➜ Lengri vegalengd að Landspítala ➜ Lengra í stjórnsýslu og miðborg ➜ Mikill kostnaður (15 milljarðar samkvæmt tölum frá 2007) Reykjavíkurborg og fjármála- ráðuneytið skrifuðu í síðustu viku undir samning um kaup borgarinnar á landi ríkisins í Skerjafirði. Landið er 112 þús- und fermetrar og er áætlað að um 800 íbúðir geti risið þar. Á þessu landi er nú hluti af þriðju flugbraut flugvallarins, sem gert hefur verið ráð fyrir að verði lokað allt frá árinu 1999. Árið 2005 var þessi áætlun staðfest af þáverandi samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssyni, og þá- verandi borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Þá var gert ráð fyrir að brautinni yrði lokað strax það ár. Lokunin var svo staðfest á nýjan leik af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Kristjáni L. Möller, þá borgar- stjóra og samgönguráðherra. Nú vinna borgin og innan- ríkisráðuneytið að samkomulagi um það hvenær brautinni verður lokað. Verðmæti bygg- ingarréttar á svæðinu er talið einn til þrír milljarðar króna. ➜ Gert ráð fyrir lokun einnar brautar Umræður um framtíðarstaðsetningu flugvallar í Reykjavík hafa blossað upp, enn á ný, á undanförnum vikum. Veðurstofa Íslands hefur lokið sex ára veður- mælingum á Hólmsheiði og ÍSOR hefur gefið það út að ekki þurfi að hafa vatnsvernd á svæðinu lengur. Helstu niðurstöður Veðurstofunnar eru þær að nýt- ingarhlutfall flugvallarins myndi lækka um á bilinu eitt til tvö prósent. Þó á eftir að kanna ýmislegt, eins og ókyrrð í lofti, en Hólmsheiðin liggur mun hærra yfir sjó en Vatnsmýrin. Samkvæmt núgildandi skipulagi mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni árið 2024. Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykja- víkurborgar skilaði úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar árið 2007. Í skýrslunni voru skoðaðir þrír kostir aðrir en þeir að hafa áfram völl í Vatnsmýrinni; Löngusker, Hólmsheiði og Keflavíkur- flugvöllur. Gera má ráð fyrir því að tölurnar sem fram koma í henni séu talsvert breyttar. Kostnaður við byggingu flugvallar á Hólmsheiði hefur ekki verið reiknaður á ný frá því sem var árið 2007, þegar hann var metinn um fimmtán milljarðar króna. Þá var markaðsverð Vatnsmýrarinnar í heild metið á 74,5 milljarða króna. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, bendir á að þjóðhagslegur ábati hafi einnig verið reiknaður af flutningi flugvallarins og það var ekki gert út frá markaðsverði. Þjóðhagslegur ábati var reiknaður út frá tímasparnaði, sparnaði við aksturskostnað og fleira, og var niðurstaðan sú að ábatinn yrði tæplega 2,2 milljarðar króna á ári. thorunn@frettabladid.is Áfram karpað um flugvöll

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.