Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 30
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22MENNING
TÓNLIST ★★ ★★★
Kammermúsíkklúbburinn
Verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Weber og
Beethoven.
NORÐURLJÓSASALUR HÖRPU 17. MARS
Strengjakvartett er viðkvæm
samsetning. Það er ekkert píanó
með pedal til að hjálpa strengja-
leikurunum að breiða yfir mis-
fellur. Hvað þá söngvari. Eingöngu
fjögur nakin, brothætt hljóðfæri
sem verða helst að hljóma fullkom-
lega. Og ekki bara það, þau verða
að virka saman eins og eitt hljóð-
færi. Allir helstu kammerhóparnir
eru síspilandi. Aðeins slík eljusemi
skapar virkilega sannfærandi
samhljóm.
Nú veit ég ekkert um það hversu
mikið þau Sigrún Eðvalds dóttir,
Zbigniew Dubik, Þórunn Ósk
Marinósdóttir og Bryndís Halla
Gylfadóttir æfðu fyrir tónleika
Kammermúsíkklúbbsins á sunnu-
dagskvöldið. En ég hef á tilfinn-
ingunni að það hafi ekki verið nóg.
Flutningurinn á strengja-
kvartett í F-dúr op. 59 nr. 1 eftir
Beethoven var engan veginn full-
nægjandi. Fiðluleikur Sigrúnar
var lengi framan af sár og „for-
seraður“, eins og hún væri að
pína tónana út úr fiðlunni. Það var
óþægilegt áheyrnar.
Hinir hljóðfæraleikararnir
spiluðu af meiri mýkt og þokka. Ég
hefði þó viljað heyra betur í þeim,
sérstaklega í neðra miðsviðinu,
víólunni og efri tónum sellósins.
Það vantaði eitthvað í heildar-
hljóminn. Hann var ekki í jafn-
vægi, of grunnur, nánast eins og
hljómflutningskerfi með lé legum
bassa, en alltof hvössum toppi.
Eins og nærri má geta var
túlkunin ekki sannfærandi.
Strengjakvartettar Beethovens
eru margir hverjir ekki aðgengi-
legir. Verkið nú er dæmi um það
hvernig tónskáldið hristi upp í við-
teknum gildum tónlistarheims-
ins. Tónlistin er flóknari og viða-
meiri en aðrir strengja kvartettar
þess tíma. Atburðarásin er marg-
brotnari og ef flutningurinn er
ekki nægilega vel ígrundaður
og fókuseraður er auðvelt fyrir
áheyrandann að missa þráðinn.
Því miður gerðist það hvað eftir
annað hér. Spilamennskan var
fyrst og fremst einhver rembingur
í aðalfiðluleikaranum sem þreyt-
andi var að hlýða á.
Meira var varið í verkin þar
sem Einar Jóhannesson klarin-
ettuleikari bættist í hópinn. Nýr
klarinettu kvintett eftir Mist Þor-
kelsdóttur var fallegur. Hann ein-
kenndist af seiðmagnaðri upp-
byggingu, dálítið framandlegum
stefjum, en nægilega einfaldri
umgjörð til að þau nytu sín til fulls.
Kvintettinn var saminn í minningu
föður Mistar, Þorkels Sigurbjörns-
sonar, sem lést fyrir skemmstu.
Klarinettukvintett í B dúr op. 34
eftir Carl Maria von Weber var líka
áheyrilegur, en lítið annað. Klarin-
ettuleikur Einars var flæðandi og
eðlilegur, ákaflega músíkalskur
og ljóðrænn. Strengjaleikurinn
var líka góður en dálítið litlaus.
Útkoman var áferðarfalleg en
kom manni einhvern veginn ekk-
ert við. Þetta hefði verið allt í lagi
sem dinner tónlist – ekkert meira
en það. Óneitanlega var það dapur-
legur endir á starfsári Kammer-
músíkklúbbsins.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Nýtt verk eftir Mist
Þorkelsdóttur var fallegt, kvintett
eftir Weber var áheyrilegur en rislítill
og Beethoven var ekki góður.
Leiðinlegur Beethoven
„Tónskáldið hefur alltaf setið fyrir
en þegar það gefur leyfi þá fær
málarinn aðeins komast að,“ segir
Hafliði Hallgrímsson tónskáld,
sem opnaði nýlega listsýningu í
Studio Stafni. Hún nefnist Litróf
og hljómhvörf og er afrakstur
hugmyndavinnu Hafliða síðustu
fjögur ár, meðal annars í einka-
skóla Michaels Chaitow í Skot-
landi. Hann kveðst hafa sótt tíma
í málaralist jafnt og þétt frá unga
aldri, bæði hjá stofnunum og í
einka tímum. „Ég var svo mikill
kjáni þegar ég kom til borgarinnar
frá Akureyri, þá 17 ára, að ég var
ekki fyrr búinn að innrita mig
í tónlistarskóla og borga fyrsta
misserið en ég gekk beint upp í
Myndlistarskóla og vildi innrita
mig þar líka. Ég var viss um að
ég hefði tíma fyrir hvort tveggja.
Skólastjóri Myndlistarskólans,
Kurt Zier, tók mig heldur betur á
beinið. Sagði að ein lífstíð mundi
ekki nægja fyrir músíkina. Ég fór
að ráði hans og hafði mál verkið
bara sem hliðargrein. En það
hefur fært mér mikla ánægju, það
er ekki hægt að semja tónlist allan
daginn.“
Nýlega flutti Hafliði frá Skot-
landi til Bath í Englandi og kveðst
þá hafa keypt sér lítið málara-
stúdíó í garðinn. „Stúdíóið er
örlítið og kemur í veg fyrir að ég
máli stórar myndir, það skapar
mér ákveðinn ramma.“
Hafliði segir í raun stórhættu-
legt að vera að fást við tvær list-
greinar. „En það er mikil regla á
þessu hjá mér,“ fullyrðir hann. „Ég
er nú búinn að semja 100 tónverk
svo ég get aðeins farið að hægja
ferðina og leyfa öðru að komast
að. Svo er annar flötur á þessu.
Tekjur fyrir þá tegund tónlistar
sem ég fæst við eru ekki miklar
og þarna er smá von um að fá smá
aukapening með því að selja eina
og eina mynd.“ segir hann. „Það
er nýjung hjá mér að gera tölvu-
myndir á flötu, litlu tölvuna, hvað
er hún nú kölluð? Ipad er það ekki?
Sonur minn gaf mér hana. Ég hef
verið að gera hraðar skissur í
henni sem eru til sýnis í rekka og
ef einhver vill panta eftir þeim þá
prenta ég þær út.“
Þetta er ellefta sýning Hafliða á
lífsleiðinni. Hún er opin alla daga
nema mánudaga. gun@frettabladid.is
Tónskáldið og listmálarinn takast á
Litróf og hljómhvörf nefnist myndlistarsýning Hafl iða Hallgrímssonar tónskálds í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6. Þar sýnir hann meðal
annars skissur sem hann hefur gert með Ipad og ef einhver vill panta eft ir þeim þá prentar hann þær út.
EIN MYNDA HAFLIÐA Án titils– akrýl
á plötu.
LISTAMAÐURINN Garðstúdíó Hafliða er örlítið og kemur í veg fyrir að hann máli stórar myndir, að eigin sögn. Það skapar
honum ákveðinn ramma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
NIÐUR BREKKU FER
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
30-50% 30%
af skíðum, skíðabúnaði,
brettum og brettabúnaði
af skíða- og
brettafatnaði
Skíði og bretti í glæsibæ – Bretti í kringlunni
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is