Fréttablaðið - 19.03.2013, Page 33

Fréttablaðið - 19.03.2013, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 19. mars 2013 | MENNING | 25 ms.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Nýlega hóf störf hjá Táp ehf. sjúkraþjálfun, Birna Hrund Björnsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Birna Hrund HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Upplestur 18.00 Bjarni Benediktsson les 44. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í til- efni föstunnar. Kvikmyndir 16.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Matur drykkur, maður kona eftir Óskarsverðlauna- hafann Ang Lee. Myndin er sýnd í stofu 101 í Odda HÍ, allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Tónlist 21.00 Skúli mennski og Leó Snær syngja og leika á Café Rosenberg. Fyrirlestrar 12.00 Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, fjallar um íslenska gullsmiði í Kaupmannahöfn á fyrirlestri í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. 12.00 Fyrirlestur um umhleypinga og fjöll verður haldinn í M101 í Sólborg v/ Norðurslóð, Háskólanum á Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Það er aldrei neitt að gerast í Reykjavík yfir páskana svo ég sá þarna möguleika á að keyra eitthvað skemmtilegt í gang,“ segir Davíð Lúther Sigurðsson, tónleikahaldari og annar eiganda viðburðarfyrirtækisins Silent. Davíð Lúther stendur fyrir tónleikunum Páskagleði 2013 þar sem fram koma Ásgeir Trausti, Sísí Ey, Þórunn Antonía, DJ Mar- geir og Daníel Ágúst. „Þetta eru allir mínir uppáhaldsflytjendur þessa dagana. Ég ákvað að búa bara til tónleika sem ég myndi sjálfur vilja fara á og þetta var útkoman. Þessi tímasetning hentaði líka ótrúlega vel upp á alla listamennina svo það er bara frábært. Ásgeir Trausti er til dæmis úti í Bandaríkjunum núna en kemur heim yfir páskana og fer svo aftur út,“ segir hann. Páskagleðin fer fram í Listasafninu við Tryggvagötu daginn fyrir páskadag, 30. mars. „Þetta er haldið í tilefni páskanna en við ætlum samt ekki að vera með páskaunga hlaupandi um allt eða neitt svoleiðis, þó að það sé vissulega skemmtileg hugmynd,“ segir hann og hlær. „Viðtökurnar hafa verið svo svakalega góðar að það er greinilegt að á þessu var þörf. Mér sýnist á öllu að þetta gæti vel orðið árlegt héðan af,“ bætir hann við. - trs Hóaði saman sínum uppáhaldsfl ytjendum Tónleikahaldarinn Davíð Lúther Sigurðsson hleypir fj öri í páskahátíðina með tónleikum. Í UPPÁHALDI Ásgeir Trausti og Þórun n Antonía eru á meðal þeirra sem koma fram á Páskagleðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.