Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 4
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Ég er allt of mikill græn- ingi í þessu pólitíska leikhúsi til að meta hvort þetta hafi verið sett á svið. Ég upplifði þetta ekki þannig, mér fannst þetta bara vera einlægar samræður. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata Staðan er nokkuð opin. Þetta eru meiri þreifingar en ég sá fyrir. Það er margt sem þarf að skýrast betur áður en hægt er að segja hvað er líklegt stjórnarmynstur. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar DANMÖRK Baulað var á Helle Thorning-Schmidt, forsætis- ráðherra Danmerkur, þegar hún hugðist halda ræðu í Árósum í gær, í tilefni af 1. maí. Að minnsta kosti einn maður var handtekinn fyrir að sprauta vatni á forsætis- ráðherra, að því er fram kemur á vef Jyllands- Posten. Svo mikil varð truflunin að for- sætisráðherrann gat varla komið upp orði. Hún hóf þó upp raust sína á endanum og hélt ræðuna. Hún endaði hana á því að óska þeim sem væru komnir til að hlusta og eiga rökræður gleðilegs verkalýðsdags. - jhh Mótmæli í Danmörku: Baulað á for- sætisráðherra HELLE THORN- ING-SCHMIDT STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að kanna mögulegan ávinning þess að flytja undir sama þak nokkrar stofnanir sem sinna þjónustu við fólk með skerta færni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að margir fatlaðir þurfi á að halda þjónustu fleiri en einn- ar af þeim stofnunum sem sinna rannsóknum, greiningu og marg- víslegri þjónustu við fólk sem hefur skerta færni af einhverju tagi. Með því að flytja þær undir sama þak mætti bæta aðgengi að þjónustu þeirra og auka hag- kvæmni í rekstri. Stofnanirnar eru nú dreifðar á höfuðborgar- svæðinu. - óká Tilfærsla stofnana skoðuð: Bætt aðgengi og hagkvæmni SAGA Beinafundur við Jamestown í Virginíu í Bandaríkjunum er talinn sönnun þess að breskir landnemar neyddust til að leggja sér mannakjöt til munns í mikilli hungursneyð veturinn 1609 til 1610. Fréttastofa BBC greinir frá því að vísinda- menn við Smithsonian-safnið í Washington DC telji nær útilokað að för í beinagrind stúlku- barns séu tilkomin með öðrum hætti en þeim þegar lík er hlutað í sundur og kjöt þess fjar- lægt. Vísindamennirnir telja að stúlkan hafi brauð- fætt hungraða landnema í Jamestown í mik- illi hungursneyð sem þar var í heilan vetur, en tugir, jafnvel hundruð manna, létust þá úr hungri. Ekki er þó vitað hvernig dauða stúlk- unnar bar að en bein hennar fundust við forn- leifauppgröft á staðnum í fyrra. Sannað er hins vegar að stúlkan var frá Bretlandseyjum. Veturinn sem um ræðir, frá 1609 til 1610, er alræmdur í bandarískri sögu. Oft er vitnað til hans sem hluta eins versta tíma í landnáms- sögu Norður-Ameríku. Heimildir greina frá því að glorsoltið fólkið neytti hesta, hunda, katta, rottna og snáka áður en gripið var til örþrifa- ráða til að komast af. Lengi hefur því verið hald- ið fram að íbúar Jamestown hafi lagt í mannát, en hversu víðtæk þessi iðja var er ósannað. - shá Beinafundur í Bandaríkjunum talinn sönnun þess að landnemar borðuðu lík samlanda sinna: Lögðu sér lík til munns í hungursneyð MANNÁT Aðeins 60 af um 300 voru á lífi í Jamestown þegar hjálp barst. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTASKÝRING Hver er staðan í stjórnarmyndunar- viðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðis- flokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúnd- ur liðnar af stjórnarmyndunar- ferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af við- ræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varð- ar segir hann að ljóst sé að Sig- mundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnar- myndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosninga stefnuskrá Framsóknar- flokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ kolbeinn@frettabladid.is Einlægni eða lævís leikur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur fundað með formönnum allra flokka. Hann verst svara um næstu skref. Tvennum sögum fer af því hvort hann sé í einlægni að leita hófanna eða aðeins að styrkja stöðu sína. Þögull sem gröfin Sigmundur Davíð Gunnlaugs son, formaður Framsóknar flokksins, lætur ekki ná í sig. Við erum reiðubúin að setjast niður með form- legum hætti og skoða mögu- leikana á stjórnarsamstarfi til vinstri. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Ég hitti Sigmund í gær og við áttum ágætis tal saman. Hann er náttúru- lega bara með umboðið og hann ákveður næstu skref. Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnarEkki náð ist í Bjarna Benedikt s son. VIÐ ÞEKKJUM TILFINNINGUNA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 208,1233 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,71 117,27 180,81 181,69 152,48 153,34 20,447 20,567 20,017 20,135 17,830 17,934 1,197 1,204 176,02 177,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 30.04.2013 Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Austan 10-18 m/s. ÞYKKNAR UPP Bætir smám saman í úrkomu á morgun með heldur hlýnandi veðri um allt land. Lítur út fyrir slyddu og rigninu og stífa austanátt víðast hvar á laugardag og síðan norðanátt með kólnandi veðri á sunnudag. 3° 9 m/s 2° 9 m/s 2° 7 m/s 3° 6 m/s Á morgun 8-15 m/s, hvassast V-til. Gildistími korta er um hádegi 6° 3° 4° 4° 3° Alicante Basel Berlín 21° 20° 19° Billund Frankfurt Friedrichshafen 12° 19° 19° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 10° 10° 22° London Mallorca New York 15° 20° 20° Orlando Ósló París 26° 12° 16° San Francisco Stokkhólmur 25° 12° 2° 2 m/s 2° 5 m/s 0° 3 m/s 2° 5 m/s 1° 5 m/s 1° 8 m/s -3 7 m/s 7° 6° 6° 5° 6°

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.