Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 8
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
LSS150224
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýs-
ingu og grunnlýsingu dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til
viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunn-
lýsinguna ásamt gögnum sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá
Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga
skuldabréfanna.
Nafnverð útgáfu:
Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til
viðskipta 3. maí 2013 er 500.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins eftir þá
stækkun er þá 29.914.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr.
Skilmálar bréfanna:
Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75%
ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert,
í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni
flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer
IS0000018869.
Reykjavík, 2. maí 2013.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður
haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 17
á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Rvk.
Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru allir félagsmenn hvattir til að mæta.
Félag einstæðra foreldra, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík
Sími: 551-1822.
Vefsíða: www.fef.is
Facebook: facebook.com/felag.einstaedra.foreldra
Wheeler Pro 50
Comfort götuh
jól
84.995 kr.
Herra og dömustell, 2 litir,
álstell, 21gíra, dempari
að framan og dempun
í sæti, breiður hnakkur,
brettasett fylgir.
NÁTTÚRA Ný aðferðafræði við að
merkja fálka skilar mikilvægum
niðurstöðum til Náttúrufræði-
stofnunar Íslands (NÍ). Hafnar
eru tilraunir með erfðafræði legar
rannsóknir á
fjöðrum fálka.
Óla fur K .
Nielsen, fugla-
fræðingur við
NÍ, segir að allt
fram til ársins
2011 hafi fálk-
ar aðeins verið
merktir með
hefðbundnum
stálhring, en til
að lesa á slík merki þurfti fuglinn
að finnast dauður eða að kom-
ast undir manna hendur á annan
máta.
„Sumarið 2011 var byrjað að
litmerkja fálka og síðan hafa um
100 fuglar verið merktir. Þessi
merki gefa okkur kost á að nálg-
ast nýjar upplýsingar. Ekki síst
um fullorðna fugla í varpi, sem
er aðal tilgangurinn með þessari
nýju aðferð. Framtíðarsýnin er að
koma upp merktum varpstofni svo
hægt sé að meta afföll og fleira,“
segir Ólafur, en tilgangurinn með
merkingum er að fá upplýsingar
um ferðalög fálka, átthagatryggð,
kynþroskaaldur og afföll.
Ólafur segir að varpstofn á
Íslandi sé um 400 pör.
„Við erum með rétt innan við
10% af fálkastofninum á rann-
sóknasvæðinu sem er um 5.000
ferkílómetra svæði í Þingeyjar-
sýslum,“ segir Ólafur og bætir við
að á liðnum áratugum hafi verið
merktir á milli 16 og 17 hundruð
fálkar með hefðbundnum merkj-
um. Af þeim hafa 200 náðst til
baka.
Næsta skref í rannsóknum NÍ
er nýting erfðafræðilegra upp-
lýsinga.
„Við náum lífsýnum úr fuglunum
úr fjöðrum sem þeir fella. Þannig
getum við greint einstaklinginn,
og við tökum þetta upp samhliða
litmerkingunum. Með því að beita
þessum tveimur aðferðum sam-
hliða getum við fylgst með fuglum
sem heimsækja sitt óðal ár eftir ár.
Tækifærin til að nýta þessar nýju
aðferðir samhliða eru gríðarlega
mikil,“ segir Ólafur.
Ætlunin er að halda þessu verk-
efni, litmerkingum og erfðafræði-
legum rannsóknum samhliða,
áfram næstu tíu árin. Von er á
fyrstu varpfuglunum inn í verk-
efnið núna í vor. Þess má geta að
mjög er litið til þessara íslensku
rannsókna þar sem allt að helm-
ingur evrópska fálkastofnsins
heldur til hér á landi.
svavar@frettabladid.is
Læra mikið í kjölfar
nýrra fálkamerkinga
Nýting nýrra litmerkja skilar merkilegum niðurstöðum um fálka hér á landi. Nú
er hægt að greina fuglana lifandi en áður var treyst á endurheimtur dauðra fugla.
AU Kvenfálkinn AU var merktur í S-Þingeyjarsýslu sumarið
2011 en hafði vetursetu og sumardvöl á Suðurlandi árið 2012.
MYND/ÓLÖF HELGA HARALDSDÓTTIR
HR Fálkinn HR, karlfálki á fyrsta hausti, dvaldi við Eyrarbakka
fram í mars 2013.
ÓLAFUR K.
NIELSEN
Eyrbekkingurinn Ólöf Helga Haraldsdóttir sendi nýlega upplýsingar til Náttúrufræðistofnunar um tvo merkta fálka í
sinni heimabyggð. Þetta voru fálkarnir AU og HR.
■ Fálkinn AU, kvenfugl merktur sem ungi í hreiðri sumarið 2011 í Suður-Þingeyjarsýslu, sást sumarið 2012 á
Eyrarbakka og sást renna sér eftir kanínum, meðal annars. Örn Óskarsson, líffræðikennari á Selfossi, hafði séð sama
fugl veturinn á undan við ósa Ölfusár. Þessi þingeyski fálki hafði því bæði vetursetu og sumardvöl á Suðurlandi. AU
hvarf á braut haustið 2012.
■ Fálkinn HR, karlfálki á fyrsta hausti, dvaldi við Eyrarbakka fram í mars 2013. HR sást eltast við kanínur en einnig
tók hann æti sem lagt var út fyrir hann, dauðar hænur og gæsir. Fálkinn HR er einnig úr Þingeyjarsýslum og
reyndar Bárðdælingur en ættaður úr Mývatnssveit þaðan sem móðir hans kemur, segir á vef NÍ.
Saga þingeysku fálkanna AU og HR
SAMFÉLAGSMÁL Útivistartími barna og unglinga tók
breytingum í gær. Nú mega 12 ára börn og yngri vera
úti til klukkan 22.00. Unglingar, 13 til 16 ára, mega
vera úti til klukkan 24.00.
Börn mega ekki vera á almannafæri utan þess
tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af
reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar
eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu og miðast aldur við fæðingarár.
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barna verndar-
lögum. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja
nægan svefn, en hann er börnum og unglingum
nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklings bundin en
þó má ætla að börn og unglingar á grunn skóla aldri
þurfi 10 tíma svefn hverja nótt. - kh
Breyttur útivistartími barna og unglinga tók gildi í gær, 1. maí:
Mega vera úti til klukkan tíu
BÖRN AÐ LEIK Breyttur útivistartími tók gildi í gær. Nú mega
börn vera úti til tíu en unglingar til tólf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KJARAMÁL Laun ríflega fjórðungs
alls vinnandi fólks í Reykjanesbæ
eru undir 250 þúsund krónum.
Könnun sem atvinnu- og hafnasvið
Reykjanesbæjar, í samstarfi við
fjármálaskrifstofu bæjarins, vinnur
að leiðir þetta í ljós. Könnunin sýnir
að 65% þeirra sem eru á aldrinum
18-67 ára voru við vinnu í febrúar.
Af þessum hópi bæjarbúa eru 26,6%
með laun undir nefndri krónutölu.
„Hér er um að ræða íslenskt
verkafólk, sem oftast hefur ein-
göngu lokið grunnskólanámi,“
s e g i r Á r n i
Sigfús son bæj-
arstjóri, en þess-
ar upplýsingar
voru kynntar á
íbúafundi með
bæjar stjóra
á þriðjudags-
kvöld.
Mjög er horft
til upp byggingar
álversins í Helguvík. Á fundinum
kom fram að meðallaun verka-
fólks í álveri Norður áls á Grundar-
tanga væru á bilinu 500-600 þúsund
krónur.
„Við stöndum frammi fyrir því
að byggja upp verkefni sem getur
tvöfaldað laun verkafólks hér. Það
hefur að auki veruleg áhrif á skatt-
tekjur sveitarfélaga. Meðalskatt-
tekjur sem Fjarðabyggð fær frá
hverjum íbúa árið 2012, þar sem
Fjarðaál er staðsett, eru 576 þúsund
krónur á íbúa. Í Reykjanes bæ eru
meðalskatttekjur sama ár um 390
þúsund krónur á íbúa,“ segir Árni.
- shá
Launakönnun bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ sýnir að 26,6% launafólks bera afar lítið úr býtum:
Fjórðungur fær undir 250 þúsundum króna
REYKJANESBÆR Mjög er litið til launa
starfsfólks í álverum landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁRNI SIGFÚSSON
MENNING Útflutningssjóður
íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), nýr
sjóður sem hefur það að mark-
miði að styðja við útflutning tón-
listar, hefur tekið til starfa.
Í sjóðinn verður hægt að sækja
um ferðastyrki mánaðarlega, og
ársfjórðungslega verða veittir
tveir styrkir sem nema 500 þús-
und krónum og einn styrkur sem
nemur einni milljón króna.
Hlutverk ÚTÓN er að styrkja
íslenskt tónlistarfólk við að koma
tónlist sinni á framfæri. - shá
Tónlistarfólk fær stuðning:
Sjóður um
útflutta tónlist