Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 18
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18 „Það þarf nú ekki að hafa neinar stóráhyggjur af þessu,“ segir Vilmundur Hansen garðyrkju- fræðingur, spurður um áhrif kulda tíðarinnar undanfarið á garð- yrkjuna. „Þetta virðist vera rysjótt ár eftir ár en ég sé ekki annað en að blómgun hafi verið ágæt undan- farin ár,“ segir Vilmundur. „Það eina sem gæti gerst er að blóma- vísar á ávaxta- og berjatrjám hafi skemmst í frosti og það gæti dreg- ið úr berja- og aldinmyndun. Að öðru leyti er þetta bara eins og hvert annað ár.“ Um þetta leyti árs eru margir búnir að forsá jurtum innanhúss en Vilmundur segir að enn sé allt of snemmt að færa þær út. „Það þýðir ekkert að fara af stað með slíkt fyrr en í fyrsta lagi eftir að hættan á næturfrosti er liðin hjá. Ég held að það verði ekki fyrr en 20. maí, eða jafnvel seinna. Það er allt of snemmt núna.“ Veðurspá fram yfir helgi gerir ráð fyrir nokkrum kulda, slyddu og jafnvel éljum víða um land. Vilmundur segir mat- og krydd- jurtarækt hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Jafnvel sé hægt að tala um sprengingu í þeim efnum. „Svo er fólk líka orðið frakkara við að prófa nýjar tegundir. Það eru bæði klassískar tegundir eins og kartöflur og grænkál sem allir geta ræktað, en svo er fólk farið að prófa ýmislegt, til dæmis rósakál og fleiri salattegundir og krydd- jurtir. Svo hef ég líka verið að fá spurningar um hvítlauk og spergil, þannig að það er eitt og annað sem fólk er að spá í.“ Vilmundur segir fátt því til fyrir stöðu að þessar jurtir þrífist hér á landi. „Já, með alúð ætti þetta allt saman að vera hægt. Ég hef ann- ars sagt að svona ræktun mis- heppnist kannski fyrstu tvö árin en svo er maður orðinn góður!“ thorgils@frettabladid.is Hefur ekki áhyggjur af kuldatíðinni Garðyrkjufræðingurinn Vilmundur Hansen segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af því að kuldatíð komi niður á ræktun. Þó sé allt of snemmt að setja út jurtir sem hafi verið forsáð. Flest sé hægt að rækta hér á landi með alúð. VILMUNDUR HANSEN Garðyrkju- fræðingur- inn hefur ekki miklar áhyggjur af kuldatíðinni. Tónlistamaðurinn Ágúst Bent segir að bestu kaupin hans séu án efa John Frieda-sjampóið hans. Þau verstu séu árskort í líkamsrækt. Slíkt sé óþarfi þar sem frisbígolf sé mun betri hreyfing. „Fyrir eitt mánaðargjald er hægt að kaupa sett af frisbígolfdiskum og massa sig upp allt árið við að kasta í keðjur.“ Bent segist halda hárinu ljósu og fögru með Go blonder línunni frá John Frieda. „Bestu kaupin eru án efa John Frieda, Go Blonder sjampóið mitt. „Nigga“, ég er „gorgeous“. Það gerir mig ljóshærðan og sætan. Ég nota reyndar líka John Frieda Go Blonder hárnæringu og John Frieda Go Blonder sprey svo það má segja að öll línan sé mín allra bestu kaup.“ - mlþ Smellugas Vinur við veginn 11 kg 2 kg 5 kg 10 kg Grillum í allt sumar með gasi frá Olís Smellugas fyrir grillið, útileguna og heimilið! Grand Hótel – Reykjavík Miðvikudaginn 22. maí kl. 17:00 Dagskrá fundarins: Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga Engjateigi 9 105 Reykjavík www.lifsverk.is LÍFEYRISSJÓÐUR VERKFRÆÐINGA Hefðbundin aðalfundarstörf Tillögur til breytinga á samþykktum Önnur mál, löglega upp borin Lífeyrissjóðs verkfræðinga Aðalfundur Kosið verður um 1 stjórnarmann og 4 varamenn í stjórn sjóðsins. Í lögum og samþykktum sjóðsins kemur fram að hlutfall annars kynsins í stjórn sjóðsins skal aldrei verða lægra en 40%. Þeim sjóðfélögum sem hafa hug á að bjóða sig fram er boðið að kynna sig stuttlega á heimasíðu sjóðsins og eru þeir beðnir um að hafa samband við starfsmenn sjóðsins. Í sjóðnum er virkt sjóðfélagalýðræði og hafa allir sjóðfélagar sem mæta á aðalfund jafnan atkvæðisrétt. NEYTANDINN Ágúst Bent Sigbertsson Bara það besta fyrir hárið Í ljós hefur komið galli á suðu í undirstöðum á trampólínum sem BYKO seldi árið 2011 að því er segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. „Hætta er á alvarleg- um slysum þar sem suðu- samsetningin sem tengir járnhringinn, sem dúkur- inn er festur í, við lapp- irnar getur gefið sig,“ segir í tilkynningu frá BYKO, sem biður þá sem keyptu umrædd trampólín að skila þeim í næstu verslun fyrir- tækisins til að fá nýtt eða fá endurgreitt. Um er að ræða trampólín sem eru 4,3 metrar í þvermál og eru með öryggisneti. - gar BYKO innkallar trampólín FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.