Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 24
2. maí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Skráðu þig núna í síma
560 1010 eða á
mottaka@heilsuborg.is
Ertu með verki í baki,
öxlum eða hnjám?
• Námskeið fyrir þá sem glíma við
einkenni frá stoðkerfi.
• Þjálfun, ráðgjöf og kennsla í réttri líkamsbeitingu.
• Nýtt námskeið hefst 13. maí
kl. 15:00 og 16:30.
Rétt hreyfing getur gert kraftaverk
– vertu með í Stoðkerfislausnum!
Þjálfari er Sólveig María,
sjúkraþjálfari.
Á undanförnum vikum hefur Rauði kross-
inn á Íslandi lagt sitt af mörkum til að
heimamenn í einu fátækasta landi heims
geti hjálpað sér sjálfir. Landið er Síerra
Leóne, sem enn er þjakað af harðvítugri
borgarastyrjöld sem lauk fyrir áratug og
þar sem lífslíkur eru ekki nema 50 ár.
Hjálpin er í formi þekkingar, tækni-
legrar aðstoðar sem gerir Rauða krossinum
í Síerra Leóne kleift að veita lífsbjargandi
hjálp í landi þar sem farsóttir, flóð og ofsa-
veður eru stöðug ógn til viðbótar við fátækt,
vannæringu og skort á drykkjarvatni.
Skilaboð í farsíma
Nýlega tók Rauði krossinn í landinu í
notkun SMS-kerfi, sem var hannað eftir
jarðskjálftana á Haítí. Kerfið gerir Rauða
krossinum kleift að senda viðvaranir með
smáskilaboðum í farsíma, til dæmis ef von
er á óveðri eða kólerufarsótt. Lang flestir
íbúa landsins hafa nefnilega aðgang að
farsíma. Meirihluti fólks býr í þorpum og
það þarf ekki nema einn síma í þorpið til
að koma skilaboðunum áleiðis. Á næstunni
getum við sent svona skilaboð:
„Júlí er kólerutími. Skolið hendur með
vatni og sápu eftir klósettferð og fyrir
matmáls tíma.“
„Rigningar eru að hefjast. Hreinsið rusl
úr niðurföllum, grafið farveg fyrir vatnið
í kringum kofana svo vatnselgurinn fari
fram hjá en flæði ekki inn.“
„Farið með börn sem fá malaríu strax á
næstu heilsugæslustöð. Gefið þeim nóg vatn
og haldið þeim úr sólinni.“
Þar sem fáfræði og upplýsingaskortur
viðhalda örbirgð geta svona upplýsingar
verið lífsbjargandi og stuðlað að fram-
förum. Stjórnvöld í Síerra Leóne gera sér
grein fyrir þessu og hafa skrifað undir
samning við Rauða krossinn um að veita
þessa upplýsingaþjónustu.
Kerfinu hefði ekki verið komið upp nema
fyrir stuðning Rauða krossins á Íslandi.
Því getum við verið stolt af. Stuðninginn
veittum við meðal annars fyrir fé frá utan-
ríkisráðuneytinu, sem hefur að undanförnu
aukið mjög framlög til félagasamtaka í
alþjóðlegu hjálparstarfi.
Á næstu vikum ætlar Rauði krossinn á
Íslandi að hjálpa samstarfsfélaginu í Síerra
Leóne að uppfæra verulega upplýsinga-
tækni- og fjarskiptabúnað sinn. Það er
mikilvægt til að efla hjálparstarfið, gera
það hagkvæmara og afkastameira. Þannig
björgum við mannslífum.
Tækniaðstoð bjargar lífum
HJÁLPARSTARF
Þórir
Guðmundsson
sviðsstjóri hjálpar-
starfssviðs Rauða
krossins
➜ Kerfi nu hefði ekki verið komið
upp nema fyrir stuðning Rauða
krossins á Íslandi.
F
yrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu
stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll
Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal
um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst
við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að sam-
þykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust.
Skráð fyrirtæki hafa strax tekið við sér og samkvæmt
úttekt Markaðarins, sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er staðan
gjörbreytt. Ef við teljum Tryggingamiðstöðina með, en hún
verður skráð í Kauphöllina á næstu dögum, eru stjórnir
skráðra fyrirtækja með næstum jöfn kynjahlutföll. Þannig
eru 24 konur í stjórnum þessara félaga á móti 28 körlum. Þetta
er gríðarstórt stökk á aðeins fimm árum.
Þessi breyting gerðist
ekki af sjálfu sér. Það þurfti
að setja lög til að rétta hlut
kvenna. Lögin eru umdeild og
í mörgum löndum hafa dóm-
stólar dæmt svona lög sem
ólög. Jákvæð mismunun þykir
jafn mikil mismunun og hvað
annað þótt tilgangurinn sé góður. Hins vegar segir það margt
um okkur sem samfélag að okkur hafi ekki tekist að breyta
hugarfari okkar og gjörðum án lagasetningar.
Við erum einfaldlega ekki komin lengra en þetta. Því miður.
Til dæmis er aðeins ein kona forstjóri í skráðu fyrirtæki á
Íslandi. Hún heitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir og er forstjóri
VÍS, en fyrirtækið var nýlega skráð á markað. Þá hafði engin
kona stýrt skráðu félagi á Íslandi í fimmtán ár, sem ætti að
vekja okkur flest til umhugsunar.
Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, eða íslensku
Kauphallarinnar, segist hafa haft efasemdir í fyrstu um hvort
rétt væri að binda í lög hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja.
Í dag efast hann ekki og lítur á nýju lögin sem „tæki til að
breyta hugarfari“. Hann segir enn fremur að þegar hugar-
farinu hafi verið breytt séu lögin óþörf því að „þá verði þetta
bara faglegt og niðurstaða faglegrar skipunar stjórna verði sú
að kynjajafnvægi verði nokkurn veginn“.
Fyrir mörgum er krafan um jöfn kynjahlutföll réttlætis-
krafa. Það er óþolandi hversu illa okkur hefur gengið að jafna
hlut kvenna í samfélaginu. Margt hefur auðvitað áunnist en
oft hefur lítið gerst sjálfkrafa. Inngrip með lagasetningu eru
óþægileg en geta auðvitað verið nauðsynleg.
Forstjóri Kauphallarinnar segir að jöfn kynjahlutföll í
stjórnum fyrirtækja hjálpi þeim því þannig fáist fjölbreyttari
viðhorf inn í stjórnirnar.
Það hefur lengi legið við að íslenskt samfélag sé kynskipt.
Þannig höfðu erlendir blaðamenn sem komu hingað í kjölfar
bankahrunsins orð á því að hér á landi byggju tvær þjóðir,
konur og karlar. Karlkyns viðmælendur þeirra bentu á aðra
karlkyns viðmælendur og öfugt. Nú eru hins vegar komin lög
sem skipa okkur, konum og körlum, að tala saman. Allavega í
stjórnum fyrirtækja.
Jafnt kynjahlutfall í stjórnum skráðra fyrirtækja:
Jákvæð mismunun
í Kauphöll Íslands
Svermt fyrir Sigmundi
Össur Skarphéðinsson, fráfarandi
utan ríkisráðherra, er eldri en
tvæ vetur í pólitík. Hann var ekki
áberandi í kosningabaráttu flokks
síns en þeim mun duglegri að reka
sína eigin. Nú hefur hann sest við
lyklaborð til að sannfæra framsóknar-
menn, þá sérstaklega Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, um að miðjustjórn sé
málið, að sjálfsögðu með þátttöku
Samfylkingarinnar, þó að það sé
hvergi sagt berum orðum. Össur
beitir orðfák sínum ótæpilega
í umræddri grein, sem birtist
á Eyjunni, og ekkert vantar
upp á daður hans við
Sigmund, en tæplega
verða sjálfstæðismenn
viðræðugóðir við Samfylkingu, komi
til þess, eftir slíka ádrepu.
Hvar eru hinir?
Grein Össurar er hins vegar
aðeins það sem búast má við af
frekar litlum flokki sem ekki er með
stjórnar myndunar umboð. Hann
svermir fyrir og opnar á möguleika til
ríkisstjórnarsamstarfs. Spurningin
er kannski miklu fremur af
hverju aðrir, til að mynda
formaður Samfylkingar-
innar, eru ekki að leika
sama leik?
Eðlilegt ferli
Hins vegar ætti
núverandi
staða ekki að koma neinum á óvart.
Það er eins og margir hafi gleymt
því að Framsóknarflokkurinn sé
miðjuflokkur, þó að formaður hans
hafi verið óþreytandi við að minna
kjósendur á það í kosninga baráttunni
að hann einn gæti starfað bæði
til hægri og vinstri. Honum liggur
heldur ekkert á. Í heimi netfrétta og
nútímafjölmiðlunar verður allt
að gerast á nóinu, en hér er
nú einu sinni verið að ræða
um hvaða flokkar muni
stýra landinu næstu fjögur
árin. Það er því eðlilegt að
kanna alla möguleika áður en
sú ákvörðun er tekin.
kolbeinn@frettabladid.is