Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 29

Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 29
FIMMTUDAGUR 2. maí 2013 | SKOÐUN | 29 Yfirskrift þessi er heiti átaks sem nokkur rétthafa- samtök hafa sameigin lega staðið að undanfarið með birtingu auglýsinga í sjón- varpi og kvikmyndahús- um. Í auglýsingum þessum koma fram 12 listamenn; tónhöfundar, flytjendur, leikstjórar, leikarar og rit- höfundar sem hvetja fólk í lið með sér og að kaupa efni á netinu á löglegan hátt. Óformlegar kannan- ir hafa sýnt að auglýsing- arnar hafa náð augum og eyrum fólks, svo og að flestir taki undir það sem þar kemur fram. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort átakið muni hafa ein- hver raunveruleg áhrif á hegðun landans þegar kemur að ólöglegu niður hali. Ástæðan fyrir átakinu Ástæðan fyrir þessu hvatningar- átaki er sú að við teljum að þorri ólöglegs niðurhals fari fram án þess að fólk geri sér almennt grein fyrir því að verið sé að brjóta rétt á höfundum, flytjendum og út- gefendum. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill standa rétt að málum. Á sama tíma teljum við að núverandi ástand sé ólíðandi, það að yfir 50 þúsund Íslendingar eða um 20% allra Íslendinga frá aldrinum 12-70 ára séu skráðir notendur stærstu ólög- legu skráardeili síðu landsins og að vefur Pirate Bay hafi undanfarið verið í um 20. sæti á vinsælustu vefsíðum sem Ís lendingar sækja. Þetta er því án efa eitt af stærstu hagsmuna- og réttinda málum sem hinar skapandi greinar glíma við um þessar mundir. Könnun sem gerð var hér lendis í mars 2011 af Capacent bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar á netinu sé fenginn með ólögmætum hætti. Í sömu könnun kom fram að á árinu 2011 horfðu Íslendingar á hátt í 12 milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda en greiddu aðeins fyrir eina mynd eða þátt af hverjum fjórum. Áhrif á tónlistarmenn Því hefur stundum verið haldið fram að í ljósi þess að plötusala hér á landi síðustu tvö ár hafi verið góð verði íslenskir listamenn í raun ekki fyrir tjóni vegna ólöglegs niður- hals. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög fáir titlar hafa borið uppi söluna þessi síðustu ár. Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001, þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Í dag er mjög erfitt fyrir höfunda og flytjendur að fá plötur útgefnar, og út gefendur eru sérstaklega varkárir þegar kemur að útgáfu efnis eftir óþekkta tónlistarmenn. Tónlistarmenn þurfa því í mun meiri mæli en áður að gefa sjálfir út eigið efni með til heyrandi fjárhags- legri áhættu. Hafa ber í huga að einungis um 10% af útgefnum titlum skila hagn- aði og afleiðingin er m.a. sú að mikið af því efni sem gefið er út í dag er hálfgerð „endurvinnsla“ á eldra efni þekktra tónlistarmanna. Tónlistarmenn í dag þurfa því í ríkari mæli en áður að reiða sig á innkomu af tónleikum frekar en plötusölu, en hafa verður í huga að slíkt hentar alls ekki öllum og kemur sérstaklega illa við þá höfunda sem ekki eru jafnframt flytjendur eigin efnis, heldur hafa fremur einbeitt sér að því að semja fyrir aðra. Of lítið framboð er ekki lengur afsökun Við getum bent á fjölmargar lög- legar leiðir til að nálgast yfirgnæf- andi meirihluta þeirrar tónlist- ar og mikið af þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem Íslendingar hafa verið að sækja sér ólöglega og án endurgjalds á netið. Eitt af því sem erlendar þjónustuveitur á inter netinu hafa horft til þegar þær taka afstöðu til þess hvort þær eigi að bjóða upp á þjónustu á Íslandi er hversu stór sjóræn- ingjamarkaðurinn hefur verið hér á landi. Á vefsíðunni www.tonlist- ogmyndir.is hefur verið settur upp listi yfir löglegar þjónustuleiðir sem standa Íslendingum til boða. Þjónustu aðilar eins og Tónlist. is eru með álíka mikið úrval tón- listar og margar erlendar veitur, ásamt því að bjóða sérstaklega upp á íslenska tónlist og er verð þeirra að fullu sambærilegt við erlendar tónlistarveitur. Er það von þeirra rétthafa- samtaka sem að standa að átak- inu „Metum listina að verð leikum – njótum hennar löglega“ að Íslendingar taki nú höndum saman um að efla frekar hinar skapandi greinar með því að fylkja sér í lið með höfundum, flytjendum, hljóm- plötuframleiðendum og bóka- útgefendum um að efla enn frek- ar sköpunarkraftinn á Íslandi og fjölga störfum í þessum greinum, með því að njóta listarinnar löglega. Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega MENNING Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs (Sambands tónskálda og eigenda fl utnings- réttar) ➜ Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001 þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Save the Children á Íslandi Óútskýrður launamunur kynjanna innan VR er nú 9,4%. Með Jafnlauna- vottun VR geta fyrirtæki látið gera úttekt á því hvort innan þeirra veggja sé verið að greiða misjöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Leiðréttum launamun kynjanna. Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS jafnlaunavottun.vr.is Parlogis er fj órða íslenska fyrirtækið til að fá Jafnlaunavottun VR. Við óskum Parlogis til hamingju með framsækni og kjark, og við óskum þeim 60 körlum og konum sem þar starfa til hamingju með vinnustaðinn sinn. Á Íslandi starfa nú um 1360 manns hjá jafnlaunavottuðum fyrirtækjum. Til hamingju!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.