Fréttablaðið - 02.05.2013, Side 30
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30
Ef ég man hlutföllin rétt
þá voru um 97% viðmæl-
enda bankafrétta árin
fyrir hrun karlmenn.
Þessi niðurstaða kom fram
í fjölmiðlakafla skýrslu
Rannsóknarnefndar
Alþingis og þótti sláandi.
Fjölmiðlarnir voru gagn-
rýndir fyrir að láta „mata“
sig af ör fáum mönnum
og viðkomandi banka-
viðmælendur voru gagn-
rýndir fyrir að upplýsa þjóðina
ekki rétt.
Hefur eitthvað breyst?
Fjórum árum síðar fórum við 12
konur af stað með fyrsta sérhæfða
samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.
is. Við völdum opnunardaginn 6.
október 2012, þ.e. hinn margfræga
„Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum
sex mánuðum höfum við lært að
opnun fyrirspurnargáttar fyrir
almenning var ekki bara tíma-
bær heldur er að vekja athygli
erlendis sem fyrsti samskipta-
miðillinn í heimi sem formlega
hefur það hlutverk að óska eftir
svörum fyrir almenning. Hátt
í fjögur hundruð aðilar hafa nú
svarað spurningum á spyr.is og
voru kynjahlutföll svarenda um
síðustu mánaðamót sem hér segir:
48% eru karlmenn, 38% eru
konur og 14% eru ókyngreind,
þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtæk-
is eða stofnunar. Ef ókyngreind
svör eru ekki meðtalin væru
kynja hlutföllin 56% karlmenn og
44% konur. Á þessum sex mánuð-
um höfum við hins vegar komist
að því að til þess að halda þess-
um hlutföllum sem jöfnustum
þurfum við að leita, finna og velja
fréttir með kynja hlutfall svar-
enda í huga. En ef konur
eru sjaldnar við mælendur
í fréttum fjölmiðla, þýðir
það þá að konur hafi eitt-
hvað minna að segja en
karlmenn?
Konur sem hafa vit!
Svarið við síðustu spurn-
ingu er klárlega nei. Ég
nefni hér dæmi frá við-
skiptavinum spyr.is þar
sem stór íslensk fyrirtæki
eru með stolti að tefla fram flott-
um konum og ráðgjöfum: Ásdís
B. Jóns dóttir, gæðastjóri hjá N1,
hefur verið forsvars maður N1 í
að miðla þekkingu er varðar gæði
og öryggismál stórfyrirtækja.
Ekki er hægt að segja annað en
að Ásdís starfi í mjög karllægu
umhverfi olíu og bifreiða. Annað
gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á
fyrsta birtingar mánuði KPMG á
spyr.is tefldi KPMG fram þrem-
ur konum á sínum vegum fyrir
upplýsingamiðlun og ráðgjöf en
það voru Guðrún B. Bragadótt-
ir, Berglind Guðmunds dóttir
og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá
Landsbankanum hafa tvær konur
verið í sam skiptum við lesendur,
þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og
Steinunn Pálmadóttir. Spurning-
um til Símans hefur verið svarað
af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur,
fyrrverandi blaðamanni. Og eru
þá ekki upp talin samskiptin sem
þjálfararnir hjá World Class eða
Lukka á Happ eiga vikulega við
lesendur um hollustu og hreysti.
Já, það vantar ekki konurnar með
þekkinguna en það sem meira er:
Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla
þessum konum fram! En hvers
vegna sjáum við konurnar þá ekki
meira í fjölmiðlunum sjálfum?
Spennandi tækifæri
Hér eins og víða er fréttastofum og
ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af
karlmönnum. Auðvitað hefur þetta
áhrif, sama hvað þessir karlmenn
halda kannski sjálfir. Að mínu mati
yrði hvoru tveggja reyndar til góðs,
að fjölga konum á fjölmiðlum og að
fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu
sinni læt ég það þó nægja að mæla
með því að fjölmiðlar finni fleiri
konur í fréttir, ekki bara í sparidag-
skrárþættina. Fyrir vikið fáum við
fjölbreyttari fréttir og eflaust mál-
efnalegri umræður líka þar sem
mannauðurinn yrði nýttur betur
en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta
á þessa grein sem enn eitt kvenna-
rausið, eru kannski sannfærðir um
að konur séu tregar við að mæta í
viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu
að endurspegla ytra umhverfi eða
trúa því að karlmenn séu hreinlega
hæfastir til að stýra fjölmiðlunum,
þá eiga þeir það bara við sig.
Staðreyndin er að konum hefur
fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipt-
ing í ríkisstjórn telst eðlileg krafa,
kynjakvótalög hafa verið sett fyrir
stjórnir stærri fyrirtækja og nú
er hreinlega komið að því að ræða
svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg
spennandi tækifæri og upplagt að
benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar
sem listuð eru upp nöfn kvenna sem
eru tilbúnar til að ræða við fjöl-
miðla. Eins má líka benda á nafna-
listann í þjóðskrá en þar eru kynja-
hlutföllin 50:50.
Kauptu miða á www.das.is
eða í síma 561 7757.
Miðaverð 1.300 kr. á mán. fyrir einfaldan miða.
SEX VW BJALLA!
Sex sinnum á happdrættisárinu verður dregin út
Volkswagen Bjalla, sportlegur lúxusbíll, 5 milljóna virði.
eða 10 milljónir í peningum.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
D
AS
6
32
18
0
4/
13
Nýtt happdrættisár framundan
5 MILLJÓNIR KRÓNA Í SKOTTINU
á tvöfaldan miða
MILLJÓNAVINNINGAR
7×6 milljónir og 39×4 milljónir
Fjórtán 3 milljóna króna og sjötíu og átta
2 milljóna króna vinningar á einfaldan miða.
Alls er dregið um 50 þúsund vinninga á árinu.
Gervivísindi og vísinda-
legt ólæsi verður sífellt
meira áberandi í vestræn-
um heimi. Það þarf ekki að
líta lengra en á sjónvarps-
skjáinn, þar sem innrásir
geimvera, hindurvitni og
skottulækningar eru mat-
reidd sem nýjasta tækni
og vísindi. Sumir þessara
þátta hafa ratað athuga-
semdalaust í útsendingu
hjá Ríkissjónvarpinu.
Gervivísindi eru því
orðin eðlilegur og sjálf-
sagður hluti af okkar lífi.
Fyrir marga er þegar orðið
erfitt að greina á milli vandaðra
og óvandaðra vinnubragða og það
verður sjálfsagt erfiðara eftir því
sem vanþekkingar síbyljan glym-
ur hærra. Það er þó jafnvel alvar-
legra að gervi-vísindi eiga sífellt
fleiri fylgismenn meðal stjórnmála-
manna Vesturlanda. Þurfum við að
vera uggandi yfir því hvernig slíkt
þróast hér á landi?
Á næstu misserum liggur fyrir
Íslendingum að taka afstöðu til
flókinna mála t.d. varðandi nýtingu
náttúruauðlinda. Það er viðbúið að
vísindalega umræðan og „rökin“
sem munu glymja á þjóðinni verði
misvönduð. Það er því mikilvægt
við Íslendingar gerum þegar kröfu
um vandaða umræðu, lítum í eigin
barm og lærum að greina á milli.
Eiga greiða leið að sviðinu
Allt of oft heyrir maður talað um
vísindi og skapandi greinar sem
andstæður. Góð vísindi fela hins
vegar alltaf í sér sköpun, bæði
þegar hugmynd fæðist, þegar hún
er útfærð og þegar niðurstöðurnar
eru túlkaðar. Það eru fáar spurn-
ingar sem hægt er að svara með
já-i eða nei-i eða kvaðrat rótinni
af fjórum. Mjög oft er hins vegar
ætlast til að vísindamenn geri
nákvæmlega þetta. Þeir eru síðan
ásakaðir um loðin, óræð svör
þegar þeir verða ekki við óskum
fjölmiðla, stjórnmála-
manna og annarra um ein-
falt, afdráttarlaust svar.
Það er á þessum tíma-
punkti sem gervivísindi
eiga greiða leið að sviðinu.
Gervivísindi eru miklu
áheyrilegri, skemmti-
legri, fjölmiðlavænni og
auðmeltari. Þau gera litlar
kröfur til áheyrandans þar
sem engin óvissa ríkir um
niðurstöðuna.
En af hverju erum við
svona ginkeypt fyrir ein-
földum fullyrðingum? Það
er sjálfsagt ekkert einfalt
svar við því, að einhverju leyti er
það okkur eðlislægt, að einhverju
leiti liggur svarið í vestrænni
kennslu hefð. Í skóla innbyrðum
við þekkingu, lærum „staðreyndir“
en við lærum ekki að hugsa. Jafn-
vel á háskólastigi er allt of algengt
að nemendur forðist aðferðafræði,
hún er stimpluð leiðinleg og erfið,
og nemendur fara fram á hugsunar-
lausa yfirfærslu þekkingar frá
kennara til nemanda. Þessi yfir-
færsla er auðvitað ekki algjörlega
tilgangslaus, eftir því sem þekk-
ingargrunnurinn eykst fást betri
forsendur til að setja hlutina í sam-
hengi. Þekking kemur hins vegar
aldrei í stað frjórrar hugsunar.
Spilað á hræðslu
Mætumst á miðri leið. Það er
sannar lega ekki til of mikils
mælst að vísindamenn leggi sitt
af mörkum til að koma þekkingu
sinni á framfæri á skiljanlegan
og aðgengilegan hátt. Oft eru það
færustu vísindamennirnir sem
eiga best með að skýra fræðin,
bara ef þeir nenna. Það er hins-
vegar líka hægt að gera þá kröfu á
almenning – og stjórnvöld – að við
köstum hræðslunni, hugsum sjálf
og hættum að láta sannfæra okkur
um gervivísindi. Gervi vísindin
spila nefnilega oft á hræðslu,
hræðslu við fátækt, hræðslu við
sjúkdóma, hræðslu við einangrun.
Þau lofa einföldum remedíum bara
ef við trúum.
Mér er minnisstæð umræðan um
Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.
Þá var mikið rætt um tilfinninga-
rök. Þeir sem þóttu aðhyllast slík
rök voru afgreiddir sem lopahúfu-
klædd, trjáfaðmandi náttúrubörn.
Kannski voru þeir afkomendur ein-
feldninga sem höfðu villst með land-
námsmönnum til Íslands, og hefðu
sjálfsagt orðið úti strax á fyrsta
vetri ef víkingarnir hefðu ekki haft
vit fyrir þeim. Og nú tóku víking-
ar aftur af þeim ráðin. Afleiðingar
þess að afgreiða tilfinningarökin á
þennan hátt eru nú ljósar. Við höfum
ekki tilfinningar fyrir tilviljun. Til-
finningar virka oft sem innbyggð-
ur siðferðilegur áttaviti. Frá unga
aldri finnum við innst inni að það er
rangt að stela, meiða og borða alla
súkkulaði kökuna alein. Tilfinning-
ar virka líka sem meðfætt aðvör-
unarkerfi, við fáum slæma tilfinn-
ingu ef verið er að ljúga að okkur
eða sannfæra okkur um að gera
eitthvað sem við vitum að er rangt.
Það var kannski sú tilfinning sem
hringdi hátt hjá mörgum varðandi
Kárahnjúka, það var jú aldrei búið
að koma með sannfærandi rök fyrir
gagnsemi virkjunarinnar.
Ef við sem einstaklingar hefðum
fylgt innsæinu, sleppt hræðslunni,
hugsað sjálf og tekið eigin ákvarð-
anir hefði kannski mátt sleppa við
mikið af þeim hremmingum sem
þjóðin hefur gengið í gegnum á síð-
ustu árum. En það er aldrei of seint
að byrja.
Vísindi smísindi
➜ Gervisvísindi eru miklu
áheyrilegri, skemmtilegri,
fjölmiðlavænni og auð-
meltari. Þau gera litlar
kröfur til áheyrandans, þar
sem engin óvissa ríkir um
niðurstöðuna.
➜ Að mínu mati yrði hvoru
tveggja til góðs að fjölga
konum á fjölmiðlum og að
fjölga konum í fjölmiðlum.
Nýtum allan mannauðinn –
líka í fjölmiðlum
JAFNRÉTTI
Rakel
Sveinsdóttir
framkvæmdastjóri
UMHVERFISMÁL
Guðbjörg Ásta
Ólafsdóttir
vísindamaður og
forstöðumaður
Varar Sjávarrann-
sóknaseturs við
Breiðafj örð