Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 34
Kröfuhafar Skipta hf., móður-
félags Símans, hafa samþykkt til-
lögu um fjárhagslega endurskipu-
lagningu félagsins sem kynnt var
í byrjun apríl.
Í kjölfarið verða skuldir félags-
ins lækkaðar úr 62 milljörðum
króna í 27 milljarða. Þá færist
eignarhald félagsins frá Klakka
ehf., áður Exista, til Arion banka
og eigenda skuldabréfa Skipta.
Stærstu lífeyrissjóðir landsins
hafa átt stærstan hluta skulda-
bréfanna og verða þeir því helstu
eigendur Skipta.
Þá kynntu Skipti uppgjör sitt
vegna ársins 2011 á þriðjudag.
Tapaði félagið 3,4 milljörðum
króna á árinu samanborið við 10,6
milljarða árið áður.
Skoða ber uppgjör Skipta
með tilliti
ti l þeirr-
ar erfiðu
skuldastöðu félagsins sem endur-
skipulagningin tók á. Var þann-
ig 1,9 milljarða króna hagnað-
ur af rekstri félagsins í fyrra,
sem er miklu betri niðurstaða
en árið áður þegar 534 milljóna
króna tap var á rekstrinum. En
þótt reksturinn hafi batnað
mátti rekstrar niðurstaðan
sín lítils þar sem nettó fjár-
magnskostnaður var ríf-
lega 5,5 milljarðar. - mþl
EFNAHAGSMÁL
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Mikilvægt er að uppgjör innláns-
stofnana í slitameðferð raski ekki
fjármálastöðugleika. Þá þarf að
standa vel að sölu eignarhluta
þrotabúa bankanna í nýju bönkun-
um og endurfjármagna eða lengja
í skuldabréfum Landsbankans.
Þetta eru mikilvægustu verk-
efni þjóðarbúsins með tilliti til
fjármálastöðugleika að mati Seðla-
bankans. Bankinn gaf á þriðjudag
út ritið Fjármálastöðugleika, sem
kemur jafnan út tvisvar á ári.
Í formála Más Guðmundssonar
Seðlabankastjóra í ritinu segir að
á marga mælikvarða hafi dreg-
ið úr áhættu varðandi fjármála-
stöðugleika á síðastliðnu ári. Megi
rekja þá þróun til þess að efna-
hagsbatanum hafi miðað áfram,
viðnámsþróttur fjármálakerfis-
ins hafi eflst og ytri staða þjóðar-
búsins batnað.
Már varar þó við því að slak-
að sé á árvekni gagnvart áhættu í
fjármálakerfinu, enda hafi hægst
á efnahagsbatanum auk þess sem
skuldir heimila og fyrirtækja
séu enn miklar í sögulegu tilliti.
„Þriðja og veigamesta ástæð-
an fyrir nauðsyn áframhald-
andi aðgæslu [...] felst í hugsan-
legu neikvæðu samspili uppgjöra
búa erlendu bankanna, þungrar
greiðslubyrði á erlendum skuld-
um á næstu árum og losunar fjár-
magnshafta.“
Þá segir enn fremur í skýrslunni
að vandinn felist í því að miðað
við óbreytt gengi nægi fyrirsjáan-
legur viðskipta afgangur ekki til
þess að fjármagna samnings-
bundnar afborganir erlendra
lána. Því muni þjóðarbúið ekki
skapa nægan gjaldeyri til að losa
út krónueignir þrotabúa gömlu
bankanna til erlendra kröfuhafa.
Loks segir í ritinu að aukinn
útflutningur og þjóðhagslegur
sparnaður myndu bæta stöðuna
þótt slíkt myndi tæpast duga. Því
þurfi að endurfjármagna sumar
þessara skulda auk þess sem
ekki sé hægt að losa eignir þrota-
búanna hratt án þess að þær verði
skrifaðar verulega niður.
| 2 2. maí 2013 | miðvikudagur
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Föstudagurinn 3. maí
➜Útboð ríkisbréfa
Þriðjudagurinn 7. maí
➜Gistinætur og gestakomur á
hótelum í mars
➜Vöruskipti við útlönd í apríl
➜Aðalfundur N1 hf.
Miðvikudagurinn 8. maí
➜Fasteignamarkaðurinn í
mánuðinum eftir landshlutum
➜Efnahagslegar skammtímatölur
í maí
Mánudagurinn 13. maí
➜Útboð ríkisvíxla
Þriðjudagurinn 14. maí
➜Fjöldi þinglýstra leigusamninga
um íbúðarhúsnæði eftir
landshlutum
Miðvikudagurinn 15. maí
➜Fjármál ríkissjóðs á
greiðslugrunni og peningalegar
eignir og skuldir ríkissjóðs
➜Útboð ríkisbréfa
➜Útgáfudagur Peningamála og
vaxtaákvörðun
Fróðleiksmolinn
Barneignir
og hjúskaparstaða
Til eru upplýsingar um fjölda fæðinga
á Íslandi eftir hjúskaparstöðu frá árinu
1853. Hagstofa Íslands heldur utan
um þessi gögn og gefur þau út árlega.
Eins og sést á myndinni er meirihluti
barneigna innan hjónabands nokkuð
stöðugur frá 1853 og allt fram undir
1940. Frá 1940 til 1960 tvöfaldast
fæðingar á Íslandi, aukast árlega úr
því að vera um 2.500 í tæp 5.000
árið 1960. Frá 1960 til 2012 fækkar
fæðingum innan hjónabands og að
sama skapi fjölgar fæðingum utan
hjónabands. Árið 1960 var fjöldi
fæðinga innan hjónabands um 3.700
en árið 2012 um 1.500.
Barneignir, hjúskaparstaða og aldur mæðra frá 1853-2012
http://data.is/1817OCM Barneignir eftir aldri mæðra
Sé fjöldi fæðinga barna skoðaður á hverju
fimm ára aldursbili óháð hjúskaparstöðu
sést á myndinni að fjöldi fæðinga hjá
mæðrum yngri en 24 ára var hlutfallslega
lágur í byrjun tímbilsins og lengst af.
Hann jókst þó hjá þessum aldurshópi
í kringum 1950 og til 1980. Meðal-
aldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt
síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta
barn síðar á ævinni en áður. Frá byrjun
sjöunda áratugarins og fram yfir 1980
var meðalaldur mæðra undir 22 árum
en eftir miðjan níunda áratuginn hefur
meðalaldur hækkað í 26 ár. Algengasti
barneignaraldurinn er á bilinu 25 til
29 ára og næstalgengast er að mæður
eignist börn á aldrinum 30-34 ára.
http://data.is/ZTufsQ
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0 1900 1950 2000
1900 1950 2000 ■ Innan 20 ára ■ 20-24 ára ■ 25-29 ára
■ 30-34 ára ■ 35-39 ára ■ 40-44 ára
■ 45-49 ára ■ 50 ára og eldri
■ Alls lifandi fædd börn
■ Börn mæðra í hjónabandi
■ Börn mæðra utan hjónabands
Snjóhengjuvandinn
mesti áhættuþátturinn
Seðlabankinn gaf á þriðjudag út reglulegt rit sitt um fjármála-
stöðugleika. Snjóhengjuvandinn er mjög fyrirferðarmikill í ritinu.
SÖLVHÓLI Í GÆR Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála stöðugleikasviðs
Seðlabankans, kynnti nýju skýrsluna í Seðlabankanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fram kemur í skýrslu Seðlabankans að viðnámsþróttur innlendra fjármála-
fyrirtækja hafi aukist á síðastliðnu ári. Þannig hafi eiginfjárhlutföll viðskipta-
bankanna hækkað úr 22% í um 25% á árinu 2012 á sama tíma og vanskil fóru
minnkandi. Þá er lausafjárstaða bankanna til skamms tíma sterk, auk þess sem
gjaldeyrismisvægi dróst saman á árinu 2012, sem hafði í för með sér að í fyrsta
sinn frá bankahruninu starfa allir viðskiptabankarnir án undanþágu frá reglum
um gjaldeyrisjöfnuð. Aftur á móti er staða Íbúðalánasjóðs metin veik í skýrslunni
og hætta sögð á því að ríkissjóður verði fyrir enn frekara tapi vegna sjóðsins. En
frá árinu 2008 er tap sjóðsins um 52 milljarðar króna og hefur ríkissjóður því
þurft að leggja honum til um 46 milljarða.
STERKARI BANKAR EN ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR VEIKUR
Heimild: Hagstofa Íslands
Kröfuhafar samþykktu tillögu um endurskipulagningu Skipta:
Lífeyrissjóðirnir eignast Skipti
Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
Ilmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
Brakandi fersk salöt og ávexti.
Við komum til móts við ykkar óskir
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
www.kryddogkaviar.is
Save the Children á Íslandi