Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 58

Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 58
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 30% kynningarafsláttur ht.is REYKJANESBÆR • SELFOSS • HÚSAVÍK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK TÓNLIST ★★★ Hljómeyki flutti tónlist eftir Ligeti og Jón Nordal Stjórnandi: Marta Guðrún Halldórs- dóttir HANNESARHOLT 29. APRÍL Í kvikmyndinni The Great Dictator leikur Charlie Chaplin Hitler. Hann heldur ræðu sem kallar á tryllt fagnaðarlæti. Þegar hann vill halda áfram bandar hann út hendinni og þá dettur allt í dúnalogn. Það gerist svo snögg- lega að það er drepfyndið. Mér datt þetta í hug á tón leikum kórsins Hljómeykis í nýjum tón- leikasal sem ber heitið Hljóð- berg. Hann er í Hannesarholti við Grundarstíg 10. Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra þjóðar- innar. Salur inn var vígður fyrir nokkrum dögum, en tónleikar Hljóm eykis voru þeir fyrstu sem ég sæki þangað. Þetta er sjarmerandi salur, sem tekur um sjötíu manns, líflegur og bjartur. Hljómburðurinn á tónleikunum var þó býsna dauflegur. Meira að segja sterkir hljómar hurfu á örskotsstundu þegar kórinn lok- aði munninum. Rétt eins og í The Great Dictator. Það var bókstaf- lega engin endurómun. Nú er ég ekki að segja að Hljóð- berg sé ómögulegur salur. Til að meta hann almennilega þarf maður að fara á fleiri tónleika með mismunandi tónlist. Það getur til dæmis verið að píanó- leikur hljómi þar ágætlega. En lítill kór þarf meiri hljóm og glans. Kórinn söng a cappella eins og það er kallað, án undirleiks. Á efnisskránni voru verk eftir Jón Nordal og ungverskar þjóðlaga- útsetningar eftir Ligeti. Einnig var flutt lagið Einsemd við ljóð eftir Sándor Weöres eftir síðar- nefnda tónskáldið. Þjóðlagaútsetningarnar voru hér í íslenskri þýðingu Gunnsteins Ólafssonar, og þar hefur greini- lega verið vandað til verka. Engu að síður spurði ég sjálfan mig af hverju kórinn söng ekki bara á ungversku. Í söng er tungumálið hluti af tónlistinni; lag á íslensku hljómar allt öðruvísi ef það er sungið á ungversku. Hljóðfall og hljómblær þessara tungumála er svo ólíkur. Þrátt fyrir prýðilegan söng glataðist einhver sjarmi við að syngja á íslensku. Kórinn var þó vel samstilltur, bæði í Ligeti og í þremur þjóðlaga- útsetningum, Kveðið í bjargi og Vori eftir Jón Nordal. Söngurinn var kraftmikill og lit ríkur, fín- leg blæbrigði voru fallega mótuð, túlkunin ávallt sannfærandi. Ein- söngur Hildigunnar Rúnarsdóttir í aukalaginu eftir Jón Nordal kom vel út. Auðvitað heyrði maður ein- hverja hnökra; mest áberandi voru dálítið óhreinir tenórar snemma á tónleikunum. Einstaka innkomur voru líka ekki alveg nákvæmar. En í stærri sal hefði maður ekki tekið eftir svoleiðis. Í litlum hljómburðinum heyrðust hnökrarnir hins vegar of vel. Það var hálfóþægilegt. Það verður spennandi að heyra eitthvað allt annað næst í Hannesar holti. Þetta er vissulega heillandi hús og tónleikasalurinn er flottur útlits. Synd ef hann verður ekki notaður. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Hljómeyki söng fallega, en hljómburðurinn í nýjum tónleikasal í Hannesarholti hentaði kórnum illa. Nýr tónleikasalur HLJÓMEYKI Hljóðberg hentar ekki kór að mati gagnrýnanda. Þráinn Karlsson (74), Aðalsteinn Bergdal (64) og Gestur Einar (63) hafa í vetur túrað á hljómsveitar- rútu milli bæja á Norðurlandi og sýnt sýninguna Ég var einu sinni frægur í öðru hverju samkomuhúsi á svæðinu. Um helgina verða þeir í Þjóðleikhúskjallaranum og sýna þar annað kvöld og á laugardags- kvöldið. „Þetta er verk um gamla geð- illa leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir. Þeir hittast í ferð eldri borgara á Kanarí og Gestur Einar heldur því fram að hann sé fararstjóri, Alli Bergdal segist vera þarna til að skemmta gamla fólkinu en Þráinn er einfaldlega einn af gamlingjunum,“ segir leikstjórinn Jón Gunnar Th. Sýningin Ég var einu sinni frægur var frumsýnd í nóvember á síðasta ári í Ketilhúsinu á Akur- eyri. Ætlunin var að sýna nokkrar sýningar og gera upp leik ferilinn. Nú eru sýningarnar orðnar þrjá- tíu talsins og leikararnir hafa komið við á Þórshöfn, Vopnafirði, Raufarhöfn, Breiðumýri, Hrís- ey, Blönduósi, Hólmavík, Skaga- strönd og Varmahlíð. Fyrir hverja leikferð fara tveir leikaranna í athugun upp á spítala til að athuga með stöðuna á blóðþykktinni áður en haldið er af stað. - fsb Gamlir geðstirðir leikarar að norðan Leiksýningin Ég var einu sinni frægur hefur verið sýnd 30 sinnum á Norðurlandi. Sýningin verður í Þjóðleikhúskjallaranum um helgina. EINU SINNI FRÆGIR Aðalsteinn, Þráinn og Gestur Einar leika sjálfa sig í sýningunni sem tengist leikferli þeirra. MYND/HEIÐA.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.