Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 60

Fréttablaðið - 02.05.2013, Page 60
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 Vinsælasti bíll heims á enn betra verði FORD FOCUS TREND EDITION Ford Focus, söluhæsti bíll í heimi árið 2012, er nú fáanlegur í nýrri útfærslu. 16“ álfelgur eru undir bílnum og sérstakt Trend Edition áklæði á sætum. Loftkæling, öflug aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og blátannarbúnaður eru einnig til staðar. Til viðbótar hefur verið hugað að fjölmörgum praktískum atriðum, svo sem sjálfvirkri dimmingu á baksýnisspegli og sniðugri hurðavörn. Komdu í Brimborg í dag og kynntu þér vinsælasta bíl heims árið 2012. FORD FOCUS TREND EDITION 5 DYRA FRÁ 3.390.000 KR. FORD FOCUS TREND EDITION STATION FRÁ 3.540.000 KR. FRÁ FORD FOCUS TREND EDITION 27.447KR./MÁN Ford Focus Trend Edition 5 dyra, 1,0 EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Miðað er við grænan óverðtryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 1.750.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,60%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. ford.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2013 Námskeið 20.00 Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður og Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingur fjalla um helstu aðferðir og vandamál sem upp geta komið við ræktun lauk- og hnýðis- plantna upp af fræi, en í Grasagarðinum í Laugardal hefur náðst góður árangur í slíkri ræktun. Tónlist 22.00 Sara Blandon, Eðvarð Lárusson og Magnús Einarsson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Fyrirlestrar 12.00 Maria de Fátima Marinho, prófessor í portúgölskum bókmenntum Háskólans í Portó í Portúgal og Isabel Pires de Lima, prófessor við sama háskóla, halda fyrirlestra um portú- galskar samtímabókmenntir í fyrirlestrasal 132 í Öskju. Myndlist 10.00 Sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur Andlit Esju opnar í SÍM salnum, sal Sambands íslenskra myndlistarmanna. Sýningin stendur út maímánuð. 12.15 Í tengslum við sýninguna Flæði hefur Listasafn Reykjavíkur kallað eftir aðstoð frá hópi fólks að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni. Á Kjarvalsstöðum í dag segir Toshiki Toma, prestur innflytjenda, frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins. 17.00 Sjónvarpsserían Vinkonur eftir Dagrúnu Aðalsteins- dóttur verður sýnd í síðasta sinn á Listasafni Reykjavíkur (Tryggvagötu 17) kl. 17.00 og 18.00 með íslenskum texta, 17.30 og 18.30 með enskum texta. 17.00 Sýningin Teiknað opnuð í dag í Norræna húsinu. Á henni sýnir hópur tólf listamanna frá Svíþjóð teikningar. Sýningin stendur til 26. maí. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Hugmyndin var að ég væri að gera það sem mér þykir skemmtilegt, að keyra bíl. Og Davíð það sem honum þykir skemmti- legt, að spila,“ segir Ilmur Stefáns dóttir myndlistarkona, en hún og Davíð Þór Jónsson píanóleikari leiða saman hesta sína á Listahátíð í Reykjavík með tón- leikum sem haldnir verða í gömlum strætisvagni, eða flygilrútu eins og ökutækið er nefnt í dagskrá Listahátíðar. Hugmyndin á bak við þessa óvenjulegu tónleika er gömul, segir Ilmur. „Þetta er í rauninni framhald af þeim verkefnum mínum sem hafa snúist um að stökkbreyta hlut- um í hljóðfæri, hárþurrku í blokkflautu, strauborði í selló og svo framvegis. Ég fékk svo þessa hugmynd fyrir löngu að leyfa Volkswagen-bjöllu og flygli að renna saman í einn hlut. Það hins vegar gekk ekki upp, bjall- an var of lítil. Við Davíð Þór fórum svo að leggja drög að því að finna rútu og setja í hana flyg- il og bjóða upp á tónleika þar sem hann spilaði en ég keyrði,“ segir Ilmur, sem segir þau Davíð hafa verið stað- ráðin í því síðasta sumar að láta verða af verkefninu. Það hafi hins vegar reynst þrautin þyngri að finna farartækið. „Það tók mig hálft ár að finna ökutæki. Ég var alltaf að tala um að mig vantaði rútu og loks bar það árangur þegar Jón Atli Jónasson sagði mér frá gömlum strætisvagni sem væri í einkaeigu í Mosfellsbæ og hefði meðal annars verið notaður til að keyra gesti á Airwaves um í kynningarferð um íslenska tónlistarsögu. „Ég hringdi í eigandann og ætlaði upphaf- lega að athuga hvort hann væri til í að lána mér það sem reyndist vera gam- all strætisvagn. Hann var ekki til í það en var til í að selja mér vagninn á svo hagstæðu verði að ég sló til. Og átti þá allt í einu strætó. Þá vantaði mig bara meirapróf þannig að ég dreif mig í Nýja öku- skólann og tók það.“ Ilmur segir strætóinn svo flottan að lítið þurfi að gera við hann. „Það verður samt svona barokk-rókókó- þema og þess vegna ætlum við að vera með kristalsljósakrónu og rauðan dregil í vagn- inum. Ég hlakka mest til þess að heyra hvað Davíð Þór mun spila í beygjunum,“ segir Ilmur og hlær. „Við tókum prufutúr um dag- inn, buðum fjölskyldunni í ísbíltúr og það var mjög skemmtilegt. Þá spilaði Davíð Þór reyndar bara á banjó, því flygillinn var ekki kominn inn í vagninn.“ Ilmur segir dásamlegt að eiga strætó. „Þetta er búið að vera geðveikt vesen og ótrúlega skemmtilegt. Ég hef ekki talað um annað en kælivökva og smurolíu undanfarið. Fjölskyldan er kannski frekar hissa, Valur [Freyr Einarsson, eiginmaður Ilmar] veit eiginlega ekki hvaðan á hann stendur veðr- ið,“ segir Ilmur að lokum. Haldnir verða þrennir tónleikar í rútunni, 19. maí, 26. maí og 31. maí. sigridur@frettabladid.is Keypti sér strætó Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona tók meiraprófi ð á dögunum eft ir að hafa keypt sér strætisvagn. Ástæðan er fyrirhuguð uppákoma hennar og Davíðs Þórs Jónssonar á Listahátíð í Reykjavík þar sem gestir hlusta á Davíð Þór leika á fl ygil í strætó sem Ilmur stýrir. Skemmtilegt vesen segir Ilmur. Í BLÓMA Hundaskógarlilja í Grasagarðinum. ÓVENJULEGUR ÍSBÍLTÚR Ilmur og Davíð Þór prufukeyrðu strætóinn á dögunum með fjölskylduna í bílnum. MYNDIR/JÓN PÁLL EYJÓLFSSON ➜ Efnisskráin á tónleikunum í flygil- rútu Ilmar og Davíðs Þórs er allt frá klassískri píanótónlist til sígunasöngls.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.