Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 02.05.2013, Qupperneq 66
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 ? Ég er frekar með hugleiðingu heldur en beint spurningu. Um daginn var ég að versla í mat- vöruverslun og mig vantaði dömu- bindi, mín tegund var ekki til svo ég fór að velta fyrir mér úrvalinu og tók eftir að í boði eru dömu- bindi með lykt. Ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð við erum að senda stúlkum um líkamann og blæðingar þegar það er farið að setja blómalykt í bindi. Kannski er ég orðin gömul en þetta þykir mér ekki eðlilegt og myndi gjarn- an vilja fá meiri umræðu og gagn- rýni á þessi mál. ● ● ● SVAR Þegar Svört G-strengs dömubindi með blómalykt, ávaxtalyktarsprey fyrir útferð og litur í þremur blæbrigðum af bleikum fyrir barmana. Það er hreint ótrúlegt hvers lags snyrti- vörur eru framleiddar fyrir pík- una og allt frekar útlitsmiðað eða ætlað að koma í veg fyrir óþæg- indi sem hún veldur öðrum. Þetta er ákveðinn liður í þeirri trú að konan sé oft „gölluð“ og þurfi á einhvern hátt að fela gallana eða reyna að bæta upp fyrir þá. Píkan er alveg nógu mikil pæja með sína eigin fylgihluti og þarf ekki snillinga úti í bæ til að skvísa sig upp. Það má svo ekki gleyma því að snyrtivörubransinn er ansi stór og vinnur að því að búa til nýja „þörf“ og vörur sem mæta þessari þörf. Það er því mjög mikilvægt að vera gagnrýninn á snyrtivörur og geta lesið sér til um hvort óæskileg efni séu í þeim og hvað sé í lagi. Þá er frekar sorglegt að konur sem glíma við lyktarsterka útferð eiga það til að skrúbba píkuna með lyktarsterkri sápu og smúla svo, eins og mörgum ungum stúlkum er kennt að gera. Slík hreinsun getur einmitt raskað náttúrulegri sýkla- flóru píkunnar og búið til vanda- mál sem leiðir af sér illa lyktandi útferð. Píkuna þarf bara rétt að skola með hreinu vatni. Þá á hvorki að vera blómalykt né ávaxtabragð af píkunni. Ef þú trúir mér ekki prófaðu þá að sprauta ilmvatni upp í þig, það er frekar ólystugt og allt annað en kynæsandi. Sama væri upp á teningnum með typpa- ilmefni, ef slíkt væri framleitt. Það er eðlilegt að það sé lykt af kyn- færum og tíðablóði en ef þér þykir lyktin óvenju sterk eða að henni fylgir öðruvísi útferð getur verið gott að kíkja til læknis. Svarið er því læknir en ekki ilmsprey. Eins myndi ég mæla með dömubindi sem er úr óbleiktri bómull (og fæst í næstu matvöruverslun) sem er alveg lyktarlaust enda finnst mér tíðablóð og blómaangan vera ansi ógirnileg blanda. KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Píkan þarf ekki að láta „skvísa“ sig upp ANGAN Tíðablóð og blómaangan er ógirnileg blanda að mati Siggu Daggar. NORDICPHOTOS/GETTY Geiturnar þrjár ehf. er nýtt sprota- fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Að fyrirtækinu standa Berglind Sig- marsdóttir, Ragnheiður Sveinþórs- dóttir og Heather Philip. Saman ætla þær að þróa ís, jógúrt og osta til framleiðslu úr geitamjólk. Berglind gaf út bókina Heilsu- réttir fjölskyldunnar í fyrra og vinnur nú að framhaldi hennar. Þar mun hún skoða hvernig mataræði hefur áhrif á hegðun barna. Hug- myndin að fyrirtækinu kviknaði í vinnslu bókarinnar. „Ég ræddi við konu sem á dóttur með mjólkur- óþol og hún sagði mér frá áhrif- um þess að skipta kúamjólkinni út fyrir geitamjólk,“ segir Berglind og vísar til Heather Philip, eins stofnenda Geitanna þriggja, sem hefur flutt inn geitamjólkurduft í talsverðan tíma fyrir dóttur sína. „Duftið er einfaldlega þurrkuð Geiturnar þrjár búa til jógúrt, ís og osta Geitamjólk getur hentar mörgum þeim sem hafa mjólkuróþol eða -ofnæmi. Geiturnar þrjár ehf. þróa nú vörur úr geitamjólkurduft i til sölu hér á landi. ÞRÓA VÖRUR ÚR GEITAMJÓLK Heather Philip og Berglind Sigmars dóttir stofnuðu fyrirtækið Geiturnar þrjár ásamt Ragnheiði Sveinþórs- dóttur og þróa afurðir geitamjólkur. Geitur eru taldar vera elstu tömdu húsdýrin og menn hafa neytt geitamjólkur og afurðum hennar í meira en tíu þúsund ár. Margir ræktendur fjarlægja geithafurinn úr hjörðinni sökum slæmrar lyktar sem getur smitast í mjólkina. Kvenkyns geiturnar lykta aftur á móti ekki. Geitamjólk drukkin í mörg þúsund ár geitamjólk. Engu er bætt í hana né tekið úr. Við ætlum að pakka duft- inu í neytendapakkningar og þróa jógúrt, ís og osta til framleiðslu.“ Vörur framleiddar úr geitamjólk geta hentað mörgum þeim sem hafa mjólkuróþol eða -ofnæmi. Berglind segir að með fram- leiðslunni vilji þær fyrst og fremst gefa fólki val. „Flestir í heiminum drekka geitamjólk, um það bil 65 prósent íbúa heimsins. Kúa mjólkin er í raun bara meira áberandi á Vesturlöndunum.“ Geitaræktun á Íslandi er nokkur en ekki nógu mikil til að mjólkurframleiðsla standi undir sér. „Það væri gaman að skoða það síðar en sem stendur kaupum við duftið að utan. Duftið er vottað með stimpli sem kallast QualiGoat og staðfestir að velferð dýranna sé höfð að sjónarmiði sem og gæði framleiðslunnar.“ halla@frettabladid.is Stærst i skemmt istaður í heimi! Ofurhraði ofureinfalt ofurgott verð! Verð 1.690 kr. á mánuði í 12 mánuði í gegnum Borgun auk 325 kr. greiðsludreifingargjalds. Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB. Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter 4G box 1.690 kr. /mán. í 12 mán. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 2.190 kr. /mán. í 12 mán. Netþjónusta fyrir heimili og vinnustaði. Þú stingur bara í samband! Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.! 4G netþjónusta 15 GB 3.990 kr. 50 GB 4.990 kr. 100 GB 5.990 kr. 3 X meiri hraði en ADSL!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.