Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 68

Fréttablaðið - 02.05.2013, Síða 68
2. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 Fatnaðurinn kann að vera í aðalhlutverki á tískuvikunum en mikil vinna fer einnig í hár- greiðslur og förðun fyrirsætanna. Í vor og sumar virðist helst tvennt vera í tísku þegar kemur að hárinu; úfi ð hár eða vel greitt. Þegar kemur að sumarförðuninni er gott að hafa í huga orðtakið „minna er meira“. Kinnarnar skulu vera frísklegar og varirnar náttúrulegar að lit. Úfi ð hár og frísklegar kinnar ÚFIÐ HÁR Í TÍSKU Úfið hár verður í tísku í sumar. Lítið þarf að hafa fyrir slíkri hárgreiðslu. PAUL & JOE BALENCIAGA Ú FI Ð H Á R V EL G R EI T T H Á R JIL SANDER ALEXANDER WANG Leikkonan Winona Ryder fer með hlutverk eiginkonu mafíuforingans Richard Kuklinski í spennumynd- inni The Iceman. Leikkon- an hefur leikið í fimm kvik- myndum frá endurkomu hennar í Black Swan árið 2011. Hún þakkar hlutverki sínu í Beetlejuice fyrir leiklistaráhugann, en 25 ár eru síðan hún lék í þeirri kvikmynd. „Það er skrítið að það sé svo langt liðið því mér finnst ég enn svo náin myndinni. Ég fékk tölvu- póst frá Tim [Burton] fyrir stuttu. Ég held að það ríki nokkurs konar nostalgía í kringum þetta tímabil. Mér líður eins og persónunni Lydiu, hefði ég ekki tekið það hlutverk að mér hefði ég líklega ekki endað sem leik- kona,“ sagði Ryder í viðtali við Huffington Post. 25 ár frá Beetlejuice VINNUSÖM Winona Ryder segist þakka hlutverkinu í Beetlejuice fyrir leiklistar- áhuga sinn. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.