Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 6
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VÍSINDI Ný rannsókn sýnir að
neysla verkjalyfsins Íbúfens eykur
hættuna á hjartavandamálum og
hjartaáföllum verulega. Íbúfen er
eitt mest notaða verkjalyfið í dag,
eftir því sem fram kemur á vefn-
um MX.dk þar sem fjallað er um
rannsóknina. 350 þúsund einstak-
lingar voru kannaðir í rannsókn-
inni en það var
Gunnar Gísla-
son, íslenskur
sérfræðingur í
hjartalækning-
um við Gentofte-
spítalann í Dan-
mörku, sem stóð
að henni. Hann
telur mikilvægt
að lyf sem inni-
halda íbúprófen
verði lyfseðilsskyld. „Við höfum séð
í eldri rannsóknum að næstum því
60% allra Dana nota Íbúfen og það
er sláandi,“ segir Gunnar í samtali
við MX.dk.
Rannsóknin sýnir að þrír af
hverjum 1.000 sjúklingum, sem
eiga á hættu að fá hjartasjúkdóma,
fá hjartaáfall eftir að hafa notað
Íbúfen að staðaldri í eitt ár. Í einu
af hverjum þremur tilfellum lætur
viðkomandi lífið. „Menn nota Íbú-
fen við alls kyns verkjum en oft
geta önnur lyf sem ekki hafa sömu
aukaverkanir gert sama gagn og
Íbúfen,“ segir Gunnar.
Fréttablaðið náði ekki tali af
Gunnari Gíslasyni í gær en Guð-
mundur Þorgeirsson, hjartalæknir
og prófessor við Háskóla Íslands,
þekkir til rannsókna hans. Guð-
mundur tekur undir varnaðarorð
Gunnars í samtali við Fréttablaðið.
„Við höfum lengi vitað að þessi lyf
hækka blóðþrýsting. Þau geta haft
skaðleg áhrif á nýrnastarfsemi en
þetta er svona viðbót í sarpinn, að
þau geti valdið hjartaáföllum. Þess
vegna er vaxandi varkárni í að nota
þessi lyf. Það bara vill svo til að
þau eru stundum mjög dýrmæt til
þess að gigtarsjúklingar geti lifað
af nóttina, eða svo að segja, vegna
verkja,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir að sjaldnast
noti fólk Íbúfen án ástæðu eða án
þess að leiða hugann að aukaverk-
unum. Engu að síður sé hægt að
draga enn frekar úr notkun lyfsins.
„Það er ástæða til þess að benda á
þessa áhættu,“ segir Guðmundur.
Þetta sé sérstaklega mikilvægt ef
fólk hefur hjartasjúkdóma eða er í
sérstakri hættu á að fá slíka sjúk-
dóma.“
Gunnar Gíslason varar við því
að Íbúfen sé ofnotað og vill að það
verði gert lyfseðilskylt. Í Dan-
mörku getur fólk nálgast það án lyf-
seðils í stórmörkuðum eða apótek-
um. Hér á Íslandi getur fólk keypt
það án lyfseðils í næsta apóteki.
„Íbúfen er ofnotað og ég tel að það
eigi ekki að vera hægt að kaupa það
í lausasölu,“ segir Gunnar í sam-
tali við vefinn MX.dk. Guðmundur
segir fulla ástæðu vera til þess að
íhuga það að gera Íbúfen lyfsseðil-
skylt hér heima. Ábendingarnar um
skaðsemina séu orðnar það alvar-
legar. jonhakon@365.is
1. Hver hefur fest kaup á húsi Sögu-
félagsins í Fischersundi?
2. Hvað heitir rússneski ofurhuginn
sem stökk af norðurhlíð Everest-fjalls?
3. Með hvaða körfuboltaliði leikur Jón
Arnór Stefánsson?
SVÖR
1. Jón Þór Birgisson; Jónsi í Sigur Rós. 2.
Valery Rozov. 3. CAI Zaragoza.
Gleraugnaverslunin þín
Sumartilboð
á sólgleraugum
Tilboðið gildir til 31. júlí 2013
Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum
MJÓDDIN
Álfabakka 14
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Fjarðargötu 13-15
Sími 555 4789
SELFOSS
Austurvegi 4
Sími 482 3949
Sérfræðingur varar
við notkun Íbúfens
Sérfræðingur í hjartalækningum segir nýja rannsókn sýna að verkjalyfið Íbúfen
auki líkurnar á hjartasjúkdómum. Lyfið er eitt hið vinsælasta sinnar tegundar á
markaðnum. Hann vill að það verði lyfseðilsskylt.
ÍBÚFEN Sérfræðingur vill að það verði lyfseðilsskylt
GUÐMUNDUR
ÞORGEIRSSON Íbúfen er ofnotað og
ég tel að það eigi ekki að
vera hægt að kaupa það í
lausasölu
Gunnar Gíslason
sérfræðingur í hjartalækningum
JAFNRÉTTISMÁL Karlar sem starfa
innan fjármálafyrirtækja fá að
meðaltali 712.000 krónur í mán-
aðarlaun, en konur um 517.000
krónur. Kynbundinn launamun-
ur er enn þá til staðar og fer ekki
minnkandi, ef marka má skoð-
anakönnun sem Capacent Gallup
gerði fyrir Samtök starfsmanna
fjármálafyrirtækja. Í könnuninni,
sem kom út í febrúar á þessu ári,
kemur fram að konur fá 25 pró-
sentum lægri heildarlaun en karl-
ar. Þegar tekið er tillit til þátta
eins og aldurs, menntunar, starfs-
aldurs og starfsstéttar er kyn-
bundinn launamunur enn þá um
12,1 prósent. Að jafnaði fá konur
um það bil 195.000 krónum minna
í heildarlaun en karlmenn. Þann-
ig hefur lítil sem engin breyting
orðið á frá því síðasta könnun var
gerð, í október árið 2010. Könnunin
náði einnig utan um viðhorf starfs-
manna til jafnréttis innan vinnu-
staðanna. Tæp 80 prósent karla
telja jafnrétti vera fyrir hendi á
vinnustöðum sínum, en rétt rúm-
lega 60 prósent kvenna eru sömu
skoðunar. Þá töldu 25,5 prósent
svarenda að karlar hefðu meiri
möguleika til starfsframa innan
vinnustaða sinna, en tæp 7 prósent
töldu konur eiga meiri möguleika
til þess að klífa metorðastigann.
- ósk
Ekkert gerst til að jafna launamun kynjanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi:
Konur fá talsvert minna greitt
PAKISTAN, AP Talibanahreyfingin í Pakistan aflýsti í
gær friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi eftir
að næstráðandi í þeirra hópi var ráðinn af dögum í
sprengjuárás Bandaríkjamanna.
Waliur Rehman stýrði aðgerðum talibana í
landamærahéraðinu Waziristan, en hann féll í árás
ómannaðrar sprengjuvélar í fyrradag, en hann var
eftirlýstur fyrir að hafa staðið fyrir árás þar sem
sjö starfsmenn leyniþjónustunnar CIA voru ráðnir
af dögum árið 2009.
Talibanar, sem hafa það að markmiði að steypa
stjórnvöldum í Pakistan fyrir fylgispekt við Banda-
ríkin, höfðu fyrr á árinu viðrað möguleika á frið-
arsamningum. Talsmaður þeirra sagði hins vegar
í gær að þeir teldu árásir Bandaríkjamanna vera
gerðar með samþykki pakistanskra stjórnvalda og
því hefðu þeir slitið friðarferlinu.
Talibanar í Pakistan hafa síðustu ár staðið bak við
fjölda mannskæðra árása, en eru taldir standa höll-
um fæti um þessar mundir.
Árásir Bandaríkjamanna með ómönnuðum flaug-
um hafa verið afar umdeildar undanfarið og lofaði
Barack Obama forseti á dögunum að meira gegnsæi
yrði viðhaft varðandi notkun þeirra. - þj
Talibanar í Pakistan æfir eftir að næstráðandi í þeirra röðum var felldur:
Bakka út úr friðarviðræðum
REIÐI Á GÖTUM ÚTI Hörð mótmæli brutust út í Pakistan
í gær vegna sprengjuárása Bandaríkjamanna á vígamenn
tali bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
í gær átján mánaða fangelsis-
dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir
Steinari Aubertssyni. Hann er
dæmdur fyrir að skipuleggja inn-
flutning á rúmlega hálfu kílói af
kókaíni frá Danmörku til Íslands.
Steinar var um tíma eftirlýstur
af Interpol vegna málsins. Tveir
aðrir voru dæmdir í málinu.
Giovanna Soffía Gabríella Spanó
var dæmd í 26 mánaða fangelsi
og Magnús Björn Halldórsson í
24 mánaða fangelsi. - hó
Hæstiréttur staðfestir dóm:
Steinar fékk 18
mánaða dóm
munur er á
launum
kynja innan fj ármála fyrir-
tækja. Konur fá lægri laun.
25%
VEISTU SVARIÐ?