Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 31.05.2013, Síða 8
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 mini Ny r og skemm tilegu r va lkostu r *Pantanir þurfa að berast fyrir 15:00 daginn áður Nú bjóðum við okkar frábæru pítur sem smárétti fyrir öll stór og smá tilefni. Mini píturnar eru afgreiddar á hentugum bökkum í þremur útfærslum* Klassík: Buff, kjúklingabringa, grænmeti, lamb og beikon Exótík: Sjávarréttir, lax, kalkún-beikon og kebab Mix: Roastbeef, buff, skinka og kjúklingalundir Skipholti 50 C Pöntunarsími: 562 9090 www.pitan.is 3.295.- 12 mini pítur klassí k mix exótí k MIÐBORGIN Þetta er í fyrsta skipti sem aðalskipulag er unnið í sátt allra flokka. Meðal þess sem kveðið verður á um er að ekki skuli rísa háhýsi í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKIPULAGSMÁL Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður sam- þykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku. Einhugur er um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipu- lagsvinnunni. Nýja aðalskipulagið er það fyrsta í sögu Reykjavíkurborgar sem er unnið í sátt allra flokka. „Á vinnslutímanum hafa verið mjög margir meirihlutar eins og fólk veit, margir borgarstjórar og margir formenn skipulagsráðs, svo það hafa mjög margir komið að þessu,“ segir Dagur. „Alltaf hefur þetta haldið sjó og kúrsinn verið sá sami. Þetta aðalskipulag hefur að miklu leyti verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins, það var byrjað á þessu árið 2006. Allir flokkar hafa komið að þessu og þrír flokkar hafa stýrt þessu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. „Þegar Hanna Birna Krist- jánsdóttir hætti að stýra þessu og Svandís Svavarsdóttir tók við varð engin stefnubreyting, það er auðvi- tað mjög athyglisvert.“ Bæði Gísli Marteinn og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, kynntu málið á fundi með almenningi í gær. Gísli Marteinn og Dagur eru sammála um að með þessari aðferð hafi orðið til betra og vand- aðra skipulag. „Að minnsta kosti er þetta eins vandlega unnið og nokkuð aðal- skipulag hefur verið í Reykjavík og kannski ekkert vanþörf á. Það hefur ýmislegt farið öðruvísi en fólk ætlaði og hér er verið að reyna að læra af ýmsu sem fór úrskeið- is á árunum fyrir hrun. Þá sáum við gríðarlega mikil plön um upp- byggingu sem aldrei varð,“ segir Dagur. Nú sé hins vegar reynt að sníða stakk eftir vexti. „Eins og síðasta ríkisstjórn brenndi sig á með stjórnarskrár- breytingar er þannig með svona stór mál að það er farsælast að reyna að fá alla að borðinu og vinna í sátt, jafnvel þótt allir þurfi að gefa aðeins eftir,“ segir Gísli. Haldnir verða aukafundir í bæði umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði á mánudag til þess að hægt verði að láta borgarstjórn afgreiða málið á fundi sínum á þriðjudag. thorunn@frettabladid.is Aðalskipulag klárað í sátt í næstu viku Nýtt aðalskipulag fer fyrir borgarstjórn og í auglýsingu í næstu viku. Í fyrsta skipti sem allir flokkar kynna nýtt skipulag í sátt. Formaður borgarráðs segir ekki van- þörf á því að vinna skipulag vandlega og að reynt sé að læra af fyrri mistökum. Lögð er áhersla á það í nýja skipulaginu að þétta byggðina. Engin ný úthverfi eru á dagskránni og 90 prósent allra nýrra íbúða rísa innan nú- verandi borgarmarka. „Það er ekki bara mikilvægt skipulagsmál heldur líka umhverfismál og kjaramál, því samgöngukostnaður kemur næst á eftir húsnæðiskostnaði og töluvert á undan matarkostnaði hjá venjulegri fjöl- skyldu,“ segir Dagur. Gísli Marteinn leggur áherslu á samspil þéttingar byggðar og sam- gangna. „Við erum búin að láta gera fullt af rannsóknum sem sýna að í þéttari byggð ferðast fólk frekar gangandi, hjólandi eða í strætó og í þéttari byggð er meiri hverfisþjónusta þannig að hverfin eru sjálfbærari. Það eru meiri líkur á að þú hafir kaupmann á horninu og þjónustu og verslanir.“ Þétting byggðar er líka kjaramál DAGUR B. EGGERTSSON GÍSLI MARTEINN BALDURSSON 172 Reykvíkingar bjuggu á hverjum hektara árið 1940 28 Reykvíkingar bjuggu á hverjum hektara árið 2000 KÓPAVOGUR Guðríður Arnardótt- ir, fulltrúi Samfylkingar í fram- kvæmdaráði Kópavogs, gagnrýnir að útboð vegna endurbóta á hress- ingarhælinu í bænum sé ekki opið heldur sé efnt til lokaðs útboðs meðal sex valinna verktaka. „Mjög óskýrar forsendur eru fyrir því að leitað sé til þröngs hóps verktaka og ekki liggur fyrir hvaða aðilum verður boðið að taka þátt í verkinu,“ bókaði Guðríður. Gunnar I. Birgisson úr Sjálf- stæðisflokki og Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki bókuðu þá að verkið væri mjög sérhæft og því eðlilegt að það færi í lokað útboð. „Sé verkið sérhæft er ekkert því til fyrirstöðu að setja um það ramma í opnu útboði,“ taldi Guð- ríður hins vegar. Endurnýja á glugga, útihurðir og þak auk múrviðgerða og málunar utanhúss. Það var Kvenfélagið Hringurinn sem stóð fyrir bygg- ingu Hressingarhælisins sem var tekið í notkun árið 1926. Húsið er friðað. - gar Fyrirhugaðar endurbætur á friðuðu Hressingarhæli Kvenfélagsins Hringsins: Lokað útboð vegna sérhæfingar HRESSINGARHÆLIÐ Ýmsar endur- bætur standa fyrir dyrum á Hressingar- hælinu sem menntamálaráðherra frið- aði í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Save the Children á Íslandi ORKUMÁL Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, hefur brugðist við lækkandi álverði á heimsmarkaði og erfiðri fjárhagsstöðu með því að draga verulega úr framleiðslu sinni. Eins og kunnugt er af fréttum hefur matsfyrirtækið Moody‘s lækkað lánshæfiseinkunn Alcoa niður í ruslflokk Skuldir Alcoa nema 8,6 milljörðum dollara eða ríflega 1.000 milljörðum króna. Frekari lækkun á lánshæfisein- kunninni er talin ólíkleg. - hmp Brugðist við lækkandi verði: Alcoa dregur úr framleiðslu SVÍÞJÓÐ Meira en helmingur kennara í Svíþjóð hefur fengið hótanir frá foreldrum. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum sænska ríkisútvarpsins. Formaður sænska kennara- sambandsins, Bo Jansson, segir það algjörlega óásættanlegt að foreldrar skuli hóta kennurum ofbeldi og að þeir skuli jafnvel beita ofbeldi. Samkvæmt vinnustaðakönnun frá 2011 sögðu 16 prósent kenn- ara að þeim hefði verið hótað. - ibs Ný könnun í Svíþjóð: Yfir helmingi kennara hótað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.