Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 12

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 12
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 DÓMSMÁL Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær fundinn sekur um brot á hlutafélagalögum vegna hlutafjáraukningar í félaginu í desember 2008. Lýður og Bjarn- freður Ólafsson hæstaréttarlög- maður voru hins vegar sýknaðir af ákæru um að skýra vísvitandi rangt frá gjörningnum í tilkynn- ingu til Fyrirtækjaskrár. Refsiramminn í málum af þessu tagi er allt að tveggja ára fangelsi og saksóknari hafði krafist átján mánaða fangelsis. Dómarinn í málinu, Arngrímur Ísberg, taldi hins vegar tveggja milljóna króna sekt hæfilega refs- ingu. Málið snýst um hlutafjáraukn- ingu í Exista upp á fimmtíu millj- arða króna að nafnvirði, en fyrir þann hlut greiddi BBR ehf, félag í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans sem voru stærstu eigendur Exista, andvirði eins milljarðs króna í formi undirfélags BBR að nafni Kvakkur. Sagði saksóknari við aðalmeð- ferð málsins að eini tilgangurinn með þessari fléttu hefði verið að tryggja bræðrunum, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, áfram- haldandi yfirráð yfir félaginu, en Nýja Kaupþing hafði áður opin- berað áform um að taka félagið yfir. Dómurinn kemst að þeirri nið- urstöðu að Lýður hafi, sem stjórn- arformaður BBR, brotið vísvit- andi gegn ákvæðum hlutafjárlaga með því að greiða Exista minna en nafnverð fyrir hlutinn. Í seinni ákæruliðnum, var ekki talið sannað að Lýður hefði komið að fyrrnefndri tilkynningu. Bjarnfreður bar hins vegar fyrir dómi að þó að hann hefði haft efasemdir um að kaupin stæð- ust, hefði tilkynningin verið rétt þar sem stjórn Exista hefði sam- þykkt gjörninginn. Dómurinn tók undir það sjónarmið og voru þeir því báðir sýknaðir. Gestur Jónsson, verjandi Lýðs, vildi ekki tjá sig um dóminn, en svaraði því þó til að ekki hefði verið ákveðið hvort dómnum yrði áfrýjað. Þorsteinn Einars- son, verjandi Bjarnfreðs, fagn- ar hins vegar niðurstöðunni sem er afdráttalaus og skýr að hans mati. „Það var engin ástæða til að ákæra minn umbjóðanda. Hann sætti rannsókn og var með stöðu grunaðs manns í þrjú ár að ástæðulausu. Ég hef áhyggjur af því að menn skuli fara með vald sitt eins og gert er í þessu máli.“ thorgils@frettabladid.is Exista-fléttan ➜ Eigendur Lýður og Ágúst Guðmundssynir Exista BBR ehf. Kvakkur ehf. 1 milljarður ➜ Stærstu eigendur Lýður og Ágúst Guðmundssynir 50 milljarða hlutabréfa-aukning Lýður sektaður fyrir 50 milljarða Exista-fléttu Lýður Guðmundsson var í gær sakfelldur í héraðsdómi fyrir þátt sinn í hlutafjáraukningu Exista. Hann og Bjarn- freður Ólafsson voru hins vegar sýknaðir af ákærum um vísvitandi blekkingar með tilkynningu um kaupin. Athygli vakti að í niðurstöðu héraðsdóms er Lýði gerður hegningarauki fyrir að hafa verið sektaður fyrir umferðarlagabrot árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að þarna hafi verið um að ræða hraðakstur. Helmingur málsvarnarkostnaðar Lýðs og allur málsvarnarkostnaður Bjarnfreðs fellur á ríkissjóð, um 8,5 milljónir króna samtals. Hegningarauki fyrir umferðarlagabrot Tilboð 28.900- Fullt verð 57.800- SKIPULAGSMÁL „Það er ekki tak- markalaust svigrúm til að birta teikningar,“ segir Þórður Sveins- son, lögfræðingur hjá Pers- ónuvernd, um birtingu Reykja- víkurborgar á um 130 þúsund uppdráttum af byggingum í borg- inni. „Þetta er sparnaður fyrir alla og stórt skref fram á við,“ segir Einar Þórðarson, verkefnastjóri nýja vefsins. Hingað til hafa afrit af teikningunum aðeins verið aðgengileg í afgreiðslu þjónustu- vers Reykjavíkurborgar. Undirbúningur að vefnum hefur staðið yfir í nokkur ár. Sum önnur sveitarfélög hafa þegar sett slíkar teikningar á stafrænt form, meðal annars Kópavogur og Hafnarfjörður. „Við höfum fundið fyrir mik- illi ánægju með vefinn. Fyrir- komulagið sparar til dæmis fast- eignasölum, arkitektum og fólki í íbúðaleit mikla vinnu,“ segir Einar. Þórður Sveinsson, sem er stað- gengill forstjóra Persónuvernd- ar, segir hins vegar að birting og afhending teikninganna kunni að vera í ósamræmi við upplýsinga- lög, til að mynda vegna örygg- issjónarmiða. „Það er ákvæði í upplýsingalögum sem leggur bann við birtingu upplýsinga sem geta verið viðkvæmar af ýmsum ástæðum,“ segir hann. Teikningasafnið nær til flestra bygginga í borginni, að undan- skildum sendiráðum erlendra ríkja og byggingum Alþingis af öryggisástæðum. Húseigendur geta óskað eftir því að teikningar af húsum þeirra séu fjarlægðar úr gagnagrunninum. -þþo Efast um vef með 130 þúsund húsateikningum: Lögin setja takmörk á birtingu teikninga REYKJAVÍK Teikningar húsanna í bænum eru nú aðgengilegar á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ JAFNRÉTTISMÁL Stjórnendur Facebook Inc. segja að þeim hafi ekki tekist sem skyldi að koma í veg fyrir það sem má flokka sem hatursfulla og fordómafulla umræðu og að auglýsendur sumir hverjir hafi dregið auglýsingar sínar til baka vegna þessa. Í til- kynningu á þriðjudag lýsa þeir þessu sem vandamáli og að þeim hafi ekki tekist að fjarlægja síður sem innihalda móðgandi efni eins og þeir ætluðu, svo sem síður sem innihalda kvenfyrirlitningu. Reuters greinir frá. Í síðustu viku birti hópur sem kallar sig Women, Action & the Media opið bréf á Facebook þar sem fyrirtækið var hvatt til að bregðast við síðum sem gera lítið úr konum og/eða hefja upp ofbeldi gegn þeim. Jafnframt var skorað á Facebook-notendur að tilkynna fyrirtækjum um það ef auglýsingar þeirra birtust nálægt slíkum síðum. - jbg Hatursfull umræða á netinu: Facebook í vandræðum FACEBOOK Stjórnendur Facebook Inc. segja að þeim hafi ekki tekist sem skyldi að koma í veg fyrir það sem má flokka sem hatursfulla og fordómafulla umræðu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.