Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 24

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 24
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | AVIÐTAL | 24 LAMAÐIST Í SLYSI P étur Kristján Guð-mundsson kvikmynda-gerðarmaður lamaðist fyrir neðan mitti fyrir rúmum tveimur árum síðan. Hann féll fram af kletti við borgina Innsbruck í Austurríki. Þrátt fyrir það legg- ur hann nú lokahönd á kvikmynd sem hann hefur unnið úr mynd- brotum frá íslenskri náttúru sem hann hefur tekið upp síðustu tvö árin. Auk þess hefur hann, þvert á spár lækna, lært að ganga á nýjan leik með aðstoð stoðtækni- nnar. Myndi ekki byrja á þessu í dag „Ég er búinn að keyra yfir fjöru- tíu þúsund kílómetra og taka upp í tvö ár. Núna er ég að klippa, sem er frekar seinlegt. Ég stefni samt að því að myndin verði til- búin í sumarlok. Þetta hefur verið mikil vinna og ég skil eiginlega ekki hvaðan ég fékk orkuna í að gera þetta þegar ég horfi til baka. Ég hef alltaf verið mjög „aktív- ur“ og var líklega enn þá í sama hugarástandi svona rétt eftir slysið þegar ég ákvað að ráðast í þetta,“ segir Pétur. Hann smíð- aði tæki til þess að einfalda sér myndatökuna á meðan hann var að mestu bundinn við hjólastól. Síðasta árið hefur hann þó að mestu staðið við myndatökuna. „Ég held að ég myndi ekki byrja á myndinni í dag vitandi hversu mikil vinna fór í þetta en ég er feginn og pínulítið hreykinn af sjálfum mér fyrir að hafa látið vaða,“ segir hann og bætir við, „og lært að labba aftur í leiðinni.“ Raunsær en mjög bjartsýnn Pétur vakti strax mikla athygli við heimkomuna frá Austurríki. Hann var æðrulaus og ákveðinn í að láta slysið ekki hafa áhrif á framtíðina. Í dag segist hann vera örlítið raunsærri, einfaldlega vegna þess að hann sé reynslu- meiri. Krafan er þrátt fyrir það enn þá sú sama, að ganga. „Ég er ekkert hættur við takmarkið mitt um að ganga óstuddur. En ég átta mig á því að það þarf meira til en ég hélt í fyrstu. Ég bjóst við að það að læra að labba á spelk- unum væri nóg til þess að búa til tengingar aftur. Ég get lært að labba aftur á spelkunum, en um leið og ég er farinn úr þeim þá get ég ekki labbað. Þetta er byrj- unarskrefið í að halda líkamanum í réttri stöðu þegar þetta loksins kemur.“ Hjólastólar viðhalda ástandinu Pétur þróar nú, í samstarfi við stoðtækjaframleiðandann Össur, spelku sem einfalda á mænu- sködduðum gang án þess að not- ast við hækjur. „Það er svo vit- laust að ef maður lendir í slysi árið 2013 þá sé það eina í stöð- unni að setjast bara niður. Fyrir mér er það bara ekki rökrétt í samhengi við alla þá tækni sem við búum við. Við erum að þróa frumgerð með hné með gervi- greind. Slíkt er ekki til núna og það er fáránlegt,“ segir Pétur og tekur fram að á meðan hann hjálpi sjálfum sér þá gæti farið svo að á endanum komi þraut- seigjan til með að hjálpa millj- ónum manna í sömu stöðu. Í dag notast Pétur mest við spelku sem er fimmtíu ára gömul hönnun. „Mörgum finnst of flókið að til- einka sér hana og ég virði það alveg. Það hefur samt gefið mér mjög mikið og aukinn kraft. Það er nefnilega mikil heilbrigðistil- finning sem fylgir því að standa upp og að geta staðið eitthvað alla daga. Það segir sig svolítið sjálft að með því að standa heldur þú líkamanum við efnið. Það er mjög óhollt til lengri tíma að sitja bara og gefast upp. Stóllinn gerir ekk- ert fyrir mig og ég sé hann ekki sem neina lausn. Stóllinn setur alla þróun á „pásu“ og ég vil ekki fresta batanum.“ Vill ekki aðlagast fötluninni Pétur bjó í Austurríki fyrir slys- ið. Hann var mjög virkur innan snjóbrettasenunnar fyrir slys- ið en segist þrátt fyrir það hafa litla löngun til þess að stunda sportið þar til hann getur staðið á snjóbrettinu óstuddur. „Það er til eitthvað sem heitir setuskíði (e. sit-ski) en ég hef ekki áhuga á að prófa það. Ég vil ekki fara á brettið nema standandi. Ég hef engan áhuga á að aðlaga mig þessum aðstæðum, hvorki í sport- inu né almennt. Það er glatað að vera kominn í þessa stöðu, ég vík ekkert frá því. Það er svo ótal margt sem mig langar að gera og einmitt þess vegna ætla ég að ná mér upp úr þessu,“ segir Pétur staðfastur. Erfið tímabil óumflýjanleg Þrátt fyrir ótrúlega bjartsýni og þrautseigju getur Pétur ekki allt- af verið léttur í lund. Það koma stundir þar sem hlutirnir eru ekki jafn auðveldir og hann vildi hafa þá og það segir Pétur að reyni óneitanlega á. Síðasta haust reyndist honum til að mynda afar erfitt andlega. Í fyrsta sinn eftir slysið fann hann fyrir alvarlegu vonleysi og skapið fór niður með því. „Það koma stundir þar sem hlutirnir eru erfiðari og ég verð þungur. Það helst stundum í hend- ur við verkina sem ég fæ, en þeir geta stundum orðið miklir. Það er svo mikið vonleysi sem fylgir því að finna mikið til og svo fyllist maður reiði yfir því að fæturnir virki ekki sem skyldi og að þurfa í ofanálag að finna fyrir miklum sársauka í þeim. Þá er erfitt að vera bjartsýnn og í góðu skapi. Síðasta haust varð líka mikil stöðnun og ég þoli ekki að stoppa. Það verður að vera framþróun.“ Sambúð slitið vegna erfiðleika Þegar Pétur lenti í slysinu var hann í sambúð með konu. Þau slitu samvistum síðasta haust þegar andleg líðan Péturs var í ólestri. Hann segir það engu sér- stöku um að kenna, aðeins því álagi sem slysið hafði í för með sér. „Ég þurfti að finna sjálfan mig algjörlega upp á nýtt og þá gat ég ekki gefið henni það sem mér fannst að hún ætti skilið. Til þess að geta verið til staðar fyrir einhvern þarftu að vera í lagi sjálfur. Ég þurfti að hafa mig allan við að komast upp úr þess- um doða og þannig flosnaði upp úr þessu. Við erum samt miklir vinir í dag og ég mun alltaf elska hana. Hún gekk með mér í gegn- um umbrotatíma og verður þar af leiðandi alltaf stór hluti af mínu lífi.“ Pétur fór í kjölfar vanlíðunar til Bretlands þar sem hann hitti fyrir dávald. Sá kenndi honum á mátt hugans. Pétur útskýrir að allur sársauki sé hugarástand. Þar af leiðir að hægt er að með- höndla hann með því að ná tökum á hugsunum sínum. „Um leið og ég fattaði það þá breytti það öllu. Ég gerði þetta fyrst til að geta slökkt á verkjunum en ég er að æfa mig í að taka þetta lengra. Ef ég get lagað mig að einhverju marki bara með því að hugsa um það, þá er það magnað. Engin lyf, ekkert kjaftæði.“ „Sorry vinur þetta er búið“ Pétur segir að þrátt fyrir erfið- leikana hafi hann verið ákveðinn í því að einangra sig ekki. „Það hefur ekkert upp á sig,“ útskýr- ir hann. Hann segir jafnframt að það hafi verið honum til happs að hafa ekki meðtekið almenni- lega þau skilaboð sem hann fékk frá læknum þegar hann vaknaði. „Það sem mér var sagt í byrjun var líka einhver algjör steypa. Þeir sögðu mér eiginlega að þetta væri bara búið, mænan hefði farið í sundur. Svolítið svona „sorry vinur“. Það eru í raun fáránleg vinnubrögð að segja svona við einstakling eftir áfall. Sem betur fer lét ég það ekki hafa áhrif á mig og ég hlustaði eigin- lega ekki á það.“ Pétur segist horfa á lömunina sem stórt verkefni sem þurfi að leysa. „Að vera lamaður að hluta er óásættanlegt ástand fyrir mig. Það er því ekki í boði að hugsa að þetta gangi ekki upp. Ég sem persóna finn mig ekki passa inn í hugarástandið sem fylgir því að búa við fötlun svo ég vona að þetta verði úr sögunni á komandi árum. Draumurinn er að vera alveg laus við hækjurnar. Að nota aðeins fæturna til að koma mér á milli staða. Ég þarf hend- urnar í annað. Þær eru til þess að skapa, ekki til að koma fólki á milli staða.“ Hefur tekið út mikinn þroska Þrátt fyrir að halda fast í fram- tíðarsýnina segir Pétur að hann reyni að taka bara einn dag fyrir í einu. Það hafi hann lært á þessu öllu saman. „Maður þrosk- ast mest á erfiðum tímum. And- lega hef ég því tekið minn þroska út mjög hratt. Ég er samt enn þá sami gaur og áður. Kannski aðeins vitrari og í öðruvísi aðstæðum. Mér finnst þetta oft leiðinlegt og ég er þekktur fyrir að dvelja ekki lengi við neitt sem mér þykir leiðinlegt,“ segir Pétur kíminn. Ef mér tekst þetta þá get ég allt Fyrir rúmum tveimur árum féll kvikmyndagerðar- maðurinn Pétur Kristján Guðmundsson fram af kletti í Austurríki. Hann lamaðist fyrir neðan mitti og læknar sögðu honum að hann myndi aldrei stíga í fæturna á ný. Í dag notar hann hjólastólinn aðeins heima við, en gengur með stuðningi þess utan. Hann leggur lokahönd á kvikmynd, auk þess sem hann vinnur að þróun nýs stoðtækis með Össuri. LEGGUR LOKAHÖND Á KVIKMYND Pétur hefur undanfarin tvö ár, allt frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti, tekið upp kvik- mynd í anda Barraka og Koyaanisqatsi í íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég er ekkert hættur við takmarkið mitt um að ganga óstuddur. En ég átta mig á því að það þarf meira til en ég hélt í fyrstu. María Lilja Þrastardóttir maria@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.