Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 29
FÖSTUDAGUR 31. maí 2013 | SKOÐUN | 29
„Í miðri Evrópu hafa menn
gert með sér samsæri,“
segir í ljóðinu „Samsæris-
mennirnir“ eftir argentíska
skáldið Jorge Luis Borges.
Samsærismennirnir eru af
öllu mögulegu tagi en hafa
sæst á eitt: „Þeir hafa tekið
þá furðulegu ákvörðun að
vera skynsamir.“
Menntun er furðulegt
samsæri um furðulega
ákvörðun, hún er sam-
komuleg fjölda fólks um að
ástunda skynsemi. Samfélagið setur
á fót skóla svo að börn geti lært að
vera skynsöm, orðið góðir, þrosk-
aðir, víðsýnir og heilsteyptir ein-
staklingar sem taka ábyrgan þátt
í samfélaginu. Til þess eru ráðnir
kennarar sem hafa til þess bæra
menntun. Að vera barnakennari er
merkilegt starf sem fylgir merkileg
viðurkenning: Við, þetta samfélag,
treystum þessu fólki fyrir börnun-
um okkar og ekki öðrum. Ég nefni
þetta vegna þess að ég er ósáttur
við að íslenskir skólar hafa leyft
ofstopafólki að heimsækja skólana
til að þylja upp boðskap sem í mörg-
um meginatriðum stríðir gegn heil-
brigðri skynsemi, fólki sem hefur
enga kennaramenntun og ekkert til-
kall til þess að njóta þess trausts að
uppfræða börn.
Ekki kynnt sér málflutninginn
Ég er að tala um Blátt áfram,
einkarekin samtök um forvarn-
ir gegn kynferðisofbeldi gegn
börnum. Vegur Blátt áfram hefur
vaxið mjög og sjónvarpsauglýsing-
ar samtakanna hafa líklega ekki
farið framhjá neinum. Hins vegar
ímynda ég mér að fólk hafi almennt
ekki kynnt sér málflutninginn sér-
lega vel. Þegar farið er á Facebook-
síðu samtakanna blasir við mynd af
höfuðlausri konu með slag-
orðinu: „Þú treystir henni
en gæti verið að barnið
þitt þekki hana betur en
þú?“ Gott og vel. Höfuð-
lausa konan gæti vissulega
haft illt í hyggju. En hvar
nemur sú hugsun staðar að
gruna hverja manneskju
um græsku? Ef marka má
röð „Ábendinga“ á Face-
book-síðu Blátt áfram á
hún sér lítil takmörk. Ekki
er laust við að hrollur fari
um hvern sem hefur séð Jagten
eftir Thomas Winterberg við þenn-
an lestur:
Ábendingar
Ábending: „Ef þú þarft að fá pöss-
un fyrir börnin, vertu búin að baða
þau og klæða í náttföt fyrir svefn-
inn [svo!] áður en hann/hún mætir.“
Stöldrum við þetta heilræði. Getur
verið að undir niðri liggi kyndug
hugmynd um að það sé sök foreldr-
anna ef barnfóstra misnotar barn?
Ábending: „Þegar þú ert að skoða
leikskóla fyrir barnið þitt, mundu
að spyrjast fyrir um hvaða reglur
gilda um bleyjuskipti. Aðstæður
ættu að vera þannig að fleiri en
einn fullorðinn sé viðstaddur eða
geti fylgst með yfir daginn.“ Afsak-
ið, en er verið að biðja fólk um að
vera hreint út sagt frávita? Spurn-
ingar sem byggja beinlínis á þeirri
hugmynd að hver manneskja sé sek
um barnaníð þar til annað kemur í
ljós – hvert erum við þá komin?
Ábending: „Reyndu að forð-
ast að vera einn/ein í bíl með einu
barni/unglingi, öðru/öðrum en
þínu/þínum eigin.“ Varla gæti nein
ábending verið meira uppljóstr-
andi um forvarnarstarf á villigöt-
um. Hér er beinlínis mælst til þess
að einstaklingurinn setji sjálfan sig
undir grun, eða geri ráð fyrir grun-
semdum hvarvetna. Hvers konar
samfélag er verið að skapa þegar
samtök með kennivald gefa ráð af
þessu tagi í skólum?
Ábending: „Ef einhver í þínu
nánasta umhverfi er alltaf tilbúin
að hjálpa með börnin og býðst oft
til þess að fyrrabragði, er eitthvað
sem ber að staldra við og athuga.“
Ja, seisei, maður skyldi sannarlega
vara sig á hjálpfýsi náungans.
Nú er ákveðinn undirtónn í því
sem kemur frá Blátt áfram: Þeir
sem efast um skilaboðin, aðferð-
irnar og hugmyndafræðina eru
annaðhvort í afneitun, hylma yfir
með barnaníðingum eða eru barna-
níðingar sjálfir. Þess háttar mál-
flutningur er skýrasta einkennið
á kreddum. Rétt er að halda því til
haga að ég efast ekki um orð fórnar-
lamba barnaníðinga að það er gott
að fórnarlömb barnaníðinga hafi
samtök á borð við Blátt áfram til að
hjálpast að við að takast á við áfall-
ið. En það gerir þau ekki að kenn-
urum.
Ég trúi ekki á þá hugmynda-
fræði sem Blátt áfram boðar, það
ofsóknaræði sem samtökin vilja að
fólk lifi í. Ég trúi ekki á ábendingar
sem byggðar eru á ofstæki. Ég trúi
ekki þeim sem segjast trúa börnum
– en gera það bara þegar það hentar
þeirra eigin heimsmynd. Samtökin
eiga nákvæmlega ekkert erindi í
skóla.
Við höfum gert með okkur ofur-
lítið samsæri um að vera skynsamar
mannverur. Það er furðuleg ákvörð-
un. En þegar hún á annað borð hefur
verið tekin virðist allt annað svo
gersamlega út í hött.
Samsærismenn Málfrelsi og skömm
Hver er tilgangur þess
að skrifa niðrandi
athugasemdir við skoð-
anir annarra, greinar
eða fréttir? Hefur sá
sem birtir slík ummæli
hugsað út í það áður en
hann lætur skoðanir
sínar í ljós? Það er sára-
einfalt og krefst ekki
mikillar umhugsunar
að sitja við tölvuskjá
og rita hugsanir sínar
niður á augabragði. En
með því að þrýsta á einn hnapp
eru þær orðnar skriflegar og
sýnilegar öllum þeim sem kæra
sig um að lesa þær, eða þeim
sem kæra sig einmitt ekki um
að lesa þær.
Helsta vandamálið
Mér stendur veruleg ógn af
tæknivæðingunni og þess-
ari öru framþróun á vefnum
sem hefur tekið stakkaskipt-
um á síðustu árum. Ég fæ hroll
þegar ég hugsa til þess hvað
framtíðin mun bera í skauti
sér. Að mínu mati er eitt helsta
vandamálið skortur á aðlög-
un almennings að þeim öru
breytingum sem eiga sér stað
með þróun internetsins. Mikil-
vægt er að fólk geri sér grein
fyrir afleiðingum þess að birta
ummæli sín opinberlega. Það
að gaspra einhverju niðrandi
út úr sér á kaffistofunni eða í
matarboði hjá ömmu er gjör-
ólíkt því að láta skoðanir sínar
í ljós á netinu. Með því að birta
skoðanir sínar á vefnum breyt-
ast þær úr munnlegri tjáningu
í skriflega.
Lítilsvirða málfrelsið
Ég á ekki við að fólk eigi ekki
að hafa tök á því að birta skoð-
anir sínar á netinu. Langt
því frá. En það er fyrir löngu
komin þörf á að fólk hugsi
vandlega um afleiðingar þess
sem það skrifar áður en það
birtir það.
Skoðanir mínar eru mér
hjartans mál. Mér þykir vænt
um þær skoðanir sem ég hef
og sem ég má hafa. Stundum
verður mér á og þá get ég skipt
um skoðun eða mótað hana. Ég
reyni eftir fremsta megni að
hafa skoðanir sem særa ekki
blygðunarkennd annarra en ef
svo er reyni ég að halda þeim
út af fyrir mig. Það virðist þó
ekki vera algilt.
Ég ber virðingu fyrir mál-
frelsinu enda er það ómetan-
legt. En allar þessar vanhugs-
uðu, niðrandi athugasemdir
sem birtast víðs vegar á vefn-
um stinga mig í hjartað. Þær
lítilsvirða málfrelsið og þá
baráttu sem lönd víða um
heiminn eiga í til að öðlast
sama frelsi.
MÁLFRELSI
Inga María
Árnadóttir
nemi
➜ Það að gaspra
einhverju niðrandi
út úr sér á kaffi stof-
unni eða í matar-
boði hjá ömmu er
gjörólíkt því að láta
skoðanir sínar í ljós
á netinu
SAMFÉLAGS-
MÁL
Hermann
Stefánsson
rithöfundur
%HLuTvErK ,,ViNaRiNs”:
(HEfUr tEkIð áKvörðuN Um að HæTta)
UNdIrBúNiNgSþReP
< Hefur tekið ákvörðun um að breyta hegðun sinni
< Metur kosti þess að breyta hegðun mikilvægari
en ókostina
< Einstaklingar stoppa stutt á þessu stigi
þrIðJa þRep:
800 60 30Fáðu ráðGjöf í síma:
ÞArFtU AðStOð vIð að
KoMaSt uPp á næsTa þRep?
%HLuTvErK ,,ViNaRiNs”:
DaGuR án tóbAkS31. mAí 2013
FJóRðA þrEp: FRaMkVæMdArþrEp
< Breytti hegðun sinni fyrir minna en
sex mánuðum
< Þarf mikið að hafa fyrir hegðunar-
breytingunni og áhættan á bakslagi
mikil
< Metur ávinning með hegðunar-
breytingu sinni meiri en kostnaðinn
(ER HæTt(Ur) að NoTa tóbAk)
VIðHaLdSþReP
(HEfUr eKkI NoTað TóBaK í EiNhVeRn tíma)
fImMtA ÞrEP:
< Ný hegðun orðin stöðug, hefur varað í
meira en sex mánuði
< Vinnur að því að koma í veg fyrir bakslag
< Hugsar lítið um gömlu hegðunina
Hrósar, styður og bendir
á leiðir til að koma í veg
fyrir bakslag.
Hrósar fyrir ákvörðunina og
býður aðstoð sína og bendir á
leiðir sem gagnast við að hætta
að nota tóbak.
%HLuTvErK ,,ViNaRiNs”:
Hrósar, styður og bendir á
hættur í umhverfinu og
hvernig hugarástand
getur aukið líkur á bakslagi.
Hegðunarbreyting gerist í þrepum og lýsa þau ólíkri aðstöðu
og viðhorfum og hvað er vænlegast til að hafa jákvæð áhrif á
breytinguna. Í hverju þrepi notar hver og einn mismunandi
aðferðir við að færa sig yfir á næsta þrep.
Tóbakshegðunarþrepin geta nýst
þér til að hætta eða til að hjálpa
einhverjum að hætta.
Lærum á þrepin og lærum
að hætta að nota tóbak!
dagurantobaks.is
HVeRnIg HæTtUm Við Að nOtA TóBak?
➜ Þannig málfl utningur
er skýrasta einkennið á
kreddum.