Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 32

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 32
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 32 „Kartöflubóndi ætlar að prófa nýja ræktunarað- ferð.“ Með þessum orðum hefst grein Pawel Bar- toszek sem fjallar um kennaramenntun. Þar líkir hann fækkun nema í kennarafræðum við uppskerubrest kartöflu- bónda. Það er gaman að því þegar menn leika sér með íslenskuna og búa til samlíkingar. Þó að kartöflur séu ágætis fæða er takmarkað hvað neytandinn er tilbúinn að borga fyrir kílóið. Þar fer að mínu mati samlíkingin við kennarann að verða skrítin. Ef þú spyrð for- eldra hvort þeir vilji hækka laun kennara til samræmis við aðra sér- fræðinga á markaði, svara flestir því játandi. Auðvi- tað vilja allir að þeir sem framleiða (svo við höldum nú áfram að nota hugtök markaðarins) vel mennt- aða nemendur hafi góð laun. Auðvitað vilja allir foreldr- ar að þeir sem vinna með gullin þeirra séu hæfustu einstaklingar sem völ er á. Þegar þú spyrð sveit- arstjórnarmenn áður en þeir kom- ast í meirihluta hvort þeir vilji hækka laun kennara, svara þeir flestir játandi. Það er ekki fyrr en fylla þarf upp í Excel-skjalið að málið fer að flækjast fyrir þeim. Misjafnt eftir skólastigum Áður en komið er að fjárhagslegri skynsemi þess sem ætlar í fimm ára kennaranám er mikilvægt að átta sig á því hvaða kennara Pawel er að tala um. Kennari er samheiti yfir kennara á öllum skólastigum. Það þarf ákveðna rannsóknar- vinnu til að komast að því hvort Pawel er að tala um framhalds- skólakennara, grunnskólakenn- ara, leikskólakennara eða tónlist- arskólakennara. Það er nefnilega misjafnt eftir skólastigum hvern- ig meistarapróf er metið og hjá KÍ eru gerðir margir kjarasamn- ingar, bæði hjá kennarafélögun- um sem og stjórnendafélögunum. Á leikskólastiginu er meistara- próf í dag metið á um 8,7%. Það gerir fyrir nýútskrifaðan leik- skólakennara, yngri en 34 ára, um 27.000 kr. hækkun á mánuði. Sú tala hækkar síðan í samræmi við aldur, starfsreynslu og starfs- heiti. Þó að ég sé sammála því að sú tala ætti að vera miklu hærri, þá er það nokkuð frá 16.000 kr. eins og Pawel segir í grein sinni. Mikilvægt er að halda því til haga að hækkanir vegna breyttr- ar menntunarkröfu eru verkefni kjarasamninga 2014. Það hefur verið ljóst frá því að lögin voru sett árið 2008. Allt tal um upp- gjöf er því í besta falli fullkom- lega ótímabært. Sveigjanleiki er mikilvægur þegar fólk velur sér starf. Til þess að fá leyfisbréf til kennslu á leik- grunn- og framhaldsskóla- stigi þarf nú fimm ára meistara- nám. Til að viðhalda áframhald- andi jákvæðri og framsækinni skólaþróun er það mitt mat að mikilvægt sé að skoða heildrænt kennaranám þar sem nemend- ur útskrifast með leyfisbréf til kennslu á þremur skólastigum. Slíkt nám gæti orðið vinsælt og laðað að sér fjölda umsækjenda þar sem fjölbreyttur starfsvett- vangur heillar og flæði milli skólastiga er gert mögulegt. Forgangsröðun „Það er dýrt að bæta launin svo um munar,“ segir Pawel og það er rétt hjá honum. Hins vegar snýst hækkun launa kennarastéttarinn- ar um forgangsröðun. Við verð- um að gera upp við okkur hvernig samfélag við viljum skapa. Laun kennara á Íslandi eru lág í alþjóð- legum samanburði. Sérstaklega verður það áberandi ef tekið er tillit til þess að landsframleiðsla á mann á Íslandi mælist enn til- tölulega há. Íslendingar og Finnar eru þar nánast á pari. Í Finnlandi getur grunnskólakennari vænst þess að fá laun sem eru um 124% af landsframleiðslu á mann en sambærileg tala fyrir grunnskóla- kennara á Íslandi er 84%. Meðal- talið í OECD-löndunum er 126%. Þessar tölur endurspegla muninn á viðhorfi þjóðanna til menntunar og starfsaðstæðna kennara. Fólk lifir ekki að eilífu. Það er staðreynd sem ekki er hægt að hrekja. Ég hef hins vegar ekki séð neinar rannsóknir á því að í öðrum starfsgreinum þar sem fimm ára meistaraprófs er kraf- ist og góð laun eru í boði að lok- inni útskrift, séu lífslíkur meiri. Í stefnu EI, alþjóðasamtaka kennara, kemur fram skýr stefna um að grunnmenntun kennara á öllum skólastigum sé fimm ára meistarapróf. Mörg lönd eru komin langt á veg með að ná því takmarki, þar á meðal Ísland. Af því eigum við að vera stolt. Annað er metnaðarleysi. Ekki vanmeta sveigjanleika og aðlögunarhæfni Excel MENNTUN Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara ➜ Slíkt nám gæti orðið vinsælt og laðað að sér fjölda umsækjenda þar sem að fjölbreyttur starfsvett- vangur heillar og fl æði milli skólastiga er gert mögulegt. ÞETTA GETUR ÞÚ Starfsnám á Íslandi er fjölbreytt og nýtist á öllum sviðum atvinnulífsins. Starfsnám er skapandi og skemmtilegt nám. Því fylg ja oft alþjóðleg starfsréttindi sem opna möguleika á störfum erlendis. Hugsaðu um sjálfa(n) þig í haust og veldu nám sem veitir ótal tækifæri. Kynntu þér málið nánar á WWW.MENNTAGATT.IS Framtíð þín byrjar í haust. Starfsmenntun gefur forskot þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Almenn hönnun, fatatæknir, kjólasaumur, klæðskurður, listnám, fatahönnun, gull- og silfursmíði, myndlist, hársnyrtiiðn, snyrtifræði, margmiðlunarhönnun, vefsmíðar, hreyfimyndagerð, teiknimyndagerð, leiklist, bókband, bókasafnstækni, grafísk miðlun, upplýsinga- og fjölmiðlatækni, ljósmyndun, prentun, tölvufræði, húsasmíði, húsgagnasmíði, húsgagnabólstrun, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir, tækniteiknun, veggfóðrun og dúkalögn, sjúkraliði, lyfjatæknir, fótaaðgerðafræði, tanntæknir, bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, flugvirkjun, einkaflugmaður, hljóðtækni, kvikmyndasýningastjórn, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun, rafveituvirkjun, blikksmíði, rennismíði, stálsmíði, vélstjórn, vélvirkjun, skipstjórn, bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla, matartækni, kjötskurður, slátrun, félagsliði, félagsmála- og tómstundanám, verslunarnám, skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, búfræði, leikskólaliði. F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 Myndefni: FRAMREIÐSLA/ÞJÓNN MATREIÐSLA KJÖTIÐN KLÆÐSKURÐUR RAFIÐNIR GRAFÍSK MIÐLUN TÆKNITEIKNUN LJÓSMYNDUN BAKARAIÐN HÚSASMÍÐI MÚRARAIÐN MÁLARAIÐN MÁLMIÐNIR PÍPULAGNIR Misrétti kynslóðanna Rányrkja felur í sér misrétti kynslóðanna. Ein eða örfáar kynslóðir taka sér það vald að klára auðlindir svo að kynslóð- irnar sem á eftir koma njóti einskis af þeim og standi jafn- vel frammi fyrir stórfelldum óförum og vá vegna græðgi og siðleysi fyrri kynslóða. Þetta er að gerast nú og í stað þess að Íslendingar séu til fyrirmyndar í auðlindanýtingu og auglýsi það óspart um allan heim að við séum það, gerum við í raun þveröfugt í stórum hluta orkunýtingar okkar og ætlum að bæta í með vinnslu olíu á Drekasvæðinu. http://omarragnarsson.blog.is/ Ómar Ragnarsson AF NETINU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.