Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 60
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Yfirheyrslan og helgarmaturinn.
...spjörunum úr
HELGAR MATURINN
Hvern faðmaðir þú síð-
ast? Manninn minn.
En kysstir?
Manninn minn!
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig?
Ástin mín sendi mér flug-
miða í tölvupósti og beið
þolinmóður eftir að ég opn-
aði póstinn minn og sæi
glaðninginn.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búin að umbera
allt of lengi?
Að viðurkenna fyrir sjálfri
mér að vera „besserwisser“.
Fyrsta skrefið í bataferlinu
er víst að gangast við því...
Ertu hörundsár?
Já.
Dansarðu þegar enginn
sér til?
Nei, það geri ég ekki, en
ég syng í bílnum!
Hvenær gerðirðu þig
síðast að fífli og hvern-
ig?
Þegar ég hitti gamla bekkj-
arsystur á Leifsstöð og sagði
henni að ég væri að fara
til London. Málið var að
ég var ekkert á leiðinni til
London, ég var á leiðinni
til Köben. Ég þurfti svo að
leiðrétta það við hana.
Hringirðu stundum í
vælubílinn?
Já, ef ég kemst ekki út að
hlaupa reglulega þá slæ ég
inn númerið.
Tekurðu strætó?
Já, furðulegt nokk – ég er
búin að taka strætó tvisvar
á þessu ári.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á
dag?
Ég vinn á netinu þannig að
það er kannski frá tveimur
tímum upp í tólf og hálfan.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim?
Ég er feimin sko, og á erfitt
með að þykjast þekkja ein-
hvern sem ég þekki ekki.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig?
Já kannski, ég heillast mjög
af yfirgefnum húsum og
borgum. Minn æðsti draum-
ur er að komast einhvern
tíma til Chernobyl og skoða
þar og upplifa.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Ég ætla alls ekki að sleppa
því að fara í golf.
Hlín Einarsdóttir
ALDUR 36
STARF RITSTÝRA BLEIKT.IS
4 kjúklingabringur
1 krukka mangó chutney
(Sharwood’s)
1 msk. karrý
1 msk. tandoori masala krydd
½ l matreiðslurjómi
Skerið kjúklingabringurnar
í bita, steikið á pönnu (ekki
fullelda) og kryddið með
tandoori masala kryddinu.
Mangó chutney, matreiðslu-
rjóminn og karrýið í pott og
mallað saman við vægan
hita. Kjúklingurinn settur í
eldfast mót, sósunni úr pott-
inum hellt yfir og sett inn í
ofn og kjúklingurinn fær að
klára eldunina þar.
Í ca 20-30 mín. við 180
°C (fer eftir hversu lengi þú
steikir kjúklinginn á pönn-
unni).
Hrísgrjón
4 bananar skornir í bita og
kókos stráð yfir (börnin elska
þetta meðlæti)
Naan-brauð
Sósa
2 dollur sýrður rjómi
1 gráðostur
2 hvítlauksrif
Skerið gráðostinn í bita og
hrærið út í sýrða rjómann,
kremjið hvítlaukinn og hrær-
ið út í.
Kolbrún Ýr
Gunnarsdóttir
deilir hér unaðs-
legum kjúklinga-
rétti sem hentar vel
á föstudagskvöldi
þegar þú vilt elda
eitthvað ljúffengt
en ekki eyða öllu
kvöldinu í eldhús-
inu.