Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 62

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 62
KYNNING − AUGLÝSINGKöfun FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 20134 Fríköfun snýst um sjálfsstjórn og slökun. Búnaðurinn sam-anstendur af galla, löngum fitum, gleraugum og snorku. Hún er bæði heilsusamleg og gefandi og fríkafarinn er í miklum tengslum við náttúruna. Þetta er mest vax- andi vatnasport í heiminum í dag,“ segir Birgir Skúlason, fríköfunar- kennari og eigandi Freedive.is. Freedive heldur úti reglulegum námskeiðum, en Birgir er sá eini hér á landi með alþjóðleg kennslu- réttindi í fríköfun. Hann segir frí- köfun íþrótt sem allir ættu að geta stundað. „Fríköfun er mörg hundruð ára gamalt sport og stundað af fólki á öllum aldri um allan heim. Lág- marksaldur á námskeiðin er sext- án ár en sá elsti sem lært hefur hjá mér er 76 ára. Fríkafarinn lærir að halda niðri í sér andanum lengur en áður og allir sem komið hafa á námskeið hafa bætt við sig minnst einni og hálfri mínútu. Fólk er yfir- leitt í kafi í 1-3 mínútur í einu. Frí- köfun er ekki adrenalínsport,“ segir Birgir, sem sjálfur getur verið í kafi í meira en fimm mínútur. „Til að ná kennsluréttindum þarf að geta kafað 40 metra niður og getað haldið niðri í sér andan- um í fjórar mínútur,“ segir hann og ítrekar að engin hætta sé á ferðum ef rétt er að farið. „Fólk lendir ekki í vandræð- um ef það fer eftir reglunum og óhætt er að segja að þetta sé mjög öruggt sport. Í fríköfun er ekki hætta á kafaraveiki og í raun getur ekkert gerst sem getur ekki alveg eins gerst þegar við erum úti að skokka. Mesta fiskalífið er líka á 5-10 metra dýpi, svo að fríkafar- ar eru yfirleitt ekki að sækja neitt dýpra. Það er auðvelt að veiða sér í soðið, tína krabba og skeljar í frí- köfun. Grunnnámskeið í fríköfun tekur tvö kvöld og svo er hægt að kaupa allan búnað hjá okkur.“ Allar nánari upplýsingar á www.freedive.is Ekki adrenalínsport Birgir Skúlason, fríköfunarkennari og eigandi Freedive.is, segir fríköfun slökunaríþrótt. Hún tengi fólk náttúrunni og eigi ekkert skylt við adrenalínsport. Birgir Skúlason köfunarkennari segir fríköfun tengja sig við náttúruna. MYND/ANTON Silfra Silfra á Þingvöllum er af mörgum talin einn áhugaverðasti köfun- arstaður á landinu og jafnvel einn af þeim áhugaverðustu í heim- inum. Vatnið í gjánni er tveggja til fjögurra gráðu heitt allan árs- ins hring og skyggnið er um og yfir 150 metrar. Hvalfjörður Vinsælt er að kafa í kringum gömlu bryggjuna sem stendur inn- arlega í firðinum. Á botni Hvalfjarðar hafa fundist ýmsir hlutir frá hernámsárunum, en Bandamenn komu sér upp aðstöðu í Hval- firði og þar fóru um mörg stærstu herskip veraldar. Sykurskipið Sykurskipið svokallaða liggur norður af Álftanesi og dregur nafn sitt af farminum sem skipið flutti þegar það sökk. Botninn á skip- inu er heillegur og þar er að finna vélina, stýri og skrúfu. El Grillo Flakið af El Grillo liggur á botni Seyðisfjarðar á 30 til 45 metra dýpi og því geta einungis vanir kafarar skoðað það. Vestmannaeyjar Kaplagjóta við Vestmannaeyjar er áhugaverður köfunarstaður þar sem oft sjást kolkrabbar. Gjótan er þó einungis fær vönum köfur- um, þar sem mikið sog getur myndast í gjótunni. Nánari upplýsingar um fleiri áhugaverða köfunarstaði á Íslandi er að finna á www.kafarinn.is Köfunarstaðir á Íslandi Silfra er af mörgum talin einn áhugaverðasti köfunarstaður í heimi. MYND/VILHELM Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.