Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 31.05.2013, Blaðsíða 63
KYNNING − AUGLÝSING Golf31. MAÍ 2013 FÖSTUDAGUR 7 „Þó að GKG sé ekki gamall klúbbur, aðeins tæpra 20 ára, hefur átt sér stað gríðarlega mikil uppbygging á skömmum tíma. „Við erum með 27 holu golfvöll sem er á góðri leið með að verða sá besti á land- inu, ágæta æfingaaðstöðu inni og úti og gríðarlega öflugt félags- starf,“ segir Agnar Már Jónsson, framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. GKG er annar stærsti golfklúbbur landsins, með um 2.000 meðlimi. „Markmið okkar er ekki endi- lega að verða stærst heldur best,“ segir Agnar með áherslu. Þessu markmiði ætlar GKG að ná með því að leggja lykiláherslu á barna- og unglinga- starfið ásamt því að reka öfluga afreksstefnu. „Við trúum því að með þeim hætti byggjum við upp þann fjölskylduanda sem er ríkjandi í klúbbnum. Með starfinu koma foreldrarnir að klúbbnum, en golfið er einstakt að því leyti að fjölskyldan getur sinnt íþrótt- inni öll saman,“ segir Agnar og telur að barna- og unglingastarf GKG sé það öflugasta í golfíþróttinni á landinu. „Við erum með fleiri krakka en GR og Keilir til samans og það er langt í frá að þeir klúbbar séu að slá slöku við. Samkeppnin er hörð en íþróttaandinn svífur yfir vötnum og þrátt fyrir samkeppni vinna klúbbarnir ötul- lega að því saman að efla golfíþróttina á Íslandi.“ Mikinn mannskap þarf til að sinna vel velli og félagsstarfi. Hjá GKG eru níu fastráðnir starfsmenn en á sumrin fer starfsmannatalan upp yfir sextíu. „Flestir vinna við hirðingu og slátt en síðan er fjöldi leiðbeinenda á sumarnámskeiðum fyrir krakka,“ upplýsir Agnar og leggur áherslu á að hlúa vel að starfsmönnum. „Til að ná mark- miðum okkar er nauðsynlegt að vera með einvala starfslið sem sinnir starfi sínu vel.“ Agnar segir félagið í heildina standa mjög vel. Golfvöllurinn sé einn sá besti á landinu og öll umgjörð um félagsstarfið mjög góð. „Framtíðarverkefni okkar verður að byggja upp stærra félagsheim- ili og efla æfingaaðstöðuna,“ segir hann, en hafnar eru viðræður við Kópavog og Garðabæ um aðkomu bæjarfélaganna að uppbygg- ingunni. „Klúbburinn er vel settur fjárhagslega en við munum ekki fara út í neinar framkvæmdir nema fjáröflun þeirra sé ljós.“ Við viljum verða best Agnar segir nauðsynlegt að byggja upp æfingaað- stöðu GKG. MYND/GVA Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri GKG. Markmið okkar er að kynna íþróttina fyrir öllum iðk-endum, hvort sem það eru börn, fullorðnir eða eldri borgarar,“ segir Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG. Þótt biðlisti sé fyrir hinn al- menna kylfing í golfklúbbinn er eng- inn biðlisti fyrir börn og unglinga. „Við tökum alltaf við þeim enda erum við með langfjöl- mennasta barna- o g u n g l i n g a- starfið af öllum golf klúbbum landsins,“ segir Úlfar. Golf er heiðurs- mannaíþrótt og mörg góð gildi eru í hávegum höfð. Þau gildi læra krakk- arnir í GKG. „Golfið hefur því góð uppeldisleg áhrif. Krakkarnir læra góða framkomu og tillitssemi. Þá ert þú þinn eigin dómari í leiknum og lærir þannig heiðarleika,“ segir Úlfar. Hann segir golfið einnig ákveðna forvörn. „Margir krakkar eru hér allan daginn yfir sumarið, fara á æf- ingu og eru svo áfram að spila og æfa sig.“ Þá fá krakkar afar góðan fé- lagsskap í íþróttinni. „Hér er sterkur kjarni af krökkum sem nýtur þess að vera saman.“ Hann bendir einnig á að golfvöllurinn sé mikilvæg heilsu- lind og hafi félagslegt gildi fyrir eldri borgara. „Hér er góður hópur sem mætir og spilar allan ársins hring, oft við afar erfiðar aðstæður yfir vet- urinn.“ Úlfar segir golfið frábært fjöl- skyldusport og stuðla að aukinni samveru barna og foreldra. „Við sjáum oft þrjá ættliði spila saman golfhring, sem er mjög skemmti- legt,“ segir Úlfar glaðlega. Hann segir að barna- og unglingastarfið fjölgi ekki aðeins ungum spilurum heldur einnig öðrum. „Áður var það þannig að foreldrarnir voru í golfi og kynntu íþróttina fyrir börnum sínum. Nú hefur þetta oft og tíðum snúist við. Krakkarnir fara að æfa, til dæmis af því að vinirnir eru að æfa. Í kjölfarið fá foreldrarnir áhuga og fylgja börn- unum í sportið.“ Mót fyrir börnin Úlfar segir GKG leggja áherslu á að vera með mót sem henta hverju stigi. Haldin er barnamótaröð fyrir 12 ára og yngri sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu. „Þá eru brautirnar styttri og viðráðanlegri og áhersla lögð á að hafa gaman.“ Í lok sumars er svo uppskeruhátíð þar sem öll börn fá viðurkenningu fyrir árang- urinn. Einnig er haldin innanfélags- mótaröð fyrir krakka sem komnir eru með einhverja forgjöf og aðrir sem eru komnir enn lengra geta farið á opin mót. Ekki treysta sér allir í keppni. Fyrir hina eru haldnar spilaæfingar. „Þá eru brautirnar mjög stuttar, 40 til 60 metrar, og holurnar eru stærri fyrir þau allra yngstu. Þar kennum við þeim reglurnar og kynnum þau fyrir íþróttinni,“ segir Úlfar og telur mikil- vægt að aðrir klúbbar hugi að því að gera byrjendum kleift að æfa sig án þess að þeir þvælist fyrir reyndari spilurum. Öflugt afreksstarf Hið góða barna- og unglingastarf stuðlar að fjölgun afrekskylfinga í klúbbnum. „Það hefur verið mjög góður stígandi í öllu afreksstarfi, en GKG hefur eignast 34 Íslandsmeist- ara í gegnum tíðina. Í fyrrahaust eignuðumst við meistara á alþjóða- vísu þegar Ragnar Már Garðarsson sigraði á Duke of York-mótinu. Það mót er aðeins fyrir landsmeistara 17 til 18 ára í heiminum,“ segir Úlfar og telur að Ragnar Már sé einn af fjöl- mörgum efnilegum unglingum í GKG. Þá er ekki hægt að tala um af- reksstarf GKG án þess að minnast á Birgi Leif Hafþórsson, sem hefur verið besti kylfingur Íslendinga og hefur náð lengst allra á alþjóðlegum vettvangi. Golf er fjölskyldusport Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, skilgreinir sig sem fjölskylduvænan golfklúbb. Barna- og unglingastarfið er enda afar öflugt, en síðasta sumar voru hátt í 1.000 börn og unglingar sem æfðu og spiluðu golf hjá GKG yfir sumarið. Andrés prins, verndari Duke of York-mótsins, afhendir Ragnari Má verðlaun fyrir fyrsta sæti á mótinu. Barna- og unglingastarfið í GKG er afar öflugt. Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG. Golfvöllur GKG hefur stækkað og þróast mikið frá því að klúbburinn var stofnaður árið 1994. Til ársins 1996 voru einungis níu holur til afnota fyrir félagsmenn en það ár voru teknar í notkun níu holur til viðbótar og var þá völlurinn orðinn 18 holur. „Enn frekari endurbætur voru gerðar á vellinum 2002 og árið 2007 var Kópavogshluti vallarins tekinn í notkun og bættust þá níu holur við,“ segir Guðmundur Árni Gunnars son, sem hefur starfað sem vallarstjóri GKG síðan 2001. GKG er þannig eini klúbburinn á landinu sem er full gildur 27 holu völlur. Völlurinn liggur bæði í Kópavogi og Garðabæ eins og nafn klúbbsins gefur til kynna. Fyrri völlurinn Garðabæjarmegin var hannaður af Svíanum Jan Se- derholm en Andrés Guðmundsson hannaði síðustu níu holurnar. En hvað einkennir völlinn? „Hluti af honum er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða og þar er nokkuð um tjarnir og vötn. Kópavogsmegin er hann byggður í mel og því má segja að þessi tveir hlutar vallarins séu eins og svart og hvítt,“ segir Guð- mundur og bendir á að völlurinn sé afar fjölbreyttur og skemmtilegur. Þá sé hann talinn sá næsterfiðasti á landinu. Ekki er von á að völlurinn stækki mikið í framtíðinni enda lítið bygg- ingarland til slíks. Hins vegar er völlurinn í stöðugri þróun. „Í vetur vorum við að klára malbikun á göngustígum og svo erum við að breyta níu holu vellinum, byggja nýja flöt og slíkt,“ segir Guðmundur, en mikil vinna fer í viðhald á svo stórum velli. „Í sumar verðum við í kringum 30 sem vinnum á vellinum við að slá, tyrfa og lagfæra.“ Næsta stóra verkefnið við völlinn verður að taka æfingasvæði hans í gegn, endurnýja og byggja betri aðstöðu fyrir félagsmenn og iðk endur golfíþróttarinnar. Völlurinn í stöðugri þróun Golfvöllurinn er mikilvæg heilsulind og hefur félagslegt gildi fyrir eldri borgara. „Hér er góður hópur sem mætir og spilar allan ársins hring, oft við afar erfiðar aðstæður yfir veturinn,” segir Úlfar. MYND/GVA Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.