Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 64
KYNNING − AUGLÝSINGGolf FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 20138
Sautján þúsund kylfingar eru
skráðir í golfklúbba hér á landi
og eru þeir ef laust mun f leiri
sem spila golf að einhverju
marki. Íslenskir golfarar virðast
hrifnir af Ecco-golfskóm. Í fyrra
seldum við fjögur þúsund pör,
sem þykir mjög gott, og erum
við langstærstir á markaðnum,“
segir Adolf Óskarsson hjá Ecco-
umboðinu. Árið 2010 setti Ecco
hybrid-golfskó á markað. Þeir
slógu rækilega í gegn og hafa
aðrir framleiðendur fylgt á eftir.
Hefðbundnir golfskór eru
búnir skiptanlegum tökkum
sem er hægt að smella af. „Hy-
brid-skórnir eru með föstum
tökkum – um hundrað talsins
undir hverjum skó. Takkarnir
gefa frábært grip en skórnir eru
auk þess mun sportlegri en fyrri
golfskór og er jafnvel hægt að
nota þá hversdags,“ segir Adolf.
Ecco er danskt merki og fram-
leiðir eina milljón golfskóa á ári.
Fyrirtækið fagnar fimmtíu ára
afmæli í ár og hefur verið í eigu
sömu fjölskyldunnar frá upphafi.
Framleiðslan fer alfarið fram
innan fyrirtækisins og hafa eig-
endur því fullkomna yfirsýn yfir
allt ferlið. Fyrirtækið hefur það
að markmiði að verða best en
ekki stærst.
„Það er því ekki verið
að keppa við framleið-
endu r sem bjóða
ó d ý r a g o l f s k ó .
Ecco-skórnir eru
úr gæðaleðri og
er sólinn soðinn á,
sem kemur í veg fyrir að hann
losni og skórnir leki,“ segir
Adolf. Hann segir fólk ekki eiga
að spara við sig í golfskóm. „Kylf-
ingur gengur um tíu kílómetra
ef hann fer átján holur og því
er nauðsynlegt að vera í góðum
skóm.“
Hybrid-skórnir hafa sem fyrr
segir slegið í gegn. Frá því 2010
þegar þeir komu fyrst á markað
hefur orðið gríðarleg aukning í
sölu á þeim; aukningin frá 2010
til 2011 var 182% og frá 2011 til
2012 var hún 194%. „Árið 2011
átti Ecco 90 prósent af öllum hy-
brid-skóm en í dag er hlutdeild
Ecco 55,2 prósent. Samt sem
áður er Ecco að auka söluna um
46% á milli ára.“
Gæðin ofar öllu
Ecco setti byltingarkennda hybrid-golfskó á markað árið 2010. Skemmst er frá
því að segja að þeir slógu í gegn og hafa aðrir framleiðendur fylgt á eftir.
Kylfingar leggja margir
hverjir mikið upp úr því
að vera snyrtilegir til fara.
Hér má sjá Ecco-hybrid í
sparibúningi.
Ecco hybrid-golfskórnir eru mun sportlegri en fyrri golfskór og er jafnvel hægt að ganga
í þeim hversdags. MYND/GVA
Golfarinn Haukur Dór Kjartansson og kona hans Sunna Dís Klem-
ensdóttir opnuðu fyrir stuttu nýja golfverslun, Eagle, í miðbæ Ak-
ureyrar, en þar hefur ekki verið sérverslun fyrir golfara lengi.
Loksins er komin almennileg golfverslun á Akureyri, en við-
tökurnar hafa verið mjög
góðar. „Margir eru búnir
að sakna þess að hafa ekki
slíka verslun,“ segir Haukur.
„ Mikill golfáhugi er á Akur-
eyri og nágrenni en hingað til
hafa menn verið að kaupa það
sem þá vantar á höfuðborgar-
svæðinu eða netinu. Nú geta
þeir komið hingað og fengið
öll toppmerkin á einum stað.“
Eagle er með öll stærstu og þekktustu merkin í fatnaði, skóm
og kylfum. „Við erum með allt sem golfarinn þarfnast. Þeir sem
koma hingað inn eru lengi að skoða, enda margt forvitnilegt og
mikið úrval bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir.“
Þar sem Haukur er sjálfur golfari veit hann hvað hentar hverjum
og einum. Hann veitir ráðgjöf í versluninni, auk þess sem Eagle er
í samstarfi við golfkennara GA, Brian Jenssen.
Eagle er í Strandgötu 9 og síminn er 440 6800.
Öll toppmerkin á Akureyri
Það er búið að hleypa inn á Norðurvöllinn, inn á vetrar-flatir, en veturinn var okkur
afar erfiður hér á Norðurlandinu.
Það byrjaði að snjóa 11. september
og strax í nóvember myndaðist klaki
á flötum,“ segir Heimir Jóhannsson,
umsjónarmaður Jaðarsvallar á Akur-
eyri.
„Flatirnar eru mjög illa farnar
en þó ekki eins illa og 2011, þá var
ástandið verra. Við náðum tvisvar
í gegnum klakann í vetur og eins
endur sáðum við í flatirnar í haust.
Sú spírun er að koma fram núna.
Við sjáum mun dag frá degi,“ segir
Heimir og reiknar með að búið verði
að opna allan völlinn stuttu eftir
17. júní. Hann segir allan snjó far-
inn af vellinum en að hann sé mjög
blautur. Þá liggja fyrir betrumbætur
á vellinum í sumar.
„Þetta átti að vera síðasta fram-
kvæmdaárið, en undanfarin ár
höfum við staðið í mikilli vinnu við
völlinn. Í vetur voru opnuð nokkur
sár sem þarf að tyrfa. Við fáum
þökur á næstu dögum og þá verður
farið í að koma vellinum sem hrað-
ast í gott ástand. Það er mikil vinna
fram undan en völlurinn verður í fínu
standi í sumar. Við erum miklu bjart-
sýnni núna en við vorum fyrr í vetur.“
Sjómannadagsmóti frestað á
Seyðisfirði
„Flatirnar eru illa farnar eftir vetur-
inn og ekki tilbúnar,“ segir Unnar
Jósepsson, formaður mótanefndar á
Seyðisfirði, en þar verður völlurinn
ekki opnaður fyrr en um miðjan júní.
„Yfirleitt höfum við opnað völlinn í
maí og haldið fyrsta mótið í kringum
Sjómannadaginn. Við höfum frestað
því fram í miðjan júní. Þetta er þó allt
í áttina og það er mikil gróska í flöt-
unum.“
Hann segir golfara fyrir austan
eðlilega vera orðna óþreyjufulla eftir
því að komast í golf, en um fimmtíu
manns stunda golfvöllinn að stað-
aldri.
Byrjað að slá bolta á Egilsstöðum
Á Egilsstöðum er búið að opna völlinn
fyrir félagsmenn. For maður vallar-
nefndar, Guttormur Kristmannsson,
segir völlinn þó talsvert kalinn. „Oft
höfum við getað byrjað í lok apríl,
byrjun maí en flatirnar eru varla
orðnar grænar núna. Það eru tölu-
verðir kalblettir á vellinum og við
þurfum að fara í einhverjar lagfæring-
ar á honum í sumar. Það er ekki alveg
komið í ljós hvað þarf að gera. Vorið
hefur verið mjög slæmt en menn eru
samt aðeins byrjaðir að slá bolta.“
Aðeins byrjaðir að slá bolta
Snjóþungt hefur verið í vetur á Norður- og Austurlandi. Golfvellirnir koma misvel undan vetrinum og fresta hefur þurft mótum
vegna ástandsins. Umsjónarmenn golfvalla eru þó nokkuð bjartsýnir á að vellirnir verði komnir í gott lag í sumar. Jaðarsvöllur á
Akureyri hefur verið opnaður að hluta og eins á Egilsstöðum. Á Seyðisfirði er stefnt á að opna golfvöllinn um miðjan júní en fresta
þurfti fyrsta móti sumarsins þar.
Heimir Jóhannesson, umsjónarmaður Jaðarsvallar á Akureyri, segir ástandið á vellinum fara batnandi dag frá degi. Hann vonast til að
hægt verði að opna allan völlinn stuttu eftir 17. júní. MYND/ÚR EINKASAFNI