Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 31.05.2013, Qupperneq 82
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 Yfirdýnur gera rúmið þitt notalegra Kaldasvampur - þrýstijöfn- unarsvampur - latex Eggjabakkadýnur mýkja og verma rúmið þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumar- húsið, ferðabílinn og tjaldvagninn Dýnur og púðar sniðnir eftir máli eða sniðum - með eða án áklæðis - mikið úrval áklæða Mikið úrval af svefnstólum og sófum í stöðluðum stærðum eða skv. máli Svampdýnur og pokagormadýnur framleiddar eftir máli og sniðum - margir stífleikar og mikið úrval áklæða Stærðir: 80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm 120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm Trommarinn Magnús Ingi Svein- björnsson, betur þekktur sem Maggi trymbill, ætlar að kíkja á Faktorý í kvöld og hlýða þar á vin sinn Valdimar. „Ég myndi segja að ég væri meira en aðdáandi, við Valdimar erum ágætis félagar líka. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að fá að ferðast með honum til Færeyja og víðar þegar við vorum saman í skólalúðrasveitinni í gamla daga svo við höfum upplifað ýmislegt saman. Svo þekki ég Þor- vald trommara líka, við trommar- arnir þekkjumst auðvitað allir. Við eigum okkar leynigrúppu á Facebook. Þú kemst ekk- ert inn í hana nema þú kunnir að þyrla,“ segir hann og hlær. Hann er mjög spenntur að kíkja á félaga sína í kvöld þar sem hann hefur ekki náð að fara á tónleika með þeim í langan tíma. „Ég hlusta samt mikið á þá og nýja platan er búin að vera föst á fón- inum hjá mér í dágóðan tíma núna en hún er alveg rosalega góð. Svo er ég ekkert síður hrifinn af þeirri gömlu,“ segir hann. Kíkir á gamla félaga á Faktorý Maggi trymbill ætlar að skella sér á tónleika með hljómsveitinni Valdimar. LEYNIGRÚPPA TROMMARA Maggi segir engan komast í leynigrúppu trommara á Facebook nema hann kunni að þyrla. „Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rún- ars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveit- in var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátn- um vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gang- andi, svo það verði gaman að verja þess- um mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveit- in flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnar- félagið Landsbjörg á RÚV í kvöld. RÚV verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópn- um bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvi- tað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur. tinnaros@frettabladid.is Súpergrúppa siglir um landið Hljómsveitin Áhöfnin á Húna spilar til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg í sextán höfnum um land allt ÁHÖFNIN Á HÚNA Guðni Finnsson, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson og Arnar Gíslason mynda Áhöfnina á Húna. Bjartmar Sigurðsson tenór syngur einsöngslög í Háteigskirkju undir yfir- skriftinni Síðasta lag fyrir fréttir. Hann er útskrifaður með mastersgráðu í óperusöng frá Royal Scottish Academy of Music and Drama og hefur meðal annars stigið á svið á Ítalíu, í Skotlandi, í Danmörku og hér á Íslandi. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 18.00 Guðlaugur Jón Bjarnason (Gulli) opnar myndlistarsýningu í Samfylking- arhúsinu í Strandgötu 43, Hafnarfirði. Sýningin ber heitið Í tilefni sjómanna- dagsins og tengist menningarhátíðinni Bjartir dagar sem stendur nú yfir. Hátíðir 10.00 Menningar- og listahátíð Hafnar- fjarðar, Bjartir dagar, hefst í dag. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á heimasíðunni hafnarfjordur.is. 12.05 Listahátíð í Reykjavík heldur áfram. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni artfest.is. 22.00 Sjómannahelginni verður fagnað með dagskrá á Akureyri. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðunni visitakureyri.is Tónlist 12.00 Bjartmar Sigurðsson tenór, Sól- rún Gunnarsdóttir fiðluleikari og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari flytja sígild íslensk einsöngslög á hádegistónleikum í Háteigskirkju. Almennt miðaverð er kr. 1.000. 22.00 Krakkbot, Dj. flugvél og geim- skip og Helgi Mortal Kombad koma fram á tónleikum á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Magnús Einarsson og félagar skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. 23.00 Þungarokksveitin DIMMA blæs til rokkveislu á Gamla Gauknum. Þar verður nýja platan þeirra, Myrkraverk, spiluð í heild sinni, ásamt eldra efni. Sérstakir gestir verða Dead Sea Apple. 23.00 Landslið íslenskra plötusnúða þeytir skífum á svokölluðu TriAngular kvöldi á Volta. Þar koma fram BenSol, CasaNova og Hendrik. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Valdimar spilar á Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Dj. Óli Dóri og Dj Plan B verða einnig þar þetta kvöld. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Það er mikið að gerast í Hafnarfirði um helgina og fullt af skemmtilegum við- burðum. Í kvöld er það árlegi viðburðurinn Gakktu í bæinn sem er í aðalhlutverki. Þar bjóða listamenn fólki heim, menningarstofnanir iða af lífi og verslanir í miðbænum verða með opið til klukkan 22 og með ýmis konar tilboð og viðburði í gangi. Þeirra á meðal er umhverfisvæna lífsstílsverslunin Radísa, Strandgötu 17. Slysavarnafélagið Landsbjörg Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið starfandi frá árinu 1928. Innan þess eru starfræktar 33 slysavarnadeildir um land allt sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveitarfélagi. Þar að auki styður félagið við bakið á björgunarsveitunum á ýmsan hátt. Furðuleg raftón- list verður spiluð á Hemma og Valda, í bland við hress- andi hrylling og einstaka fallega laglínu. FURÐU- LÖG Dj. flugvél og geim- skip eru á meðal þeirra sem koma fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.