Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 90

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 90
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54 Leikarinn Henry Cavill mun að öllum líkindum fara með hlut- verk Napoleons Solo í kvikmynd- inni Man From U.N.C.L.E. í stað Toms Cruise. Myndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum er sýndir voru á árunum 1964 til 1968. George Clooney átti upphaf- lega að fara með hlutverk Solos en varð frá að hverfa vegna bak- meiðsla. Síðan þá hafa Johnny Depp, Channing Tatum, Brad- ley Cooper, Joel Edgerton, Ryan Gosling og Michael Fassben- der verið orðaðir við hlutverk- ið auk Cruise, sem gat ekki tekið að sér hlutverkið vegna vinnu sinnar við Mission: Impossible 5. Man From U.N.C.L.E segir frá tveimur njósnurum, Napoleon Solo og Illya Kuryakin, sem starfa hjá U.N.C.L.E., leynilegri stofnun. Ian Fleming, skapari James Bond, átti tillöguna að persónunum en hand- rit þáttanna var samið af Robert Towne, Sherman Yellen og Harlan Ellison. Í seinni tíð hefur Towne meðal annars skrifað handrit að myndum á borð við Chinatown og Mission: Impossible. Cavill í stað Cruise Henry Cavill gæti farið með hlutverk Napoleons Solo. Pörupiltar verða með uppistandið sitt Homo Erectus á leiklistarhátíðinni Pop Up Art House í leikhúsinu Diana Scenen í Helsinki þriðjudaginn 4. júní. Uppistandið verður lokasýningin á leiklistarhátíðinni, sem leikhóp- urinn Blaue Frau stendur fyrir. Pörupiltarnir Nonni, Dóri og Hemmi hafa notið vinsælda Þjóðleikhúskjallaranum sl. tvö ár með uppistandi sínu. Þeir eru með nýtt uppistand í bígerð, Blómin og býflugurnar, sem verður sýnt hér á landi næsta haust. Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir eru konurnar á bak við Pörupilta. Pörupiltar til Finnlands Pörupiltar verða með uppistand í fi nnsku leikhúsi. TIL FINNLANDS Pörupiltar eru á leiðinni til Finnlands. NÝR SOLO? Henry Cavill gæti farið með hlutverk Napoleons Solo í stað Toms Cruise. NORDICPHOTOS/GETTY MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *S am kv æ m t p re nt m ið lak ön nu n Ca pa ce nt G all up n óv .-s ep t. 20 12 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Það er hvergi betri staður fyrir fjölpóst en inni í Fréttablaðinu. 60% landsmanna skoða fjölpóst. Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! 75% íbúa höfuðborgarsvæðisins lesa Fréttablaðið daglega. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi orn@365.is Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. Leikkonan Emma Watson fer með hlutverk í nýrri kvik- mynd leikstjórans Sofia Coppola, The Bling Ring. Leikkonan er um þessar mundir á ferð og flugi til að kynna kvikmyndina og í nýju viðtali sagðist hún halda fjölda ólíkra dagbóka. „Ég hef alla tíð verið heilluð af dagbókum. Ég á örugglega um tíu dag- bækur; eina drauma- dagbók, eina jógadag- bók, dagbók um fólk sem ég hef kynnst eða hitt og leiklistar- dagbók. Með dagbók- unum hef ég getað áttað mig betur á sjálfri mér, margar af þessum hugsunum eru of persónulegar til að ég geti rætt þær við aðra. Með þessu get ég tæmt hugann og unnið úr málunum á örugg- an hátt,“ sagði leikkonan. Heldur dagbækur Emma Watson skrifar um vandamál sín í dagbækur. HELDUR DAG- BÆKUR Emma Watson heldur fjölda ólíkra dag- bóka. NORDICPHOTOS/GETTY Bandaríska rokksveitin Metallica kemur fram á Hróarskelduhátíð- inni í sumar. Tilkynnt var um þetta í dag, og verða tónleikarnir einu tónleikar sveitarinnar í Evr- ópu í sumar. Drengirnir vinna hörðum hönd- um að nýrri hljóðversplötu, en fimm ár eru liðin frá því að sú síð- asta, Death Magnetic, kom út. Þeir ætla hins vegar að vera svo elsku- legir að taka sér hlé frá upptökum til þess að spila fyrir rokkþyrsta Norðurlandabúa. Tíu ár eru liðin frá því að sveitin spilaði síðast á hátíðinni, en hefð er fyrir því að trommuleikarinn Lars Ulrich tali dönsku á sviðinu á Hróarskeldu. Það fer hann létt með, enda danskur. Meðal helstu listamanna á hátíð- inni í ár verða hljómsveitirnar Kraftwerk, Slipknot, Queens of the Stone Age, Sigur Rós, Of Monsters and Men og Kris Kristoffersson. Metallica á Hróarskeldu Bandaríska rokksveitin kemur fram á hátíðinni góðu. TIL DANMERKUR Tónleikar Metallicu á Hróarskeldu eru einu tónleikar sveit- arinnar í Evrópu í sumar. „Engin stétt manna á Íslandi frá land- námstíð hefur fært meiri fórn en sjó- menn og fjölskyldur þeirra. Enda er plat- an tileinkuð þeim,“ segir KK um nýjustu plötu sína og Magga Eiríks, Úti á sjó. Hún hefur að geyma sjómannalög frá seinni hluta síðustu aldar. „Vinur okkar Magga, sem er skipstjóri á togara í Vestmannaeyjum, hringdi í mig og spurði: „Kristján, af hverju gefið þið Maggi ekki út plötu með sjómanna- lögum?“ Magga leist bara vel á þetta og við ákváðum að fara í hljóðver,“ segir KK. Hann er sjálfur strandveiðimaður og á litla trillu sem heitir Æðruleysi. „Margir eldri Íslendingar hafa verið eitthvað til sjós. Maggi var til sjós í gamla daga og feður okkar voru sjómenn. Sjómennsk- an var það sem allt snerist um hér áður fyrr, og gerir mikið enn þá.“ KK og Maggi hafa gefið út þrjár vin- sælar ferðalagaplötur. Spurður hvort fleiri sjómannaplötur séu á leiðinni hlær hann og segist ekki búast við því enda séu þeir Maggi að undirbúa plötu með eigin efni. Þeir félagar spila á tónleikunum Óska- lögum sjómanna í Hörpu á laugardag. „Ef ég á frí á sjómannadaginn ætla ég að setja fánann upp og sigla út á hafið. Það yrði rosalega gaman,“ segir KK. -fb Tileinka sjómönnum plötuna Nýjasta plata KK og Magga Eiríks, Úti á sjó, hefur að geyma gömul sjómannalög. ➜ Fyrsta lagið á plötunni er Á sjó sem Þorvaldur Halldórsson söng fyrst inn á plötu árið 1965. GEFA ÚT SJÓMANNAPLÖTU KK og Maggi Eiríks hafa sent frá sér sjómannaplötuna Úti á sjó. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.