Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 96

Fréttablaðið - 31.05.2013, Page 96
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 60 Markmenn: Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Florentina Stanciu ÍBV Dröfn Haraldsdóttir FH Aðrir leikmenn: Arna Sif Pálsdóttir Aalborg Ásta Birna Gunnarsdóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Ramune Pekarskyte Levanger Hanna G. Stefánsdóttir Stjarnan Hildur Þorgeirsdóttir Blomberg-Lippe Hrafnhildur Skúladóttir Valur Jóna Margrét Ragnarsdóttir Stjarnan Karen Knútsdóttir Blomberg-Lippe Karólína Lárudóttir Valur Rakel Dögg Bragadóttir Stjarnan Rut Jónsdóttir Tvis Holstebro Steinunn Björnsdóttir Fram Stella Sigurðardóttir Fram Þórey R. Stefánsdóttir Tvis Holstebro Hópurinn HANDBOLTI Íslenska liðið undirbjó sig fyrir umspilsleikina gegn Tékkum með því að spila á sterku æfingamóti í Svíþjóð. Þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum gegn Svíþjóð, Noregi og Serbíu en þetta eru allt gríðarlega öflug lið. Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan á mótinu. Íslensku stelpurnar þekkja ágætlega til tékkneska liðsins og spiluðu í tvígang gegn þeim í und- irbúningi fyrir EM. Þá vann Ísland einn leik og Tékkland einn. „Ég held að við eigum helmings- líkur í þessu einvígi. Það er engin klisja heldur staðreynd. Þetta eru jöfn lið þó svo að Tékkar eigi að vera með sterkara lið en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir en hún verður að sjálfsögðu í eldlín- unni með landsliðinu í Vodafone- höllinni. Erum með sterkt lið „Ég veit alveg hvað býr í okkar liði. Við erum með gríðarlega sterkt lið og þegar við spilum okkar besta leik þá getum við lagt margar af stærstu þjóðum heims og það höfum við gert á síðustu árum.“ Íslenska liðinu gekk illa á síð- asta Evrópumeistaramóti og var það smá áfall eftir gott gengi í talsvert langan tíma. Hafði sú frammistaða mikil áhrif á sjálfs- traust liðsins? „Mér fannst það já. Síðan í des- ember höfum við verið að vinna í þessum málum. Við höfum fundað saman og Viðar Halldórsson hefur fundað með okkur en hann er alvanur því að vinna með íþrótta- fólki í andlegu málunum. Hann er kominn inn í teymið sem er alveg nýtt. Hans innkoma hefur haft góð áhrif og í dag höfum við enga ástæðu til þess að vera með lítið sjálfstraust. Mér líður sjálfri vel og ég held að slíkt hið sama eigi við hinar stelpurnar.“ Það er oft sagt að það sé betra að eiga heimaleikinn inni í svona umspili en íslenska liðið þarf að glíma núna við það að spila fyrst heima. „Það er alveg ljóst að við verð- um að vinna þennan leik. Það er erfitt að segja til um hversu stórt við þurfum að vinna. Ég yrði him- inlifandi með fjögur plús mörk en það er samt ekki trygging fyrir neinu,“ sagði Rakel. En hvað þarf að laga frá æfingamótinu fyrir þessa leiki? „Það voru alltof miklar sveifl- ur í okkar leik í Svíþjóð. Við verð- um að ná meiri stöðugleika. Spila sterka vörn, fækka teiknifeilum og vera agaðri í okkar leik. Þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Ef við náum að gera það þá vinnum við Tékk- ana.“ henry@frettabladid.is Sjálfstraustið á að vera í lagi Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í um- spili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi . Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi. REYNSLUMIKIL Rakel Dögg er búin að vera lengi í landsliðinu og það mun mæða mikið á henni í leikjunum gegn Tékkum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Stoke City hefur stað- fest að Mark Hughes er orðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við liðinu af Tony Pulis sem var látinn fara á dög- unum. Hughes hefur víða komið við á ferli sínum sem knattspyrnu- stjóri og stýrt Fulham, Man. City, Blackburn og að sjálfsögðu síðan QPR. Margir stuðningsmenn Stoke eru óánægðir með þessa ráðn- ingu en það truflar ekki stjórann sem var rekinn frá QPR í nóvem- ber og hefur verið atvinnulaus síðan. „Þetta var mjög erfiður tími hjá QPR og það voru gerð mistök. Ég gerði mistök sem ég hef lært af,“ sagði Hughes. „Nú er kominn tími til þess að nýta alla þá reynslu sem ég hef viðað að mér og koma Stoke enn ofar á töfluna. Ég veit hvað fólk er að segja um mig og sú gagn- rýni hvetur mig til dáða.“ - hbg Hughes tekinn við Stoke MARK HUGHES Ætlar sér stóra hluti með Stoke. NORDICPHOTOS/GETTY Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum og brúðkaupsdegi ísaumuðum. Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir! Gildir um hrærivélar. Sérstök brúðkaupsgjöf FOR THE WAY IT´S MADE Nýjar vörur Brúðarleikur Þau brúðhjón sem koma við í verslun okkar og skrá sig á brúðargjafalista fá nöfnin sín sjáfkrafa skráð í pott. Í lok sumars verða heppin brúðhjón dregin út og hljóta þau að launum nýju KitchenAid matvinnsluvélina, nýju KitchenAid brauðristina, nýja KitchenAid blandarann og nýja KitchenAid töfrasprotann, samtals að verðmæti um 200 þúsund krónur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.