Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 102

Fréttablaðið - 31.05.2013, Side 102
31. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 66 Hjalti Karlsson, grafískur hönn- uður búsettur í New York, hlaut hin eftirsóttu sænsku Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverð- laun í ár. Verðlaunaféð nemur einni milljón sænskra króna eða um 19 milljónum króna. Verð- launin verða afhent í Gautaborg 4. nóvember við hátíðlega athöfn og um leið opnar sýning á verk- um Hjalta í Röhsska-safninu. „Harpa [Þórsdóttir], forstöðu- maður Hönnunarsafnsins, bað mig um að vera með í hópi hönn- uða sem sænsk dómnefnd hitti vegna verðlaunanna. Ég hitti dómnefndina fyrir rúmum mán- uði og sýndi þeim það sem ég hef unnið að síðustu fimmtán árin – í raun allan minn feril. Ég veit ekki hvað hún hitti marga en úrslitin komu mér virkilega á óvart og eru mér mikill heiður,“ útskýrir Hjalti. Hann var staddur á flug- vellinum í Frankfurt þegar blaða- maður náði af honum tali í gær og var þá á leið til New York. Hjalti flutti til Bandaríkjanna árið 1989 og hóf nám í graf- ískri hönnun við hinn virta Par- sons-skóla. Hann stofnaði hönn- unarfyrirtækið KarlssonWilker ásamt Jan Wilker árið 2000, en þeir höfðu áður starfað saman hjá hönnunarfyrirtækinu Sag- meister Inc. Inntur út þau verk sem sýnd verða í Röhsska-safninu í nóvem- ber segist Hjalti hafa viljað hanna nokkuð alveg sérstakt inn í sal- inn. „Planið er að gera eitthvað spes fyrir sýninguna og ekki bara að sýna eldri verk. Salurinn er stór og flottur og það væri gaman að hanna verk sérstaklega inn í hann. Við Jan höfum sex mán- uði til að skipuleggja þetta, ég er HELGIN Í tilefni sextugsafmælis Egils Ólafssonar verða haldnir afmælistónleikar í Hörpu 26. október. Egill hefur fengið til liðs við sig hljómsveitina Moses Hightower og munu þau koma fram sem ein heild og flytja laga- bálk söngvarans. „Moses Hightower er eitt af mínum uppá- haldsböndum. Sveitin ætlar að taka lög eftir mig og setja þau út í stíl sem hentar henni. Svo kem ég og fæ að vera með,“ segir Egill. „Við munum hafa endaskipti á lögunum og endurskapa músíkina svolítið.“ Lay Low og Högni Egilsson verða gesta- söngvarar. „Þau eru dálítið mínir uppá- haldssöngvarar. Þetta verður svolítið skemmtilegur fundur, get ég ímyndað mér.“ Eftir Egil liggur fjöldi vinsælla laga, með hljómsveitum á borð við Stuðmenn, Þursa- flokkinn og Spilverk þjóðanna. Honum líst einkar vel á að starfa með ungu kynslóð- inni á tónleikunum. „Hún er svo fjölhæf og víðsýn þessi kynslóð að hún kann alla þessa músík fyrri ára.“ Tilkynnt verður um miðasölu síðar. - fb Egill fær ungu kynslóðina í lið með sér Egill Ólafsson og Moses Hightower leiða saman hesta sína á afmælistónleikum Egils í Hörpu. AFMÆLISTÓNLEIKAR FRAM UNDAN Högni Egilsson og Lay Low verða gestasöngvarar á afmælistónleikum Egils. F66300513 EGILL ➜ Til stendur að gefa út eitt lag með Moses Hightower og Agli í tilefni tón- leikana. Hjalti hlýtur nítján milljónir í verðlaun Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður, hlaut virt sænsk hönnunarverðlaun. VERÐLAUNAÐUR Hjalti Karlsson, grafískur hönnuður í New York, hlaut hin virtu Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverðlaun í ár. bara rétt byrjaður að pæla,“ segir hann. Aðspurður segir Hjalti óráðið í hvað verðlaunaféð muni fara. „Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að fá peninginn, en ég býst við því að deila honum með Jan, hann á þetta jafn mikið og ég,“ segir hann glaðlega að lokum. sara@frettabladid.is Torsten og Wanja Söderberg-hönnunarverð- launin voru stofnuð 1992 og fyrst veitt tveimur árum síðar. Verðlaunin eru veitt norrænum hönnuðum og listamönnum sem þykja hafa skarað fram úr. Danska leirlistakonan Jane Reumert var sú fyrsta sem fékk verðlaunin árið 1994. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin; fatahönnuðurinn Steinunn Sig- urðardóttir árið 2008 og arkitektinn Sigurður Gústafsson árið 2003. Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov hlaut verðlaunin árið 2011. Tveir Íslendingar unnið áður „Ég verð að vinna alla helgina í Dalbæ á Dalvík. Þess á milli verð ég í slökun uppi í sófa með kærastanum.“ Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir, söngkona og systir Eyþórs Inga Gunnlaugssonar. Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS „Þarna rifjaðistupp fyrir manni hversu mikill snillingur Laddi er... Það komast fáir með tærnar þar semhann hefur hælana...“- Helgi Snær Sigurðsson,Morgunblaðið SÍÐASTA SÝNING FYRIR SUMARFRÍ ER 8.JÚNÍ Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Stuttmynd Maríu Kjartans og tónlistar- mannsins Birgis Hilmarssonar, We Are Weather, var frumsýnd í DegreeArt Gall- ery í London á dögunum. Hún er hluti af einkasýningu Maríu, Spiritual Land- scapes. Myndin var tekin upp í brjáluðu veðri á Suðurlandi rétt fyrir síðustu jól. „Hún er búin að fá rosalega góð viðbrögð. Það fóru tveir að gráta. Ég bjóst ekki við því að Ísland væri svona fallegt,“ segir María og hlær. „Ég held að fólk sem býr í London og er umvafið múrsteinum fatti hvað náttúran skiptir það miklu máli og finnur hvað það er nauðsynlegt að tengjast því sem okkur Íslendingum finnst alveg sjálfsagt.“ Myndin verður líklega sýnd á listahátíð Zürich í næsta mánuði og svo verður hún í Edinborgarhúsinu á Ísafirði frá 2. ágúst. Sýningin Spiritual Landscapes sam- anstendur af þrettán stórum ljósmynda- prentum og þremur stuttmyndum. Hluti verkanna er unninn í blandaðri tækni í samstarfi við listakonuna Hörpu Einars- dóttur, sem myndskreytir hluta ljósmynd- anna. -fb Grétu yfi r íslenskri stuttmynd Stuttmyndin We Are Weather er hluti af einkasýningu Maríu Kjartans í London. ➜ Opnunarkvöld sýningarinnar verður 6. júní. Það hefst með tónleikum Birgis og frumsýningu nýrrar stuttmyndar. MARÍA KJARTANS Stuttmyndin We Are Weather er sýnd á einkasýningu Maríu í London.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.