Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 TÍMI BRÚÐKAUPABrúðurin skal alltaf vera í aðalhlutverkinu og því eiga kven- kyns gestir ekki að klæðast hvítum fatnaði í brúðkaupi. Ljósir litir geta hins vegar vel gengið, til dæmis fölbleikt, fölgult eða fölgrænt. Þá eiga konur hvorki að mæta í mjög flegnum kjólum í brúðkaup né mjög stuttum, segja brúðkaupssérfræðingar. HERMA EFTIR DÝRUM Æfingarnar sem krakkarnir læra byggja margar á hreyfingum dýra, til dæmis apa og tígrisdýra. H eilsudrekinn býður upp á sumarnámskeiðnámskeið fyrir krakka og unglinga í wu shu art, eða kung fu. „Krökkunum er skipt niður eftir aldri, en yngstu krakkarnir eru fjögurra ára,“ segir Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrekans. Sumarnámskeiðin eru á vegum ÍTRÞetta er KUNG FU FYRIR BÖRN OG UNGLINGAHEILSUDREKINN KYNNIR Í sumar verða haldin barna- og unglinganámskeið í kung fu. Kínverskur gestakennari stýrir námskeiðunum. www.tk.is Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Holtagörðum | Sími 553 1800 | Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 | www.facebook.com/fondurlist Mikið úrval af taulitum fyrir náttúruleg og gerfiefni STÆRSTA FÖNDURVERSLUN LANDSINS Ný sending af vinsælu “push up” buxunum frá Dranella! Svartar og gallabuxna bláar Stærðir 32-46 PLASTIÐNAÐUR Létt og slitþolið efni Guðmundur Arason ehf. fl ytur inn hágæða iðnaðarplast 3 Heildarlausnir í hálfa öld Sigurplast er í fremstu röð þegar kemur að framleiðslu og innfl utningi plastumbúða 2 Allt frá innréttingum yfir í óróa Í sumarbyrjun sameinuðust f i FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Kynningarblað 2 SÉRBLÖÐ Plastiðnaður | Fólk Sími: 512 5000 20. júní 2013 143. tölublað 13. árgangur 700 glötuð reiðhjól Um 700 tilkynningar um töpuð reið- hjól bárust til lögreglunnar í fyrra. Árlega endurheimta tíu til þrjátíu manns hjólin sín á ný. 18 Rannsókn gagnrýnd Hæstiréttur sýknaði tvo menn af nauðgunar- ákæru í gær en ein ástæða sýknunnar var sögð verulegir ann- markar á rannsókn lögreglu. 2 Sömu áform Þrátt fyrir erfiðleika við rekstur Hellisheiðarvirkjunar þykir ekki ástæða til að endurskoða nýtingu háhitasvæða. 6 45 milljónir flýja Fjöldi flóttamanna í heiminum hefur ekki verið hærri síðustu átján ár. 16 MENNING Geimverurnar sem aldrei lentu á Snæfellsjökli 1993 eru til umfjöllunar í leikritinu 21.07. 30 SPORT Jón Arnór Stefánsson gerir upp afar eftirminnilegt tímabil á Spáni í vetur. 44 Gjafakortið er vinsæl útskriftargjöf Opið til 21 O pið m á n - fö s 1 1 - 1 8 l au 1 2 - 1 6 S . 5 7 7 - 5 5 70 | E r u m á faceb o ok TRIWA ÚRIN TILVALIN ÚTSKRIFTARGJÖF FYRIR DÖMUR OG HERRA Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla SKOÐUN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um óþekkt í skólastofu, ofbeldi og ábyrgð fullorðinna. 23 FÓLK „Ég varð mjög ánægður þegar hún hafði samband en þetta kom mér ekki mjög á óvart því það hefur verið gríðarlegur áhugi fyrir hátíðinni,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistar- hátíðarinnar All Tomorrow‘s Parties. Kvikmyndasýningar fara fram í gamla herstöðvarkvikmynda- húsinu í tengslum við hátíðina. Til stóð að leikstjórinn Jim Jarmusch sæi um að velja kvikmyndirnar annan daginn og hljómsveitirnar sem fram koma hinn daginn. Leik- konan Tilda Swinton óskaði sér- staklega eftir því að fá að velja myndir á hátíðina annan daginn og var það samþykkt. - sm / sjá síðu 50 Tilda Swinton til Íslands: Velur myndir á ATP-hátíðina KEMUR TIL ÍSLANDS Tilda Swinton tekur þátt í tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties. NORDICPHOTOS/GETTY Bolungarvík 10° N 6 Akureyri 10° N 4 Egilsstaðir 11° NA 3 Kirkjubæjarkl. 16° NV 4 Reykjavík 13° N 5 HLÝJAST S-LANDS Í dag verður fremur hæg norðlæg átt og væta norðaustan til en annars víða bjart með köflum. Síðdegisskúrir SV-til. Hiti 10-16 stig. 4 STJÓRNSÝSLA „Maður er bara í sjokki. Ég er búinn að vera ringlaður og í hálfgerðu losti frá því í gær,“ segir Agnar Kristján Þorsteinsson, annar forsprakka undir skriftasöfnunar sem mót- mælir frumvarpi ríkisstjórnar- innar um lækkun veiðigjalds. Agnar og félagi hans, Ísak Jóns- son, settu söfnunina af stað þann 17. júní síðastliðinn. Á rúmum sólar hring höfðu tæplega 11 þús- und skrifað undir. Í gærkvöldi var talan komin yfir 23.600. Á kjör- skrá fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar voru 237.957 manns. „Þetta er framar öllum björtustu vonum,“ segir Ísak, en tvímenningarnir ákváðu að hrinda söfnuninni í fram- kvæmd því þeim blöskraði forgangsröðun stjórnvalda í ríkis- fjármálum. Þeir vonast eftir þrjá- tíu þúsund undirskriftum áður en þeir afhenda forseta listann og eru bjartsýnir á málið verði sett í þjóðar atkvæðagreiðslu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjáv- arútvegsráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að fjöldi undir- skriftanna kæmi sér á óvart. Hann sagði þó að ef ekkert hefði verið að gert yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári þar sem lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi séu óframkvæman- leg. „Þannig að ef undirskrifta- söfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiði- gjöld,“ sagði ráðherra. Undirskriftasafnanir sem snerta þjóðaratkvæðagreiðslur beint eða óbeint hafa verið fjór- ar á síðustu 20 árum; samning- urinn um Evrópska efnahags- svæðið (EES), fjölmiðlalögin, Icesave-samningarnir og salan á HS Orku. - sv, shá / sjá síðu 8 Einn af hverjum tíu vill óbreytt veiðigjald Meira en 23.600 manns höfðu skrifað undir í gærkvöld til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalds. Fram úr öllum björtustu vonum, segja forsprakkar átaksins. Fjöldi undirskrifta kemur á óvart, segir sjávarútvegsráðherra. ÍSAK JÓNSSON AGNAR K. ÞORSTEINSSON HJÓLAÐ TIL GÓÐS Hjólreiðakeppnin Wow Cyclothon var ræst í annað sinn í gær við Hörpu. Alls 25 lið taka þátt í keppninni og munu þau hjóla hringinn í kringum Ísland en stefnt er að því að koma í mark á laugardag. Liðin hafa að undanförnu safnað áheitum til styrktar Barnaheilla og höfðu rífl ega 2 milljónir króna safnast í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERÐAÞJÓNUSTA Erlendir ferða- menn sem sækja Ísland heim á þessu ári verða 747 þúsund standist ný spá greiningar deildar Arion banka. Þá fjölgar þeim í 809 þúsund á næsta ári og 876 þúsund árið 2015 samkvæmt spánni. Spáin er sett fram í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um ferðaþjónustu á Íslandi. Þar er einnig fjallað um mögulega gjaldtöku á vinsælum ferða- mannastöðum. Er slík gjaldtaka sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferða- mannastaða. Telur greiningar- deildin að tekjur af gjaldtökunni gætu numið 3 til 5 milljörðum á ári. - óká / sjá síðu 4 Gjaldtaka á túristastöðum: Gjöld gætu skil- að 5 milljörðum VEIÐI Veiðimenn eru á einu máli um að laxveiðitímabilið fari óvenju vel af stað. Þessa dagana er veiði að hefjast í laxveiðiám um land allt og sem dæmi hófu menn veiðar í Elliðaám og Laxá í Kjós í morgun. Í Þverá, sem opnaði 12. júní, voru í fyrrakvöld komnir 40 laxar á land, þar af kom 21 í opnuninni. Í Kjarrá, sem opnaði 15. júní, eru komnir 54 laxar á land. „Þetta er óskabyrjun,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigu- taka Þverár/Kjarrár. „Þetta er ein- hver besta opnun í Þverá í manna minnum. Að stærstum hluta er þetta fallegur tveggja ára lax sem er mjög vel haldinn og smálaxinn sem hefur líka verið að skila sér sem er mjög jákvætt.“ Haffjarðará opnaði á sunnudag- inn, 16. júní. Fyrstu þrjá dagana veiddust 40 laxar og var eingöngu veitt á þrjár stangir. „Þetta er betri byrjun en undan- farin ár og eins og annars staðar kemur fiskurinn mjög vel haldinn úr sjó,“ segir Einar. „Ég man varla eftir að hafa séð svona fallega fiska í byrjun sumars. Laxinn er þykkur og pattaralegur. Sömu sögu er hægt að segja um smálax- inn þannig að þetta lofar allt mjög góðu tel ég.“ - th / sjá síðu 46 Þeir laxar sem veiðst hafa virðast nánast allir mjög vel haldnir: Laxveiðitímabilið fer vel af stað MARÍULAX Hinn tíu ára gamli Daníel Þorri Haukson veiddi maríulaxinn í Flókadalsá í Borgarfirði í fyrradag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.