Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 20. júní 2013 | SKOÐUN | 23 Saga almennrar óþekktar í skólastofunni er þekkt frá upp- hafi skólastarfs en að margra mati hefur orðið breyting til hins verra síðustu ár. Sam- félagið allt hefur upplifað reiði, hneykslan og særindi sem hafa skilað sér í harkalegri orðræðu, persónuárásum og svívirðing- um í athugasemdum samfélags- miðla. Nýútskrifaðir grunnskóla- kennarar segja næstum allir að það sem komi þeim mest á óvart þegar þeir hefja störf sé ónóg þekking á hegðunarvanda barna. Undir þetta taka reyndir kennarar sem segja að mest skorti handleiðslu í skólastof- unni til að takast betur á við alvarlega og óæskilega hegðun. Kennarar segjast fá feikinóg af pappírum um hvað eigi að gera þegar úrskurðað er að barn þurfi stuðning en að raunveru- leg úrræði skorti. Foreldrar hafa allir heyrt af alvarlegum uppákomum í skólastofunum og margir hafa áhyggjur af því að aukinn hegðunarvandi barna tefji fyrir námi. Spurningin hlýtur að vakna hvort vandinn sé þjóðfélagsmein. Hafa þol- mörkin fyrir ofbeldi færst til? Þetta hefur allt áhrif á skólana okkar, kennarana og börnin. Börnin okkar alast upp með síma og tölvur í fanginu og taka þátt í umræðum um ótrúlegustu hluti alla daga ársins. Þau horfa á þá sem eldri eru takast harka- lega á með orðfæri sem flokkast sem ofbeldi. Þolið fyrir óvið- unandi hegðun í samfélaginu hefur aukist og fréttir, myndir og myndbönd sem sýna ofbeldi eru aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mat á hegðun og samskiptum er flókið og mörkin á milli þess hvað er óásættanleg hegðun og hvað ekki eru afar mismunandi. Hegðun sem flokkuð er eðlileg í einum skóla er talin ólíðandi í öðrum. Brúarskóli er sérlega flottur sérskóli í Reykjavík sem menntar börn með geðraskanir og börn í vímuefnavanda. Þar fer fram þjónusta við börn og ungmenni sem eiga erfitt með að fóta sig í venjulegu skóla- umhverfi í lengri eða skemmri tíma. Í Brúarskóla er lögð sér- stök áhersla á að skilgreina hvað sé ásættanleg hegðun og markvisst unnið í því að krakk- arnir haldi sig réttum megin við línuna. Að auki veitir starfs- fólk Brúarskóla ráðgjöf til grunnskóla vegna barna með hegðunar vanda. Reynslan af þessari ráðgjöf er sérlega góð. Í raun er biðlisti eftir plássum í Brúarskóla og langur biðlisti eftir ráðgjöf skólans enda þekk- ing starfsmanna Brúarskóla á hegðunarvandamálum mikil. Of hár þröskuldur Starfsfólk Brúarskóla telur að í grunnskólum borgarinnar sé oft á tíðum of hár þröskuldur gagn- vart því hvað sé ofbeldi. Reynsla þeirra sýnir að stundum aðhaf- ist kennarar ekkert eða ekki nægjan lega mikið þrátt fyrir að þeir eða börn verði fyrir andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi í skólastofunni. Þetta er bagalegt því þrátt fyrir að hver og einn hafi mismunandi þol fyrir óæskilegum samskiptum þarf að vera skýrt í huga kenn- ara hvaða hegðun flokkist sem ofbeldi eða ógnandi hegðun. Í Brúarskóla liggur þetta ansi skýrt fyrir og í hverri stofu eru skýringarmyndir sem minna starfsmenn og nemendur á hvaða hegðun er óásættanleg. Það er ofbeldi að hrinda eða ýta, að segjast ætla að lemja einhvern. Orðin geta líka verið ofbeldi. Starfsmenn geta þannig bent krökkunum á hegðun sem er ekki í lagi og rætt uppákomur ásamt því að börnin taka þátt í að bæta við listann ef einhverjar uppákomur verða. Þannig er stöðugt verið að ræða um hvar mörkin liggja. Skýra umræðu strax Vissulega er nóg að gera í skólastofunni og fleira á dagskrá en umræða um hegðun. Það er þó líklegt að óæskileg hegðun, þó ekki sé nema eins nemanda, trufli miklu meira en góðu hófi gegnir og tímanum því vel varið í að ræða um hegðun við börnin. Í íslenskri rannsókn frá 2006 kom fram að í þeim skólum þar sem agavandamál eru hvað minnst einkennast viðhorf starfsfólks til nemenda af jákvæðni, hlýju og virðingu. Í sömu rannsókn sést einnig að langflestir nemendur hegða sér vel en að kennarar eigi erfitt með að stjórna hegðun á öllum aldursstigum. Skýr umræða um mörk þarf þannig að hefjast strax við upphaf grunn- skóla í samstarfi við foreldra. Í ljósi þess hve þyngstu málin reynast skólum erfið er einnig mikilvægt að huga betur að því hvort almennur grunnskóli sé bestur fyrir þá nemendur sem eru verst staddir. Samskipti eru alls staðar flókin, ekki bara í skólum. Það er kúnst að vera góður í sam- skiptum og ekki öllum jafnt gefið í þeim efnum. Kennarar hafa í gegnum aldirnar þurft að takast á við alls kyns uppákomur í skól- um og munu þurfa þess áfram. Hæfileikar þeirra til að takast á við ólíka einstaklinga og ólíka foreldra skipta sköpum. Kenn- arar eru hins vegar ekki einir ábyrgir fyrir því hvernig börnin okkar hegða sér. Við erum það öll og þurfum að benda hvert öðru á að sýna náunganum virðingu. Við erum fyrirmyndirnar. Mat á hegðun og samskiptum er flókið og mörkin á milli þess hvað er óásættanleg hegðun og hvað ekki eru afar mismun- andi. Hegðun sem flokkuð er eðlileg í einum skóla er talin ólíðandi í öðrum. Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Hvar liggja mörk ofbeldis? Lýðræðið er ekki sjálf-gefið. Raunar hafa ýmsar útfærslur af einræði, fáræði og harðræði verið mun algengari í gegnum tíðina. Það frumstæða borgarlýðræði sem þróað- ist meðal frjálsra manna í grískum borgum til forna hvarf í átökum. Síðan liðu margir mannsaldrar þar til að hugmyndir um það fulltrúalýðræði sem við nú þekkjum fór að ryðja á braut fáræðisstjórnum á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu í kjölfar upplýs- ingarinnar og lýðræðisbyltingar- innar miklu. En lýðræðið er ekki fasti. Það þarf vökvunar og framþróunar við, annars getur orðið brátt um ræði lýðsins eins og varð í Grikklandi til forna. Lýðræði 2.0 Að mörgu leyti eru stoðir hins klassíska vestræna fulltrúalýð- ræðis farnar að feyskna. Því hafa menn víða um heim fært fram heilmargar hugmyndir og fram- kvæmt fjölda tilrauna, svo sem við að nýta tölvutæknina til þess að þróa okkar góða lýðræðiskerfi áfram og vefa ofan í það aukinni beinni þátttöku borgaranna. Þetta er það sem á tæknimáli má kalla Lýðræði 2.0 – þegar nýju þátt- tökulýðræði er bætt ofan á það fulltrúalýðræði sem fyrir er. Þó svo að hérlendis hafi enn lítið verið fjallað um þessa þróun hafa slíkar tilraunir víða verið framkvæmdar undanfarna tvo áratugi eða svo. En ástæðan fyrir þeirri athygli sem stjórnar- skrárferlið á Íslandi hefur fengið er ekki sökum þess hversu ein- stakt eða séríslenskt það er held- ur eigin lega þvert á móti; því það þykir merkilegt dæmi í flóru margra um framþróun lýðræðis. Viðlíka tilraunir í stjórnar- skrárgerð hafa verið gerðar víðar, þó svo að verkefnin hafi yfirleitt verið afmarkaðri en hér var raun- in. Í Ástralíu var borgaraþingi (e. citizens assembly) árið 1998 falið að rökræða hvort rjúfa ætti tengslin við bresku krúnuna, í kanadísku fylkjunum Bresku- Kólumbíu (2004) og Ontario (2007) voru slembivalin borg- araþing látin rökræða kosti nýs kosningakerfis og viða- miklir þættir hollensku stjórnarskrárinnar fengu árið 2006 álíka meðferð. Á Írlandi stendur nú yfir sérstakt stjórnlagaþing (e. constitutional conven- tion) sem ræðir afmark- aða þætti írsku stjórnar- skrárinnar frá árinu 1937. Á írska stjórnlagaþinginu, sem hittist flesta laugar- daga yfir nálega ár, eru hundrað fulltrúar, tveir þriðju slembivaldir en þriðjungur er fulltrúar á írska þjóðþinginu. Annars konar yfirferð er einnig yfirstandandi í Belgíu. Þátttökulýðræði Viðameiri tilraunir til aukins þátttökulýðræðis er þó að finna í Suður-Ameríku, eins ólík- lega og það kann að hljóma í eyrum íslenskra fjölmiðlaneyt- enda. Ein sú allra merkilegasta hefur undanfarna rúma tvo ára- tugi verið gerð í brasilísku borg- inni Porto Alegre í syðsta fylki landsins, Rio Grande do Sul. Frá 1989 hefur hluti fjárhagsáætl- unar borgarinnar verið sam- inn í viðamiklu og kerfisbundnu þátttökuferli íbúanna. Upphafið má rekja til aukinnar lýðræðis- áherslu stjórnarandstöðunnar á tíma herforingjastjórnarinnar og hægri stjórnarinnar en þá fór stjórnarandstaðan fyrir ýmsum fylkjum og héraðsstjórnum. Sú stjórnarandstaða hefur nú tekið við völdum á landsvísu og lagt í margþætta vinnu við að breyta skipulagi opinberrar ákvarðana- töku, til að mynda með lögfestum rökræðuþingum borgaranna um ýmis ný mál sem ráðuneyti lands- ins leggja fram. Í Porto Alegre fer fjárlagagerð- in fram í þremur þrepum. Fyrst kemur fólk saman í litlum sjálfs- prottnum hverfishópum sem leggja meginlínurnar. Hverfin kjósa svo fulltrúa í svæðahópa sem að nýju kjósa til borgararáðs sem klárar fjárlagagerðina í samráði við kjörna borgarfulltrúa. Að sam- anlögðu koma 50 þúsund manns að samningu fjárlagagerðarinnar í þessari 1,5 milljón manna borg. Alþjóðabankinn hefur í nýlegri skýrslu komist að þeirri niður- stöðu að þessi viðamikla þátttaka hafi gert Porto Alegre og fylkið Rio Grande do Sul í heild sinni að einu því hagsælasta í landinu. Þessi tegund þátttökufjár- lagagerðar (e. participatory budgeting) hefur breiðst út til yfir hundrað borga í Suður-Ameríku og er í smærri mynd farin að ryðja sér til rúms í Banda- ríkjunum, Kanada og í Evrópu. Tækifærið Tilraunir af þessum toga munu aðeins aukast þannig að ofan á hið hefðbundna fulltrúalýðræði sem við þekkjum bætist nýtt form þátt- tökulýðræðis þar sem borgararnir sjálfir koma að rökræðu og bein- um ákvörðunum. Í þessari þróun til aukins þátt- tökulýðræðis sem alveg örugglega mun færast um heim eygjum við Íslendingar fjölmörg tækifæri. Sá áhugi sem er á lýðræðis tilrauninni á Íslandi við stjórnlagagerðina er til að mynda mikil auðlegð. Því er brýnt að skammsýnar flokks- pólitískar skærur sem því miður einkenna íslensk stjórnmál villi okkur ekki sýn. Hérlendis geta bæði sveitarstjórnir í kringum landið og nýja ríkisstjórnin haft forystu um að færa opinbera ákvarðanatöku út til fólksins. Það má gera með ýmsum aðferðum eins og dæmin hér að ofan og miklu fleiri slík sanna. Slíkar kerfis bundnar aðferðir við beina þátttöku borgaranna sem ofnar yrðu inn í hið hefðbundna full- trúalýðræðiskerfi gætu orðið raun- verulegt framlag til framþróunar lýðræðis í heiminum. Framþróun lýðræðis LÝÐRÆÐI Eiríkur Bergmann prófessor í stjórn- málafræði ➜ Þó svo að hérlendis hafi enn lítið verið fjallað um þessa þróun hafa slíkar tilraunir víða verið fram- kvæmdar undanfarna tvo áratugi eða svo. En ástæðan fyrir þeirri athygli sem stjórnarskrárferlið á Íslandi hefur fengið er ekki sökum þess hversu einstakt eða séríslenskt það er heldur eiginlega þvert á móti; því það þykir merkilegt dæmi í fl óru margra um framþróun lýðræðis. LÍÚ eða heimilin Loforð ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu heimilanna gerði út um síðustu kosningar. En nú setur ríkisstjórnin í forgang að fella niður löngu tímabæra hækkun veiðigjalds á útvegsmönnum, hópi sem í þrjátíu ár hefur notið einokunaraðgengis að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiski- miðunum. Þessi hópur hefur verið í sviðsljósinu fyrir alls konar kvótabrask, fjármálasukk, kennitöluflakk, skuldaniðurfellingar og afskriftir. Helstu forsvarsmenn útgerðarinnar, ekki sízt þiggjendur gjafakvótans, hafa í krafti þessarar ríkisforgjafar náð að sölsa undir sig hálft Ísland og meira til. http://www.dv.is/blogg Lýður Árnason AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.