Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 16
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 SVISS, AP Rúmlega 45 milljónir ein- staklinga voru á vergangi í lok síð- asta árs eftir að hafa hrakist burt frá heimilum sínum vegna stríðs- átaka og annarra áfalla. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNCHR) sem kom út í gær. Skýrslan byggir á gögnum frá ríkisstjórnum, frjálsum félaga- samtökum og UNCHR en þar segir að í lok árs 2012 hafi 45,1 milljón manns verið á flótta í heiminum, samanborið við 42,5 milljónir í árs- lok 2011. Þar af voru 15,4 milljónir flóttamenn, 937.000 hælisleitendur og 28,8 milljónir á vergangi innan landamæra eigin heimalands. Stríðsátök eru meginástæða þess að fólk hrekst frá heimilum sínum en rúmlega helmingur flóttafólks kemur frá fimm löndum þar sem stríð hafa geisað, Afganistan, Sóma líu, Írak, Sýrlandi og Súdan. Auk þess hefur orðið vart við auk- inn fjölda frá öðrum stríðshrjáðum löndum, til dæmis Malí og Kongó. Þessi tölfræði vekur ugg, sér- staklega ef litið er til síðasta árs, þar sem 7,6 milljónir manna flúðu heimkynni sín, þar af voru 1,1 milljón flóttamenn í öðru landi og 6,5 milljónir voru á flótta innan eigin heimalands. Þetta jafngild- ir því að einn einstaklingur flýi heimili sitt fjórðu hverja sekúndu. „Þetta eru verulega ógnvekjandi tölur,“ segir Antonio Guterres, æðsti yfirmaður UNCHR. „Þær endur- spegla gríðarlega þjáningu fólks og þá erfiðleika sem alþjóðasam- félagið stendur frammi fyrir í við- leitni sinni til að koma í veg fyrir og leysa stríðsátök.“ thorgils@frettabladid.is Tugmilljónir á flótta um allan heim Skýrsla Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýnir ófremdarástand þar sem um 45 milljónir manna, fleiri en síðustu 18 ár, hafa hrakist frá heimilum sínum vegna átaka og annars konar áfalla. Borgarastríðið í Sýrlandi er stór áhrifaþáttur. © GRAPHIC NEWS Borgarastyrjöldin í Sýrlandi er helsta orsökin fyrir því að fjöldi fólks sem hefur hrakist frá heimilum sínum vegna átaka og margs konar áfalla hefur ekki verið meiri í átján ár. Samkvæmt úttekt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna höfðu 45,2 milljónir manna flúið heimaland sitt eða voru á vergangi innanlands. Fjöldi flóttamanna í árslok 2012* Yfir 500.000 10.000-100.000 250.000-500.000 Færri en 10.000 100.000-250.000 Kína 301.000 Pakistan 1.638.500 Íran 868.200 Kenía 564.900 Eþíópía 376.400 Tsjad 373.700 Bandaríkin 262.000 Tyrkland 267.100 Sýrland 476.500Þýskaland 589.700 Jórdanía 302.700 †Mögulega eru borgarar Suður-Súdans talin þar með, en löndin halda ekki utan um þessa tölfræði *Þar með talið fólk sem er í aðstæðum álíka og flóttafólk ‡300.000 víetnamskir flóttamenn eru vel samlagaðir kínversku samfélagi og njóta vernda stjórnvalda. SAMTALS Á HEIMSVÍSU 45,2 milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum í árslok 2012 Þar af eru 28,8 milljónir á vergangi í eigin landi Flóttamenn 15,4 milljónir Hælisleitendur 937.000 Upprunalönd flóttamanna í árslok 2012 Afganistan Sómalía Írak Sýrland †Súdan Kongó *Mjanmar *Kólumbí ‡Víetnam Erítrea 2.585.600 1.136.100 746.400 728.500 569.200 509.400 415.300 394.100 336.900 285.100 Heimild: UNCHR Flóttamenn ekki verið fleiri í 18 ár er komin í nýjan búning Nýjar og handhægar umbúðir tryggja hámarksendingu. OPNIST HÉR SAMA GÓÐA SKINKAN E N N E M M / S IA • N M 58 25 0 VERÐLAUN Kikmyndagerð á Íslandi fékk hvatningarverðlaun Femínistafélags Íslands í gær. Verðlaunin nefnast Bleiku steinarnir og eru árlega afhent þeim sem félagið telur vera í lykilstöðu til að hafa áhrif til góðs á jafnrétti kynjanna. Með verðlaununum skorar Femínistafélagið á kvikmyndagerðar- menn að bæta stöðu kvenna í iðnaðinum og vera meðvitaðri um það með hvaða hætti konur eru sýndar í kvikmyndum. Á vef Femínistafélagsins kemur fram að undanfarin fimm ár hafi einungis tvær konur leikið aðalhlutverk í íslenskum kvikmyndum og að íslensk kvikmyndagerð miðli ákaflega einsleitri sýn á stöðu kynjanna. - le Femínistar skora á iðnaðinn: Kvikmyndagerð fær hvatningu BLEIKU STEINARNIR Femínistar segja íslenska kvikmyndagerð miðla einsleitri sýn. FJARSKIPTI Um næstu mánaðamót lækkar verð á notkun farsíma og netlykla milli landa innan Evrópu samkvæmt reglugerð ESB. „Íslenskir neytendur njóta góðs af reglugerðinni þar sem hún tekur einnig gildi hér í gegnum EES-samninginn,“ segir í umfjöll- un Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). „Þannig gildir reglugerðin á evrópska efnahagssvæðinu öllu, það er innan ESB og á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein.“ Reglu- gerðin gildir hins vegar ekki utan þessara landa. Samkvæmt reglunum er fjar- skiptafyrirtækjum skylt að láta viðskiptavini sína á ferð í Evrópulöndum vita þegar þeir hafa notað 80 prósent af mánaðar legum hámarkskostnaði fyrir gagna- notkun, sem er 50 evrur. „Fyrir- tækið skal loka á gagnanotkun í símann/netlykilinn þegar hámark- inu er náð, nema viðskiptavinurinn biðji sérstaklega um annað.“ - óká MEÐ SÍMA Í HÖND ESB setti fyrst reglugerð um verðþak á símtöl í farsíma milli landa árið 2007. MYND/SONY-ERICSSON Nýtt verðþak á notkun farsíma á milli Evrópulanda tekur gildi þann 1. júlí samkvæmt reglugerð ESB: Fimmtíu krónur á mínútuna hámarkið Að hringja Að svara Sent SMS Móttekið SMS Gagnamagn Sumar 2011 72,52 kr./mín 22,79 kr./mín 22,79 kr. Frítt - Sumar 2012 58,72 kr./mín 16,19 kr./mín 18,22 kr. Frítt 141,74 kr./MB 1. júlí 2013 47,63 kr./mín 13,89 kr./mín 15,87 kr. Frítt 89,30 kr./MB *Verð skv. reglugerðum ESB undanfarin ár (með VSK). Heimild: PFS Hámarksverð síðustu tveggja ára* STJÓRNSÝSLA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í næstu viku í opinberri heim- sókn í Þýskalandi í boði forseta Þýskalands, Joachims Gauck. Auk forseta og forsetafrúarinnar Dorrit Moussaieff verða Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra, embættismenn utanríkis- ráðuneytisins og forsetaskrif- stofu og fulltrúar vísinda, tækni, atvinnulífs og menningar með í för. Heimsóknin hefst í Berlín mánudaginn 24. júní og lýkur í Leipzig föstudaginn 28. júní. Opinber heimsókn forseta: Forseti sækir Þýskaland heim NEYTENDUR Nokkrir viðskiptavin- ir Íslandsbanka fengu póst í gær- morgun þar sem þeir voru beðnir um að staðfesta notendaupplýsing- ar með því að tengjast netbanka í gegnum vefslóð. Efni póstsins var: „Staðfesting … reiknings Alerts“ Pósturinn er ekki frá Íslands- banka heldur tölvuþrjótum sem vilja komast yfir lykilorð og aðrar upplýsingar um notendur netbank- ans. Íslandsbanki hvetur þá sem hafa smellt á slóðina til að breyta sem allra fyrst um lykilorð í net- bankanum sínum. Viðvörun frá Íslandsbanka: Tölvuþrjótar sendu svikapóst BRETLAND Brúðarkjóll Elizabeth Taylor hefur verið settur á sölu. Um er að ræða kjólinn sem hún klæddist í fyrsta brúðkaupinu sínu árið 1950 en hún gifti sig alls átta sinnum. Kjóllinn kemur til með að kosta um sex milljónir króna. Taylor var 18 ára þegar hún giftist Conrad Hilton í kjólnum. Elizabeth Taylor lést árið 2011. Salan á kjólnum fer fram 25. júní næstkomandi á vegum bresks uppboðshúss. Brúðarkjóll Taylor til sölu: Uppboð á kjól látinnar stjörnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.