Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 42
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 30 „Þessi atburður hefur alltaf setið í mér og mig hefur lengi langað til að gera leiksýningu um hann,“ segir Kári Viðarsson, sem ásamt Víkingi Kristjánssyni semur og setur upp leiksýninguna 21.07, sem frum- sýnd verður í Frystiklefanum á Rifi fimmtudaginn 27. júní. Verkið fjallar um fræga og undar- lega uppákomu sem varð fyrir tæpum tuttugu árum síðan, nánar tiltekið 5. nóvember 1993. Þá hópað- ist á sjötta hundrað áhugamanna um geimverur og fljúgandi furðuhluti vestur á Snæfellsjökul til að verða vitni að heimsókn úr geimnum, sem sjáendur víðs vegar um heiminn höfðu séð fyrir. Tímasetning lend- ingarinnar var nákvæm en gestirn- ir áttu að lenda á slaginu 21.07 um kvöldið. Íbúar á utanverðu Snæfells- nesi fóru ekki varhluta af þessum viðburði, og þeirri athygli sem hann vakti í innlendum og erlendum fjöl- miðlum. Þegar á hólminn var komið létu engar geimverur sjá sig. Atburðurinn er ljóslifandi í minni Kára; árið 1993 var hann átta ára gamall og bjó á Hellissandi, þar sem dreifibréf var borið í hvert hús og koma geimveranna var kunngjörð. „Ég man að þetta hafði djúp áhrif á mig á sínum tíma,“ rifjar Kári upp. „Ég var dálítið ímyndunar- veikt barn og varð sannfærður um að heimsendir væri yfirvofandi. Fyrir vikið hef ég alltaf haft það á bak við eyrað að gera leiksýningu um þetta mál. Mín sýn var að skoða þetta frá fleiri vinklum en að þetta hafi bara verið fyndin uppákoma heldur gera ólíkum sjónarhornum skil, þar á meðal mínu persónulega sjónarhorni.“ Verkið gerist klukkustundina áður en geimverurnar eiga að lenda. „Við fáum að kynnast fjölda persóna og upplifum atburðinn með þeirra augum,“ segir Kári. „Þarna fléttast saman sex eða sjö sögur þar sem sjónarhornið breytist eftir því hver á í hlut og viðhorf viðkomandi til þess sem er að gerast.“ Það mæðir mikið á Víkingi og Kára, því þeir leika öll hlutverkin en alls koma á bilinu fimmtán til tuttugu persónur við sögu, sem allar eiga sér raunverulegar fyrirmyndir en margra mánaða heimildarvinna liggur að baki sýningunni. „Ég tók fullt af viðtölum við fólk sem kom við sögu, bæði heimamenn og fólk sem býr í Reykjavík. Ég fór líka í gegnum gagnasafn RÚV og við fengum heimamenn til að senda okkur efni, ýmist sögur, ljósmyndir eða vídeóupptökur. Sýningin byggir á þessari vinnu en svo auðvitað ýkjum við ýmislegt og stækkum til að búa til núningsfleti og togstreitu fyrir sýninguna.“ Fimm sýningar eru á dagskrá í Frystiklefanum en Kári segir koma til greina að fjölga sýningum ef aðsókn verður góð. „Ég geri samt ekki ráð fyrir að við sýnum þetta verk oftar en sjö sinnum í sumar.“ En á sýningin eftir að fara á flakk? „Nei, ekki séns. Það er stutt á Rif úr Reykjavík og reynslan hefur sýnt að fólk er reiðubúið að leggja land undir fót til að sjá sýningar í Frystiklefanum. Þessi sýning fer ekki neitt.“ bergsteinn@frettabladid.is Geimverurnar lenda á Snæfellsnesi Geimverulendingin sem aldrei varð á Snæfellsnesi 1993 er til umfj öllunar í leikritinu 21.07, sem frumsýnt verður í Frystiklefanum á Rifi eft ir viku. Höfundar og leikendur eru þeir Víkingur Kristjánsson og Kári Viðarsson. Ítarleg heimildarvinna liggur að baki verkinu en Kári segir atburðina hafa haft mikil áhrif á sig, þegar hann var átta ára drengur á Hellissandi og beið eft ir heimsendi. HORFT TIL HIMINS Á sjötta hundrað manns biðu geimvera á Snæfellsnesi í nóvember 1993. Þær létu ekki sjá sig. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Fræðsla 20.00 Andri Snær Magnason er leið- sögumaður í fimmtudagskvöldgöngu á Þingvöllum en titill göngunnar er: Taktu þetta blað og stingdu því ofaní sauðarlegg. Andri Snær mun velta upp ýmsum flötum, spegla þá í sínum eigin skáldskap og annarra. Kvöldgangan hefst við fræðslumiðstöðina við Hakið og eru allir velkomnir. Upplestur 17.45 Guðbrandur Siglaugsson, skáld og tónlistarmaður, les upp úr nýjustu ljóðabók sinni Þúfnatali í Flóru, Hafnar- stræti 90 á Akureyri. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónlist 12.00 Organistarnir Lenka Mátéová og Guðný Einarsdóttir leika fjórhent og fjórfætt á hið stóra Klaisorgel í Hallgrímskirkju á Alþjóðlegu orgel- sumri. Sjaldgæft er að organistar leiði saman hesta sína á þennan máta. Efnis- skráin er samanstendur af verkum eftir Mozart, Strauss og Elgar. Aðgangseyrir er 1.700 kr. 21.00 Svavar Knútur heldur tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir kr. 1.500. 21.00 Eðvarð Lárusson gítarleikari fagnar 50.ára afmæli sínu á Ob-La- Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Fjölmargir listamenn munu mæta og taka lagið með afmælisbarninu. Myndlist 16.00 Kínversk-íslenska menningar- félagið efnir til sýningar á verkum Lu Hong í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin er haldin í tilefni af 60 ára afmæli félags- ins. Lu Hong tvinnar saman í verkum sínum íslenska þjóðarvitund og æva- fornar hefðir kínverskrar myndlistar. 18.00 Sýningin Spectators verður opnuð í Artíma gallerí, Skúlagötu 28. Á sýningunni eru olíumálverk eftir mynd- listarmennina Stephen Morrison, Þránd Þórarinsson og Rögnvald Skúla Árnason dregin saman. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is VÍKINGUR KRISTJÁNSSON OG KÁRI VIÐARSSON Leikritið 21.07 byggir á ítarlegri heimildarvinnu og persónur verksins eiga sér raunverulegar fyrirmyndir. Bayard Jeunesse, næststærsta barnabókaforlag Frakklands, hefur fest kaupin á útgáfuréttinum á bók Bryndísar Björgvinsdóttur, Flugan sem stöðvaði stríðið. Forlagið selur árlega um sex milljónir eintaka af bókum sínum. Forlagið hyggst gefa bókina út snemma árs 2015 og dreifa henni um hinn frönskumælandi heim. Flugan sem stöðvaði stríðið er fyrsta bók Bryndísar og kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sagan fjallar um þrjár venjulegar hús- flugur, sem hrinda af stað óvæntri atburðarás þegar þær flýja að heiman og binda að lokum enda á styrjöld. Bókin hlaut íslensku barnabóka- verðlaunin 2011 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Bryndís Björgvinsdóttir er þjóðfræðingur að mennt og starfar meðal annars við rannsóknarstörf og kennslu. Flugan til Frakklands Næststærsta forlag Frakka gefur út bók Bryndísar BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2011. Fuglaskoðun á laugardögu m TÓNLEIKAR, LAUTARFERÐIR OG FUGLASKOÐUN Í VATNSMÝRINNI Í SUMAR Fimmtudagar kl 17:00: Órafmagnaðir tónleikar í gróðurhúsinu. Aðgangur ókeypis. 20. júní After Hours Trio – mjúkir jazz tónar 27. júní Svart kaffi – yljandi jazz 4. júlí Illgresi – hress bluegrass tónlist 11. júlí Ylja – hugljúfur söngur með ljúfum gítar 18. júlí Boogie Trouble – ljóðrænn og íslenskur diskó 25. júlí Fríða Dís Guðmundsdóttir – dásamlegir og draumkenndir tónar 8. ágúst Orfía Örn Eldjárn og Soffía Björg – fagrir tónar 15. ágúst Jazz dúettinn – Singimar kontrabassi og píanó jazz 22. ágúst Brother grass – mjúkir bluegrass tónar Fuglaverndarfélag Íslands býður upp á ókeypis fuglaskoðanir um friðlendi Vatnsmýrarinnar á hverjum laugardegi í júní. Göngutúrinn hefst við andyri Norræna hússins kl. 16:00 og tekur um klukkutíma. Veitingar seldar í afgreiðslu Norræna hússins og bornar fram í pikknikk körfum. Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 www.norraenahusid.is MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.