Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 54
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins BORGUNARBIKAR 16-LIÐA ÚRSLIT SINDRI - FYLKIR 0-2 0-1 Viðar Örn Kjartansson (50.), 0-2 Heiðar Geir Júlíusson (56.). LEIKNIR - KR 0-3 0-1 Óskar Örn Hauksson (39.), 0-2 Kjartan Henry Finnbogason (54.), 0-3 Aron Bjarki Jósepsson (65.). VÍKINGUR Ó. - FRAM 1-1 0-1 Almarr Ormarsson (29.), 1-1 Fannar Hilmars- son (69.). Fram fór áfram eftir sigur í vítakeppni sem fór alla leið í bráðabana. GRÓTTA - MAGNI 3-2 1-0 Pétur Theodór Árnason (27.), 2-0 Jónmundur Grétarsson (51.), 2-1 Hreggviður Heiðberg Gunn- arsson (73.), 2-2 Anton Ástvaldsson, sjm (79.), 3-2 Örlygur Helgason, sjm (85.). VÍKINGUR R. - TINDASTÓLL 2-1 1-0 Aron Elís Þrándarson (2.), 2-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson, víti (8.), 2-1 Christopher Tsonis (21.) LEIKIR KVÖLDSINS ÍA - BREIÐABLIK KL. 19.15 STJARNAN - FH KL. 20.00 Sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari Keflavíkur, rétt eftir að félagið hafði rekið Zoran Daníel Ljubicic. Zoran er þriðji þjálfarinn í Pepsi-deild karla sem hættir á miðju tímabili. „Ég er mjög glaður að fara að þjálfa Keflavík aftur,“ segir Kristján. „Þetta er samt sem áður sérstök tilfinning en ég hef aldrei tekið við liði í miðju móti. Það hefur verið vinnuregla hjá mér að vera með lið frá upphafi undirbúningstímabilsins og út mótið og því hef ég aldrei komið inn þegar annar þjálfari missir starfið sitt.“ „Þeir segja að þetta sé líf þjálfarans sem er alveg rétt, ég hef kynnst þessu frá báðum hliðum. Ég hlakka virkilega mikið til, þetta verður mjög gaman.“ Zoran Daníel Ljubicic var í gær rekinn sem þjálfari liðsins. „Núna fer ég í það að skoða liðið í heild sinni og fara yfir tölfræðiþætti leikmanna og annað. Þetta mun taka ákveðinn tíma og síðan kemur í ljós hvort ég þurfi að styrkja liðið meira. Ég mun fá stuðning frá stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur ef það þarf að styrkja liðið í glugganum, ég á bara eftir að sjá hvort þess þurfi.“ Kristján þjálfaði Keflavík á árunum 2005- 2009 og litlu munaði að hann næði að gera liðið að Íslandsmeisturum árið 2008. „Ég þekki mig vel í Keflavík og allar aðstæður þar, en það var aðalástæðan fyrir því að ég tók þetta verkefni að mér.“ - sáp Kristján Guðmundsson tekur við Kefl avík á ný FÓTBOLTI Hólmbert Aron Friðjóns- son, leikmaður Fram, hefur verið að finna sig einstaklega vel á tíma- bilinu og virðist loksins vera að springa út. Leikmaðurinn skoraði þrjú mörk gegn Þór í 7. umferð Pepsi-deild- ar karla og hefur því verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. Hólmbert átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili þrátt fyrir mörg fín tækifæri með Fram en núna virðist leikmaðurinn vera að sýna sitt rétta andlit. „Þetta hefur verið að ganga vel hjá mér í sumar,“ segir Hólmbert. „Ég fann mig rosalega vel í síðasta leik og það í raun gekk allt upp. Liðið lék allt vel gegn Þór og ég fékk að njóta góðs af því.“ Er stútfullur af sjálfstrausti „Ég hef alla tíð æft gríðarlega mikið og það breytist ekkert fyrir þetta tímabil. Aftur á móti finn ég fyrir því að ég er með miklu meira sjálfstraust núna en áður og það skiptir sköpum í fótbolta.“ Ríkharður Daðason var ráðinn þjálfari Fram á dögunum, eftir að Þorvaldur Örlygsson sagði starfi sínu lausu hjá félaginu, og virðist hann hafa komið með ákveðna inn- spýtingu í liðið. „Það hafði verulega góð áhrif á mig. Menn vilja strax sanna sig fyrir nýjum þjálfara og það fá allir blóð á tennurnar og vilja vera í lið- inu. Ríkharður hefur verið viðloð- andi Fram í nokkur ár og maður hefur fengið að kynnast honum nokkuð vel. Hann er frábær þjálf- ari sem á eftir að nýtast mér persónulega vel.“ Stefnir út í atvinnumennsku „Það er markmiðið hjá flestum knattspyrnumönnum að fara út í atvinnumennsku og það hefur alltaf verið mitt markmið. Ég er aftur á móti nokkuð rólegur í þeim málum og hugsa fyrst og fremst um það að standa mig með Fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og þá kannski opnast einhverjar dyr fyrir mér.“ - sáp Ég fékk blóð á tennurnar Hólmbert Aron Friðjónsson er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildar karla. SJÓÐHEITUR Hólmbert Aron hefur verið frábær fyrir Framara að undanförnu og gerði þrennu í síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í HÖRKUFORMI Leiknismenn veittu KR-ingum keppni en þeir réðu ekki við Óskar Örn Hauksson sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPORT Atli Sigurjónsson Andri Rafn Yeoman Jordan Halsman Hólmbert Aron Friðjónsson Guðmann Þórisson Ólafur Karl Finsen Rúnar Már Sigurjónsson Ögmundur Kristinsson Óskar Örn Hauksson Ólafur Páll Snorrason Sverrir Ingi Ingason LIÐ UMFERÐARINNAR FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, heldur í vikunni utan til Tyrklands til að fylgjast með leikjum á HM U-20 liða í Tyrk- landi. Það er þáttur í námi hans en Rúnar er nú að sækja sér svokall- aða UEFA Pro Licence-þjálfara- gráðu hjá enska knattspyrnusam- bandinu. Með honum í náminu eru ekki ómerkari menn en Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Ince og Stéphane Henchoze. Tveir fyrstnefndu eru goðsagnir hjá Manchester United, sá síðast- nefndi lék með Liverpool og Ince með báðum félögum. „Við erum um tuttugu sem erum á þessu námskeiði og það tekur um eitt og hálft ár að klára það. Ég og Henchoz erum þeir einu sem erum ekki Bretar. Við byrjuðum í janúar og verðum því fram á næsta vor,“ sagði Rúnar sem ber þeim köppum góða sögu. „Það er heilmikil sam- vinna á milli nemenda, bæði í hópa- og paravinnu, eins og gengur og gerist á svona námskeiðum. Í Tyrklandi verður okkur skipt í fjóra hópa og munum við alls sjá sex leiki þar sem við munum bæði greina leikina og liðin sjálf,“ sagði Rúnar. Hefur víkkað sjóndeildarhringinn „Þótt sumir þeirra séu frægari en margir aðrir eru þetta bara venju- legir gaurar, eins og ég og þú. Það er mjög gaman að spjalla við alla þessa menn enda hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru alls kyns sjónarmið sem koma fram og það hefur opnað huga manns og víkkað sjóndeildarhring- inn. Þetta er mjög krefjandi nám en mjög gefandi.“ Meðal annarra samnemenda Rúnars má nefna Mike Marsh, þjálfara hjá Liverpool og fyrr- verandi leikmann liðsins, sem og nokkra knattspyrnustjóra úr neðri deildunum í Englandi. Alls fer Rúnar um 7-8 sinnum utan vegna námsins auk þess sem símafundir eru haldnir reglulega. En þrátt fyrir að hafa kynnst mönnum eins og Neville og Giggs vel vill Rúnar sem minnst segja um möguleika þeirra um að ná frama í þjálfarastarfinu. „Neville hefur verið að leik- greina fyrir Sky-sjónvarpsstöð- ina og hlotið mikið lof fyrir það, enda þekkir hann leikinn mjög vel. Giggs gerir það vitanlega líka en virðist aðeins hlédrægari. En það er erfitt að ætla að spá því hver verður góður þjálfari. Það kemur bara í ljós,“ segir Rúnar. Námið hefur nýst vel „Það hefur auðvitað verið mikil umræða um hvort Giggs muni ganga inn í þjálfarateymi United þegar hann ákveður að hætta að spila og aldrei að vita nema hann geri það. Þeir virðast í það minnsta báðir stefna á feril í þjálfun.“ Rúnar segir að námið hafi þegar nýst sér vel í sínu starfi sem þjálfari KR enda er liðið enn tap- laust á toppi Pepsi-deildar karla. „Til þess að ná langt í þjálfun verður maður að viða að sér eins mikilli þekkingu og hægt er. Þetta er liður í því ferli.“ Þess má geta að Rúnar mun missa af leik KR gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið vegna ferðarinnar til Tyrklands. eirikur@frettabladid.is Í námi með Giggs og Neville Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sækir sér nú þjálfaramenntun hjá enska knattspyrnusambandinu en meðal samnemenda hans eru þekkt nöfn úr enska boltanum. „Bara venjulegir gaurar,“ segir Rúnar um þá. SKÓLABRÆÐUR Ryan Giggs og Gary Neville léku saman hjá Manchester United í vel á annan áratug. Rúnar hefur náð góðum árangri með KR og trónir nú á toppi Pepsi-deildar karla. NORDICPHOTOS/GETTY Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! sjá einnig á www.isi.is 1. stig alm. hluta hefst 24. júní nk. og 2. stig 8. júlí. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar! Skráning á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is FÓTBOLTI Þjálfarinn Þorvaldur Örlygsson var ekki lengi atvinnulaus því hann skrifaði í gær undir samning við ÍA. Þorvaldur tekur við þjálfarastarfinu af Þórði Þórðarsyni sem hætti á mánudag. Þorvaldur hætti að þjálfa lið Fram fyrir skömmu síðan og hann er því að þjálfa sitt annað lið í deildinni í sumar. Samningur Þorvalds er frekar óhefðbundinn. Enginn tímarammi er á samningnum heldur er hann ein- faldlega ráðinn í vinnu eins og gengur og gerist á atvinnumarkaðnum. Þriggja mánaða uppsagnar- frestur er á samningnum. Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnu- deildar ÍA, segir að félagið hafi eingöngu rætt við Þorvald um starfið og eftir það samtal hafi Skagamenn verið sannfærðir um að Þorvaldur væri rétti maðurinn í starfið. - hbg Skagamenn veðja á Þorvald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.