Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 29
 | FÓLK | 3TÍSKA Íslenska fatahönnunarfyrir- tækið Farmers Market er komið í samstarf við breska framleiðandann British Miller- ain. Fyrstu vörurnar eru útivistarjakkar úr vaxborinni bómull en British Millerain hefur frá árinu 1880 þróað vatnsvarin efni fyrir sjómenn. Fyrirtækið er í fremstu röð þegar kemur að vaxbornum bómullarefnum í útivistar- fatnað og er meðal annars í samstarfi við merki eins og Barbour, Belstaff og Timber- land. Bergþóra Guðnadóttir fatahönnuður setti Farmers Market á fót árið 2005 og segir frábært að vera komin í samstarf við þetta rót- gróna breska fyrirtæki. Hönnun Farmers Market dansar gjarnan á mörkunum þar sem fortíð mætir nútíð og sveitin mætir borginni að sögn Bergþóru og við hönnun jakkanna var innblástur sóttur í inúítaklæði norðurslóða og skoska fjallarómantík og til íslenska sjómanns- ins fyrr á öldum. Útivistarjakkarnir hafa fengið nafnið Skútustaðir og koma í verslanir í dag. FARMERS MARKET OG BRITISH MILLERAIN Í SAMSTARF Skútustaðir eru heiti á nýjustu vöru Farmers Market, útivistarjökkum sem unnir eru í samstarfi við British Millerain. Nánar má forvitnast um hönnun Farmers Market á www. farmersmarket.is GAMMUR AFTUR Í BÆINN Gunnhildur Stefánsdóttir fatahönn- uður hefur komið sér fyrir á Skólavörðustíg 1a ásamt Ernu Óðinsdóttur í Kurl Project og Hönnu Hlíf Bjarnadóttur mynd- listarkonu. MYND/STEFÁN Þetta er mjög spennandi verkefni og ótrúlega skemmtilegt. Ég gæti alveg hugsað mér að gera meira af þessu,“ segir Gunnhildur Stefánsdóttir fatahönnuður þegar Fólk spyr hana frétta. Hún mun hanna búninga á allar persónur í nýju leikriti Skoppu og Skrítlu, sem fer á fjalirnar í Borgarleikhúsinu fyrir næstu jól. „Ég gerði á þær nýja kjóla fyrir jóla- dagatalið síðasta vetur og er að sauma á þær nýja undirgalla núna. Þetta er svo allt annað en ég hef fengist við áður og fer algerlega út fyrir minn ramma að hanna á svona litríkar ævintýraverur,“ bætir hún við. Hún segist þó reyna að stíga út fyrir þægindarammann í fatahönnun sinni en Gunnhildur hannar kvenfatnað undir merkinu Gammur. „Ég hef mjög gaman af því að hanna flíkur sem hægt er að breyta og binda upp á mismunandi vegu og reyndar þróast flíkin yfirleitt í allt aðra átt en hún stefndi í hjá mér þegar ég hefst handa. Ég reyni að leika mér með liti og fantasíur í efnum og munstrum þó að svart sé oftast undirtónninn. Mér finnst einna skemmtilegast í öllu ferlinu að sjá hvernig hver og ein flík þróast. Það er svo gaman að vinna á þann veg og ein- skorða sig ekki við ákveðna hugmynd. Ætlaði mér inn á miklu hefðbundnari línu í upphafi þegar ég byrjaði með Gamm.“ Gunnhildur framleiðir ekki fleiri en fjögur stykki af hverri flík. Hún sér um framleiðsluna sjálf á vinnustofu sinni heima og heldur úti vefsíðunni www. gammur.is. Nýlega opnaði hún verslun á Skólavörðustíg ásamt fleirum. „Það er gaman að vera komin aftur niður í bæ með búð. Ég byrjaði á Hverfis- götunni fyrir þremur árum en þurfti að hætta um tíma. Nú hef ég komið mér fyrir á Skólavörðustíg 1a, ásamt Kurl Project og Hönnu Hlíf myndlistarkonu. Við opnuðum síðustu helgi,“ segir Gunn- hildur. „Við verðum með einhverja skemmtilega uppákomu fyrsta fimmtu- dag í mánuði. Ég ætla til dæmis að kynna nýja flík og samstarfskonur mínar munu líka gera eitthvað sniðugt. Þessa daga ætlum við að hafa opið fram eftir, bjóða upp á léttar veitingar og hafa gaman.“ ■ heida@365.is SPREYTIR SIG Á BÚNINGAHÖNNUN ÍSLENSK HÖNNUN Gunnhildur Stefánsdóttir fatahönnuður mun hanna búninga á persónur í nýju leikriti Skoppu og Skrítlu í vetur. Hún kom sér nýlega fyrir á Skólavörðustígnum með merkið sitt Gamm. Jakki á 8.900 kr. Str. 36 - 46 Fyrir brúðkaupið Ný sending af sparikjólum og bolero jökkum St. 36-48 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.