Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 52
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40 BAKÞANKAR Dóra DNA Það er borvél á eldhúsborðinu mínu. Skrúfbitar og skrúfur allt í kringum hana og svo bara venjuleg eldhúsáhöld. Ég sé ekki tilganginn í því að ganga frá henni, ekki fyrr en afgangurinn af innrétting- unni kemur frá Ikea. Minnir mig á að ég þarf að hringja í þá og grennslast fyrir um hvort gámurinn sé kominn. Inni í borð- stofu, við hliðina á borðstofuborðinu í kringum kassa af flísum, rúllur af raf- magnsvír og hauga af parketi, er gul sög. Það er hægt að velta henni á milli hlutverka, bæði borðsög og kútter. Ég notaði hana um daginn til þess að skera brauðhleif á meðan enginn sá til. Það kom gamalt sag í brauðið – svo ég geri það ekki aftur. En það skiptir engu, það er sag um allt, örfínar agnir sem hvorki ryksugan tekur, né kústur. Ég finn stundum fyrir þeim í rúminu mínu þegar ég fer að sofa, engin ónot svo sem. ÉG STEND í framkvæmd- um. Hef verið að gera upp íbúð síðan í byrjun maí. Það glittir í fram- kvæmdalok. Ítreka – glittir. Ég þori ekki að taka til öll verkin sem eru eftir, því þá fallast mér hendur. Þess í stað klæði ég mig í framkvæmda-joggingbuxurnar eftir vinnu dag hvern og hjóla handa- hófskennt í það sem ég á eftir. Buxurnar hef ég ekki þvegið síðan framkvæmdir byrjuðu – þær eru orðnar svo stífar að þær standa sjálfar eftir á gólfinu þegar ég klæði mig úr þeim. ÞEGAR ég er ekki að vinna og ekki í framkvæmdum skoða ég verkfæri á net- inu. Sannfærður um að betri og dýrari verkfæri geri mig að betri og afkastameiri smið. Ég er farinn að tala eins og iðnaðar- maður og gott betur er ég farinn að nota fagmanna-inngang Húsasmiðjunnar. ÞAÐ ER erfitt að búa í íbúð sem er á sama tíma verkstæði. Nóg til að gera mann brjálaðan. Sonur minn er farinn að líta á vinkla, þvingur og fræsitennur sem leikföngin sín. En burtséð frá því eru þetta spennandi tímar. Hér er verið að leggja grunninn að góðu heimili – lykilorðin eru þolinmæði, æðruleysi og Dewalt. Borvéla-blús Kim Kardashian og Kanye West eru að sögn erlendu press- unnar búin að nefna dóttur sína Kaidence Donda West. Stúlkan fæddist á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles á laugardaginn. Kim og Kanye ákváðu að halda í hefðina hjá Kardashian-fjölskyld- unni og nefna stúlkuna Kaidence, en allir í fjölskyldunni heita nafni sem byrjar á bókstafnum „K“. Þá ákváðu þau að millinafn stúlkunn- ar yrði Donda, í höfuðið á móður rapparans sem lést árið 2007. Búin að nefna dótturina HALDA Í HEFÐINA Þau Kim og Kanye hafa nefnt dóttur sína Kaidence. Þau halda í hefðina með bókstafinn „K“. Fyrirsætan Karlie Kloss var stödd hér á landi um helgina ásamt fjöl- skyldu sinni og kærasta, fjár- festinum Joshua Kushner. Kloss deildi myndum af sér í íslenskri náttúru á samskiptavefnum Instagram þar sem hún lýsir yfir hrifningu sinni á landi og þjóð. Fyrirsætan mun meðal annars hafa farið í fjórhjólaferð um Fljóts- dalshérað á meðan hún var stödd hér. Kloss er fræg fyrir að hafa gengið tískupallana fyrir Victoria ś Secret og Christian Dior. Hana má nú sjá í auglýsingum fyrir tísku- risann Louis Vuitton en hún var í öðru sæti yfir frægustu fyrirsætur í heimi hjá Models.com. Naut lífsins á Íslandi Ofurfyrirsætan Karlie Kloss var hér á landi um helgina. SKEMMTI SÉR Fyrirsætan Karlie Kloss kom hingað til lands um helgina ásamt fjölskyldu og kærasta. NORDICPHOTOS/GETTY Önnur plata hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandið Stefán nefnist ! og er væntanleg seinna í sumar. Fyrsta smáskífulagið heitir My Heart. Hljómsveitin hressa ætlar að spila stíft í allt sumar og þessa dagana er verið að undirbúa tón- leikaferð um Skandinavíu. Næstu tónleikar hennar verða á Bar 11 á föstudagskvöld. Fyrsta plata Ultra Mega Technobandsins Stefán, Circus, kom út 2008. Hljómsveitin spilaði víða um Evrópu í fram- haldinu. Platan fékk góða dóma víðast hvar og landaði sveitin kynningar samningi við sam- félagsmiðilinn Myspace. Upphrópun frá Ultra Mega ULTRA MEGA TECHNOBANDIÐ STEFÁN Hljómsveitin gefur út nýja plötu á næstunni.SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BYGGT Á SANNSÖ GULEGUM ATBURÐUM MAN OF STEEL KL. 4 - 7 - 10 12 MAN OF STEEL 3D KL. 5 - 6 - 8 - 9 12 MAN OF STEEL 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12 THE INTERNSHIP KL. 5.30 - 8 - 10.35 7 EPIC 2D Í SL.TAL KL. 3.20 L EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 3.20 L THE ICEMAN KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE INTERNSHIP KL. 5.25 - 10.35 7 AFTER EARTH KL. 8 - 10.15 12 EPIC 3D ÍSL.TAL KL. 5.45 L THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 THE INTERNSHIP KL. 5.40 - 8 7 FAST & FURIOUS 6 KL. 5.40 12 THE ICEMAN KL. 8 - 10 16 AFTER EARTH KL. 10.20 12 THE ICEMAN 8 - 10.20 THE INTERNSHIP 5.30 - 8 - 10.30 EPIC 2D 5 EPIC 3D 5 FAST & FURIOUS 8 - 10.30 BYGGT Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM LEIGUMORÐINGJANN RICHARD KUKLINSKI 5% DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI NEW YORK POST T.V. - BÍÓVEFURINN NEW YORK DAILY NEWS EMPIRE Stjörnurnar hafa gaman að því að klæða sig upp fyrir rauða dregilinn og því gaman að sjá hvaða kjólar stóðu upp í vikunni. Jennifer Lopez stal senunni í bláum kjól og Dree Hemingway vakti athygli á góðgerðarsamkomu. Vel klæddar á rauða dreglinum Kjólarnir sem stóðu upp úr í vikunni. SUMARLEGT PAR Sienna Miller var sumarleg á Tony- verðlaununum í ferskjulituðum Burberry-kjól. Hér ásamt unnusta sínum Tom Sturridge. HVÍTT Leikkonan Dree Hemingway í glæsilegum kjól frá Calvin Klein. BLÁKLÆDD Jennifer Lopez stal senunni í þessum bláa glitrandi kjól frá Tom Ford. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.