Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 8
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Ef menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ófram- kvæmanlegt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Ég efast um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskrifta- söfnuninni. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra, í fréttum Stöðvar 2 Rúmlega 23 þúsund manns höfðu skrifað undir yfirlýsingu í gær- kvöld til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjaldsins. Söfnunin fór af stað fyrir tveimur dögum, þann 17. júní síðastliðinn, og er því óhætt að segja að hún hafi fengið góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Farið er fram á að Alþingi sam- þykki ekki frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á lögum um veiðigjöld. Verði Alþingi ekki við því er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hvattur til að vísa lögunum í þjóðaratkvæði. Ólafur sagði í viðtali á Sprengi- sandi á Bylgjunni í fyrra að fá mál væru betur til þess fallin til að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu en kvótamál. Þau svör fengust þó frá forsetaembættinu í gær að hann fjalli ekki um mál á opinberum vettvangi sem séu til meðferðar á Alþingi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir málið snúast um algjört geðþóttavald forsetans. „Hann þarf ekki einu sinni að rökstyðja það sem hann gerir í hvert og eitt skipti. Hann getur sett sér nýja reglu í hvert skipti sem hann fær í hendurnar undir- skriftir eins og þessar,“ segir Gunnar Helgi. Hann bætir við að forsetinn sé í nokkrum vanda ef mikill fjöldi undirskrifta safnast vegna veiðigjaldsins. „Það er erfitt að sjá hvernig hann gæti vikist undan því kalli, sérstaklega í ljósi fyrri ummæla í málinu.“ Gunnar Helgi telur þessa skipan mála þrýsta á að settar séu reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur og hvernig almenningur getur náð þeim fram. „Ef við viljum nota þjóðaratkvæðagreiðslur í auknum mæli væri eðlilegra að finna skýra umgjörð til að þetta hvíli ekki allt á geðþóttavilja eins manns.“ Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar útvegsráðherra sagði í frétt- um Stöðvar 2 í gær að ef til þjóðar- atkvæðagreiðslu kæmi yrðu menn að vita hverju þeir væru að hafna og hvað þeir væru að biðja um. 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 E ES -s am ni ng ur in n 19 92 Fj öl m ið la r 20 04 Ic es av e 20 09 -2 01 0 O rk ua uð lin di r 20 10 -2 01 1 Ve ið ig ja ld ið 20 13 ASKÝRING | 8 KRÖFUR UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR 31.752 undirskrift ir 56.089 undirskrift ir 47.004 undirskrift ir Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 50.000 NÖFN Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, tók á móti Björk Guðmundsdóttur þann 17. janúar 2011 þegar söngkonan afhenti undirskriftir fjölda Íslendinga sem vildu hnekkja sölu á HS Orku og blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð orkuauðlinda þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veiðigjöld eru lögð á til að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu til að tryggja þjóðinni í heild hlutdeild í þeim arði sem nýting sjávarauðlinda skapar. Veiðigjöld eru lögð á aflamark, aðrar úthlutaðar aflaheimildir eða landaðan afla. Fiskistofa leggur bæði á almennt og sérstakt veiðigjald og er eigandi skips við álagningu veiðigjalda ábyrgur fyrir greiðslu þeirra. Fiskistofa annast einnig innheimtu veiðigjalda. Úr lögum og reglugerð um veiðigjöld ➜ Hvað eru veiðigjöld? HOLLT OG FLJÓTLEGT Á GRILLIÐ Prófaðu að grilla sojapylsurnar og grænmetisborgarana frá Hälsans Kök í sumar og láttu bragðið koma þér á óvart. Holl og bragðgóð tilbreyting. 34.378 undirskrift ir FJ Á R LÖ G Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum má gera ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs fyrir afla- heimildir verði um fjórum milljörðum lægri á árinu 2013 en gert var ráð fyrir í fjárlögum. 10 m ill ja rð ar 14 m ill ja rð arÍ lögum fyrrverandi ríkisstjórnar frá síðasta ári var gert ráð fyrir að heildartekjur af veiðigjöldunum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, yrðu tæpir 14 milljarðar, en breytingarnar í frumvarpinu lækka þá tölu umtalsvert, eða niður í tæpa 10 milljarða. 0 23.500 + undirskrift ir EES-SAMNINGUR Mikill fjöldi landsmanna skoraði árið 1992 á Alþingi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópska efnahags svæðið (EES). Alls skrifuðu 34.378 undir kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu, tæp- lega nítján prósent atkvæðabærra manna. Að undirskriftasöfnuninni stóðu auk annarra ASÍ og BSRB, þó að forystumenn þeirra tækju opinberlega ekki afstöðu til þess hvort þjóðin ætti að samþykkja eða hafna inngöngu Íslands í EES. Tillaga um að setja málið í þjóðar- atkvæðagreiðslu var felld á Alþingi með 31 atkvæði gegn 28. FJÖLMIÐLAR Mikil fjöldi skrifaði nafn sitt á undirskriftalista þar sem fjölmiðla- frumvarpi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar var mótmælt og skoraði á forseta Íslands að staðfesta lögin ekki, hlytu þau náð fyrir augum þingmanna. Alls söfnuðust 31.752 undir- skriftir, sem voru um fimmtán prósent kosningabærra manna. Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lögunum stað- festingar. Ríkisstjórnin dró lögin þá til baka svo ekki þyrfti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þau. ICESAVE Metfjöldi skoraði á forseta Íslands að hafna því að staðfesta lög frá Alþingi um ríkisábyrgð á Icesave- skuldum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Alls skrifuðu 56.089 undir áskorun til forsetans. Af þeim fjölda voru ríflega 52 þúsund átján ára og eldri, sem voru um 23 prósent kosningabærra manna. Árangurinn lét ekki á sér standa og synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lögunum staðfest- ingar. Haldin var þjóðaratkvæða- greiðsla um lögin og þeim hafnað af 93,2 prósentum þeirra sem atkvæði greiddu, en aðeins 1,8 prósent vildu staðfesta lögin. ORKUAUÐLINDIR Alls skrifuðu 47.004 undir áskorun til stjórnvalda þar sem þess var krafist að stjórnvöld kæmu í veg fyrir söluna á HS Orku til Magma Energy. Jafnframt var skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um eignarhald á auðlindum Íslands og nýtingu á þeim. VEIÐIGJALDIÐ Söfnunin hófst 17. júní en áskorunin hljóðar svo: Við undir- rituð hvetjum Alþingi til að sam- þykkja ekki frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á lögum 74 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar. Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi undirskriftalisti afhentur hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum 74 frá 26. júní 2012 heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. 23.500 á tveim dögum Tugir þúsunda hafa skrifað undir til að mótmæla frumvarpi um veiðigjald. Ráðherra ætlar ekki að hvika. Gæti orðið flókið fyrir forsetann, segir prófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.