Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 22
20. júní 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Flóttamenn eiga rétt á aðstoð! FLÓTTAMENN Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Rauða krossins Allir eiga rétt á því að sækja um og njóta verndar gegn ofsóknum og alvarlegum mannréttindabrotum. Því miður eru dæmi þess að stjórnvöld í Evrópu reyni að koma í veg fyrir að fólk nýti sér þennan rétt en það getur haft í för með sér að hælisleit- endur lenda í mikilli hættu og verði jafn- vel fórnarlömb mansals og ofbeldis. Þvert á það sem margir halda þá leita fæstir flóttamenn skjóls í Evrópu. Lang- flestir flóttamenn leita skjóls í nágranna- ríkjum sínum sem oft eru fátæk og þar ríkir oft spenna eða jafnvel átök. Þannig hýsa t.d. Íran, Pakistan og Sýrland lang- flesta flóttamenn í heiminum. Þótt Ísland sé eyland í eiginlegum skiln- ingi þess orðs er svo ekki í raunveruleik- anum. Við erum hluti af umheiminum. Ríkisstjórnir hafa stutt vopnuð átök í fjarlægum ríkjum og hingað leita ein- staklingar sem hafa orðið fyrir barðinu á hörmungum stríðsátaka. En íslensk stjórnvöld hafa einnig axlað ábyrgð og tekið á móti flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ og veitt hluta þeirra sem sækja hér um hæli vernd. Það þarf hins vegar að gera betur í þeim efnum. Í dag, á alþjóðadegi flóttamanna, vill Rauði krossinn ítreka þá áherslu sína að stjórnvöld tryggi skjótari afgreiðslu á umsóknum hælisleitenda til að koma í veg fyrir þá óvissu og jafnvel örvæntingu sem fólk finnur fyrir ef biðtíminn er of langur. Það er erfitt og mannskemmandi að bíða milli vonar og ótta – jafnvel árum saman. Á meðan getur fólk hvorki tekið virkan þátt í íslensku þjóðfélagi né skipulagt framtíð sína. Við þurfum að hætta að fangelsa flótta- menn fyrir það eitt að framvísa fölsuðum skilríkjum enda brýtur slíkt líklega í bága við alþjóðlegar skuldbindingar stjórnvalda. Við Íslendingar þurfum einnig að taka á móti fleiri „kvóta“-flóttamönnum í sam- vinnu við Flóttamannastofnun SÞ. Árið 2007 gerðu ráðherrar utanríkis- og vel- ferðarmála með sér samkomulag um að taka árlega á móti hópi flóttamanna. Rauði krossinn vonar að hægt verði að standa við það samkomulag þannig að árlega fái 25-30 flóttamenn öruggt skjól á Íslandi. ➜Við þurfum að hætta að fangelsa fl óttamenn fyrir það eitt að fram- vísa fölsuðum skilríkjum enda brýtur slíkt líklega í bága við alþjóðlegar skuldbindingar stjórn- valda. U ndirskriftalisti, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja væntanlegum lögum um lækkun veiðigjaldsins staðfestingar og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið, hefur náð miklu flugi undanfarna sólarhringa. Enda er málið heitt og umdeilt. Hætt er við að tugir þúsunda undirskrifta setji forsetann í dálítið snúna stöðu. Hann hefur tvisvar áður vísað til „þjóðarvilja“ sem meðal annars kom fram í slíkum undirskriftasöfnunum þegar hann synjaði lögum staðfestingar; fyrst í fjölmiðlamálinu 2004 og síðar í Icesave-málinu snemma árs 2010. Í seinna skiptið var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, sú fyrsta á lýðveldistímanum. Forsetinn hefur líka gefið yfirlýsingar um að einmitt þetta mál sé til þess fallið að þjóðin geri út um það. Hann sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í kosningabaráttunni í fyrra: „Þar er um að ræða ráð- stöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðar- atkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt.“ Í sama þætti sagði forsetinn: „Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafnvel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það.“ Almennur áhugi á beinu lýðræði fer vaxandi. Í raun er þver- pólitísk samstaða um að almenningur eigi að fá að segja sitt álit á ýmsum málum milliliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðslum. Vandinn er hins vegar sá að engar skýrar reglur gilda um það hvernig tiltekinn hluti þjóðarinnar geti farið fram á atkvæða- greiðslu um einstök mál. Eina leiðin sem fólk á er að skora á forsetann að synja tilteknum lögum staðfestingar. Það eitt og sér útilokar að mörg brýn mál séu útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu, því að lagafrumvarp liggur ekki alltaf fyrir. Þegar þessi leið er farin, eins og núna, vita áskorendurnir heldur ekkert um það við hvað forsetinn miðar þegar hann ákveður að beita synjunarvaldinu. Rök hans í áðurnefndum tveimur málum voru mismunandi. Enginn veit hvað „einhver hluti þjóðarinnar“ þarf að vera stór svo forsetinn ákveði að taka fram fyrir hendurnar á Alþingi. Rúmlega 30.000 manns skoruðu á hann í fjölmiðlamálinu og yfir 50.000 í Icesave-málinu. Haustið 2009 skoruðu hins vegar um 10.000 á hann að synja fyrsta Icesave-samningnum staðfest- ingar. Hann tók ekki mark á því. Hvar liggja mörkin? Fleira getur spilað inn í. Forsetinn gæti hikað við að valda frekara uppnámi í einni helztu útflutningsgrein landsmanna, jafn- vel þótt hann fengi tugi þúsunda áskorana. Hann gæti líka hikað við að efna strax til ófriðar við nýja ríkisstjórn, sem hann hefur fylgt föðurlega úr hlaði. Hann ræður þessu alveg sjálfur. Það er brýnt að setja almennar reglur í lög og stjórnarskrá um það hversu stór hluti atkvæðisbærra manna geti krafizt þjóðar- atkvæðagreiðslu um mál. Vegna þess hversu auðvelt er orðið að safna undirskriftum á netinu ætti líklega að setja þröskuldinn fremur hærra en lægra. Áður en slíkar reglur hafa verið settar, er hins vegar ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíkar atkvæða- greiðslur, því að þær verða eðli málsins alltaf geðþóttaákvarðanir eins manns. Og það á lítið skylt við beint lýðræði. Þúsundir krefjast þjóðaratkvæðis um veiðigjald: Geðþóttaákvörðun í vændum? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Dr. Arlene Taylor hefur víða fengið góðar undirtektir við efnisflutning sinn. Sérgrein hennar er starfsemi heilans. Hún segir m.a.: „Þinn heili er óumræðilega mikilvægur. Hvað veistu um starfsemi heilans almennt og þinn heila sérstaklega? Þú gætir fræðst um það hvernig nýta má upplýsingar um heilavirkni til að ná meiri árangri persónulega og í starfi.“ Efni hennar er spennandi, gagnlegt og öllum aðgengilegt. Spennandi námskeið í Suðurhlíðarskóla 21/6 föstudagur – kl. 20:00 Líffræðileg starfsemi fyrirgefningarinnar: Hefurðu efni á því að fyrirgefa ekki? 22/6 laugardagur – kl. 12:00 * ATH Aðventkirkjunni í Rvk Eining og fjölbreytileiki (gjafir andans og ríkjandi hlutar heilans) 22/6 laugardagur – kl. 15:00-18:00 Eining og fjölbreytileiki, úthverfa og innhverfa 23/6 sunnudagur – kl. 11:00 Hvað gerist þegar tæknin og heilinn rekast á? 23/6 sunnudagur – kl. 13:00 Frumuminni 23/6 sunnudagur – kl. 14:00-16:00 Kynjamunur og vinnustaðurinn (eða heimilið) 24/6 mánudagur – kl. 20:00 Að skipta niður í lægri gír 25/6 þriðjudagur – kl. 20:00 Viljastyrkur og fyrirbærið hvíti björninn 21.-25. JÚNÍ sudurhlidarskoli.is Suðurhlíð 36 105 Reykjavík adventistar.is Dr. Arlene Taylor aðgangur ókeypis Að opna umræðuna Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra veltir nú fyrir sér hvort breyta þurfi lögum um lögheimili í ljósi máls Dorritar Moussaieff forsetafrúar, sem færði sitt lögheimili úr landi í fyrra. „Kannski, eftir nokkur ár, munum við geta horft til baka og þakkað Dorrit og hennar háöldruðu foreldrum fyrir að opna umræðuna,“ segir Eygló við Fréttablaðið í gær. Þetta er misskilningur hjá ráðherr- anum. Það voru fjölmiðlar sem opnuðu umræðuna, ekki Dorrit og foreldrar hennar. Áður en Fréttablaðið greindi frá lögheimilisflutningnum hafði hann legið í þagnar- gildi í hálft ár og allt eins víst að hann hefði gert það áfram. Allt annað Ríkisstjórnin boðaði strax og hún tók við að hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7 prósentum í 14 yrði afturkölluð hið snarasta. Um helgina boðaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra síðan að sem allra fyrst þyrfti að hefja gjaldtöku á fjölförnum ferðamannastöðum. Sem sagt: Í stað þess að ríkið hafi tekjur af ferðamönnum í gegnum skatt á gistingu, sem væntanlega var hugmyndin að aðilar í ferðaþjónustu mundu velta út í verðlagið, ætlum við að hafa tekjur af þeim í gegnum gjaldtöku á ferðamanna- stöðum. Það sér hver maður að það er miklu sniðugri leið. Eða hvað? Færði sig sjálfur Á þessum stað var fyrr í vikunni full- yrt að samflokksmenn Brynjars Níels- sonar á þingi hefðu skúbbað honum út úr efnahags- og viðskiptanefnd til að koma konu að. Bent var á að Brynjar hefði áður talið sjónarmið um jafnréttislagabrot við skipan í þingnefndir hið mesta þrugl og því hefði komið vel á vondan þegar hann var látinn víkja. Brynjar vill hins vegar koma því á framfæri að honum hafi alls ekki verið vikið úr nefndinni heldur hafi hann fært sig fyrir konu að eigin frum- kvæði. Öðruvísi mönnum áður brá. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.