Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 56
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 44 KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er einn fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar frá upphafi en þessi þrítugi kappi er hvergi nærri hættur. Hann er nú heima í sumarfríi eftir frábært tímabil með CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert annað í spilunum en að fara aftur til Zaragoza og klára samninginn sinn þar. Hann mun spila með landsliðinu seinni parts sumars og halda svo út til Spánar. „Þangað til ætla ég að hafa það gott í íslenska „sumrinu“ – við eignuðumst dóttur á dögunum og erum því hvort eð er oftast innandyra,“ segir hann í léttum dúr. Ekki auðvelt að berjast við risana Zaragoza náði frábærum árangi síðastliðið tímabil og komst í undanúrslit úrslita- keppninnar, eftir að hafa slegið út Valencia – gamla liðið hans Jóns Arnórs. Hann segir þetta samt ekki hafa verið hans besta tíma- bil á ferlinum. „Ég sinnti því hlutverki sem ég hafði mjög vel og var ánægður með það. Liðinu gekk svo mjög vel og þó maður hafi ekki komið heim hlaðinn verðlaunum var þetta ævintýri líkast hjá okkur. Við erum með mun minni fjárhag en stærstu liðin í deildinni en náðum samt að vinna mörg þeirra og standa í þeim allra stærstu,“ sagði hann en Zaragoza komst einnig í undanúrslit bikarsins. Félagið tekur svo þátt í Evrópukeppni á næstu leik- tíð og segist Jón Arnór hlakka til þess. „Við getum því verið mjög stoltir af þessum árangri því það er ekki auðvelt að berjast við þessa risa. Það er svo heldur ekki líklegt að þetta verður endurtekið hjá þessu félagi – ekki nema fjárhagurinn verði endur- skoðaður verulega.“ Jón Arnór hefur verið lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Zaragoza þó það endur- speglist ekki alltaf í tölfræðinni. „Ég eyði mikilli orku í vörninni og er svo hálfgert lím í sóknarleiknum. Það fer mikið spil í gegnum mig þó svo að ég sé ekki maðurinn sem skorar mikið eða gefur stoðsendingar. Það þarf einhver að halda ákveðnu jafnvægi í spilinu og ég er með þannig leikskilning að ég geri liðinu gott á þann máta. En það þýðir að tölfræðin hjá mér er stundum ekki upp á marga fiska en þeir sem þekkja mig best vita að ég hef aldrei verið mikið fyrir tölfræðina.“ Hann segist hafa byrjað að gefa meiri kraft í sóknarleikinn undir lok tímabilsins. „Mér fannst það ganga ágætlega, þó svo að varnarleikurinn hafi liðið fyrir það. Ég var að reyna að finna betra jafnvægi á mínum leik og fannst að mér hafi tekist ágætlega upp, sérstaklega í lokin. Ég ætla að halda því áfram,“ bætir hann við en Jón Arnór segir lítinn vafa á því að spænska deildin sé sú sterkasta í Evrópu í dag. „Það eru góð lið í mörgum löndum en öll átján liðin í spænsku deildinni eru sam- keppnishæf. Í því felst stærsti munurinn,“ segir hann. Til í að fara hvert sem er Hann segist ekki hafa velt framtíðinni mikið fyrir sér, þó svo að honum finnist gott að hafa atvinnuöryggi á Spáni út næsta tímabil. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að setja mér langtímamarkmið og frekar einbeitt mér að núinu, sem er örugglega ágætis kostur. Það eina sem ég hef hugsað um er að verða sóknarsinnaðri á næsta tímabili og ná mér svo í einhvern góðan samning – prófa eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór sem ætlar að leita á ný mið. „Ég er alveg til í að fara hvert sem er enda ævintýraþráin enn til staðar. Ég þarf bara að sannfæra frúna,“ segir hann í léttum dúr. „Ég hef nú þegar prófað ýmis- legt, eins og Rússland og mafíuumhverfið í Napólí. En það er bara gaman og ég er til í allt,“ segir hann að lokum. Ævintýraþráin enn til staðar Jón Arnór Stefánsson ætlar að klára næsta tímabil með CAI Zaragoza á Spáni en heldur svo á ný mið. Hann er stoltur af nýliðnu tímabili á Spáni en ætlar að vera sókndjarfari á því næsta. FEÐGAR Jón Arnór verður á Íslandi í sumar en hér er hann með syni sínum, Guðmundi Nóel, sem verður tveggja ára í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jón Arnór Stefánsson var að sjálfsögðu í Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið er bróðir hans, Ólafur, var kvaddur eftir frábæran feril með íslenska handboltalandsliðinu. Viðtökurnar sem Ólafur fékk voru magnaðar og Jón Arnór var vitanlega stoltur af sínum manni. „Ég fékk gæsahúð,“ segir hann. „Ég er þakklátur fyrir að hafa verið á staðnum og við í fjölskyldunni erum auðvitað alveg gríðarlega stolt af honum. Hann er magnaður íþróttamaður en líka góður strákur, eins og flestir vita.“ Ólafur sagðist eftir leik ekki ætla að spila með Val í N1-deild karla á næsta tímabili, en hann verður þá þjálfari liðsins. „Það sást vel í leiknum gegn Rúmeníu að keppnisskapið og löngunin er enn til staðar. Það er örugglega erfitt fyrir hann að hætta og ég væri ekki hissa ef hann myndi rífa fram táskóna og spila með Val.“ Fjölskyldan gríðarlega stolt af Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.