Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 4
20. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 FERÐAÞJÓNUSTA Erlendir ferða- menn verða 36 prósentum fleiri á árinu 2015 en þeir voru í fyrra, gangi eftir spá sem sett er fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ferðaþjónustu. Yfirskrift greiningarinnar er „Atvinnugrein á unglingsaldri“. Grunnspá greiningardeildar- innar gerir ráð fyrir að í ár sæki heim landið 747 þúsund manns, fjölgi svo í 809 þúsund á næsta ári og verði 876 þúsund árið 2015. Þrátt fyrir mikla aukningu milli ára telja sérfræðingar greiningar- deildarinnar litlar líkur á að þol- mörkum innviða ferðaþjónustunn- ar verði náð í bráð. Með innviðum er átt við gistirými, samgöngur og fleiri slíka þætti. Bent er á að innviðir ferðaþjónust- unnar séu sveigjanlegir og þenjan- legir. „Þar að auki er mikið vannýtt svigrúm til staðar í innviðum grein- arinnar,“ segir í umfjölluninni. Öðru máli gegnir hins vegar um þolmörk náttúru og samfélags og ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þáttum, að því er fram kemur í umfjöllun greiningar- deildarinnar. „Að vísu er mun erfiðara að mæla þessi þolmörk en vísbendingar eru um að á viss- um landsvæðum sé neikvæðra áhrifa þegar tekið að gæta sökum ásóknar ferðamanna.“ Bent er á að á árinu 2011 hafi til að mynda þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum farið „gullna hring- inn“ svokallaða, en hann felur í sér heimsókn frá Reykjavík á Þing- velli, Gullfoss og á Geysissvæðið áður en haldið er til baka um Grímsnes (mögulega með viðkomu í Kerinu) og yfir Hellisheiði. Aukin gjaldtaka er svo aftur sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferðamannastaða, sem aftur geti aukið þanþol þeirra. Bent er á að núna fari sértæk opinber gjaldtaka af ferðamönnum einkum fram með gistináttaskatti. „Önnur leið væri sú að rukka beint fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða náttúruperlum, annaðhvort með beinum aðgangseyri eða útgáfu einhvers konar passa eða skír- teina.“ Svæðisbundin gjaldtaka er sögð hafa þann kost að hægt sé að stjórna upphæð gjaldsins eftir vin- sældum svæðisins og eftir árstíð- um. Í skýrslu greiningardeildar- innar er gert ráð fyrir að tekjur af slíkri gjaldtöku gætu hæglega numið þremur til fimm milljörðum króna á ári hverju. Þá er bent á að ferðaþjónustan standi frammi fyrir því að þurfa að draga úr árstíðarsveiflunni í fjölda ferðamanna og um leið stuðla að jafnari dreifingu gistinátta. Breytingar í þessa átt myndu í senn stuðla að betri nýtingu fjár- muna og draga úr hættunni á að ferðamenn sprengi af sér innviði greinarinnar. olikr@frettabladid.is Gjaldtaka skilar milljörðum Innviðir ferðaþjónustunnar þola þá fjölgun ferðamanna sem ráð er fyrir gert næstu ár. Öðru máli gegnir um nátt- úru og staðhætti á vinsælum viðkomustöðum. Aukin gjaldtaka gæti hjálpað og skilað 3 til 5 milljörðum árlega. Á FERÐ Í BORGINNI Bent er á í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að ferðamenn séu „misverðmætir“ og nauðsynlegt að auka framleiðni innan greinarinnar, þar sem mörg fyrirtæki virðist vera í erfiðri stöðu þrátt fyrir fjölda ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG „Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur hjálpað mikið við að jafna dreifingu útflutnings- tekna og draga úr líkum á efnahags- skellum,“ segir í umfjöllun greining- ardeildar Arion banka. Fram kemur að hlutdeild ferðaþjónustu í útflutn- ingi hafi tvöfaldast á undanförnum árum. „Beint framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu er á við helming framlags sjávarútvegs, auk þess sem rúm fimm prósent vinnu- aflsins starfa í ferðaþjónustu. Kemur þetta til af mikilli fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug, ekki síst á síðustu tveimur árum.“ Ferðaþjónustan hefur með vexti síðustu ára öðlast fullt tilkall til þess að kallast þriðja stoð útflutningsins, á eftir iðnaðarframleiðslu og sölu sjávarafurða. Hlutur ferðaþjónustu hefur tvöfaldast VIÐ GULLFOSS Í fyrrasumar heimsóttu 72 prósent ferðamanna Þingvelli, Geysi og Gullfoss. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur maður, sem talinn er hafa numið tíu ára stelpu á brott í Vesturbæ um miðjan maí og beitt hana kyn- ferðisofbeldi, hefur verið látinn sæta geðrannsókn. Lögregla bíður enn niðurstöðu geðrannsóknarinnar, og auk þess niðurstöðu DNA-rannsóknar sem unnin var í Svíþjóð, að sögn Björg- vins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar. „En ég á von á að málið verði klárað í næstu viku,“ segir hann. Maðurinn er talinn hafa ekið með stúlkuna út að borgarmörkum og brotið gróflega gegn henni kyn- ferðislega. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur hann verið yfir- heyrður í þrígang og heldur enn fast við þann framburð að hann muni ekkert eftir atburðinum. Hann hafi verið afar illa sofinn og undir áhrifum vímugjafa. Sönnunargögnin gegn mannin- um eru þó ótvíræð og hann mun því ekki draga í efa að hann hafi gerst brotlegur við stúlkuna þótt hann muni ekki eftir því, sam- kvæmt heimildum blaðsins. - sh Reynt að ljúka rannsókn á barnaníðingnum í Vesturbænum í næstu viku: Bíða DNA- og geðrannsókna ➜ Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna undanfarið. Það rennur út 28. júní. Björgvin segir ekki ljóst hvort farið verður fram á fram lengingu á því. SÓMALÍA, AP Sjö hryðjuverkamenn með tengsl við Al-kaída sprengdu bílasprengju við skrifstofubygg- ingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mógadisjú í Sómalíu í gær. Í kjölfarið réðust þeir inn í bygginguna og myrtu níu starfs- menn hið minnsta. Hryðjuverkamennirnir náðu valdi á byggingunni en létust allir þegar öryggissveitir Afríku- bandalagsins og sómalskra yfir- valda réðust gegn þeim. - mþl Ráðist á SÞ í Sómalíu: Sextán létust í hryðjuverkárás LÍFIÐ ER Í LIT MEÐ CINTAMANI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 2.148 Íslendingar eru skráðir í Ásatrúar- félagið. Fyrir 10 árum tilheyrðu 636 trúfélaginu. Heimild: Hagstofan.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Hæg norðvestanátt. SÓLIN SYÐRA Nú mega þeir sem hafa beðið eftir sólinni suðvestan til á landinu gleðjast því það er gert ráð fyrir björtu veðri fram á sunnudag. Þó er hætt við stöku síðdegisskúrum. Hitinn ætti að ná að 18°C inn til landsins sunnan til. 10° 6 m/s 12° 6 m/s 13° 5 m/s 14° 8 m/s Á morgun 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 14° 12° 14° 11° 13° Alicante Basel Berlín 26° 29° 35° Billund Frankfurt Friedrichshafen 24° 31° 28° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 25° 25° 23° London Mallorca New York 21° 25° 25° Orlando Ósló París 32° 24° 25° San Francisco Stokkhólmur 18° 22° 16° 4 m/s 13° 5 m/s 11° 3 m/s 10° 6 m/s 10° 4 m/s 11° 5 m/s 8° 6 m/s 15° 13° 14° 14° 12° NÝJA DELÍ Þótt ástandið sé verst í Uttrakhand hafa ár víðar flætt yfir bakka sína síðustu daga enda sumarrigningar monsúntímabilsins í algleymingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HALDIÐ TIL HAGA Vitlaus merking var á stöplum í stöpla- riti sem birtist á síðu 2 í Markaðnum í gær. Á mynd sem sýndi fjölda kvenna í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands voru stöplarnir merkt- ir sem fjöldi karla og fjöldi kvenna. Hið rétta er að þeir sýndu fjölda kvenna annars vegar í tölvunarfræði og hins vegar í hugbúnaðarverkfræði. LEIÐRÉTT Myndir af viðmælendum í svipmynd af Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur í Markaðnum í gær víxluðust. Mynd birtist af Aðalheiði Karlsdóttur, lög- giltum fasteignasala, við athugasemdir frá Láru Björnsdóttur, félagsráðgjafa MA og fyrrverandi félagsmálastjóra, og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. INDLAND, AP Ár hafa flætt yfir bakka sína í fylkinu Uttrakhand í norðurhluta Indlands síðustu daga. Manmohan Singh, forsætis- ráðherra landsins, segir að fjöldi látinna vegna flóðanna sé kominn yfir hundrað og fari enn hækkandi. Indverski herinn bjargaði í gær nærri 12 þúsund manns sem urðu strandaglópar í fjalllendi. Enn eru 63 þúsund manns á sama svæði. Í Uttrakhand hafa vegir og um 25 brýr skolast burt og þá hafa flóðin eyðilagt 365 hús og skemmt 275 til viðbótar. - mþl Flóð í Uttrakhand: Hundrað látnir á Indlandi 747.000 ferðamenn sækja landið heim í ár gangi eft ir spá greiningardeildar Arion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.