Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA Rakel Tómasdóttir er tvítugur listamaður og ný-stúdent úr Verzlunarskóla Íslands. Fyrir stuttu komst hún að því að hún hafði komist inn í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég get varla beðið eftir að byrja í haust,“ segir Rakel full af spenningi. Rakel heldur úti Facebook-síðunni Utopia þar sem hún setur inn teikningarnar sínar. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg enda um falleg verk að ræða. „Eftir að ég byrjaði að setja myndirnar á netið prófaði ég að setja þær á símahulstur. Fólk var í sífellu að skora á mig að byrja að selja hulstrin en það er líka góð leið fyrir mig til að koma verkunum mínum á fram- færi,“ segir Rakel. Salan á síma- hulstrunum hefur gengið eins og í sögu, enda hefur Rakel, og verkin hennar, fengið umfjöllun víða um netheimana. Myndlist er ekki það eina sem Rakel sinnir en hún æfir með meistaraflokki í hópfimleikum Gerplu. Eftir viku fer hún til Danmerkur í sýningarferð en það sem eftir er af sumrinu ætlar hún að einbeita sér að akríl málun og ýmsum upp setningarverkefnum. „Þetta stefnir í ógleymanlegt sumar,“ segir hún. Rakel hefur mikinn áhuga á tísku og eyðir miklum tíma í að skoða föt og blogg á netinu. Stíll- inn hennar einkennist af víðum bolum og peysum við sokka- buxur eða þröngar gallabuxur. „Munstur eiga sinn stað í hjarta mínu eins og sést á teikning- unum mínum,“ segir Rakel þegar hún er spurð út í stílinn. Uppá- haldsbúðirnar eru Monki og Urban Outfitters en hún reynir að spara kaupgleðina þangað til hún kemst til útlanda eins og svo margir hér á landi. Hægt er að sjá verkin hennar og panta símahulstur á Facebook-síðunni hennar Utopia-Rakel Tómas- dóttir. ■ gunnhildur@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir AFSLAPPAÐUR STÍLL Rakel klæðist hatti frá Monki, skyrtu frá Spútnik, sokkabuxum frá H&M og skóm frá Urban Outfitters. MYND/STEFÁN ÖÐRUVÍSI LIST Rakel leikur sér með Photoshop eftir að hafa teiknað myndirnar. FLOTT SÍMAHULSTUR Hulstur Rakelar er hægt að kaupa á Facebook-síðunni hennar Utopia-Rakel Tómasdóttir. BÝR TIL LISTRÆN SÍMAHULSTUR LISTAMAÐUR Á UPPLEIÐ Rakel Tómasdóttir er listamaður með meiru sem stefnir á Listaháskóla Íslands í haust að læra grafíska hönnun. Hún heldur úti Facebook-síðunni Utopia þar sem hún selur símahulstur með teikningum eftir sjálfa sig. ■ FLOTT Mokkasínur eru það allra vinsælasta fyrir herra í sumar. Hér getur að líta nokkrar gerðir af sumarskóm frá ítalska tísku risanum Gucci. Elegant mokkasínur í mörgum litum og gerðum úr vönduðum efnum. Mokkasínur eru í raun sívin- sælar og hafa verið í áratugi. Upphaflega komu slíkir skór frá indíánum í Ameríku en þá úr mjúku skinni. Skórnir hafa þróast með árunum og Gucci kemur með nokkrar nýjar gerð- ir þetta sumarið. Mokkasínur eru þó alltaf þægilegir skór sem fara vel á fæti og endast lengi séu þær vel gerðar. MOKKASÍNUR FYRIR HERRA F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Minna að fletta meira að frétta Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012. Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Laugavegi 63 s: 551 4422 Kjólar – Pils – Jakkar – Bolir – Peysur GERRY WEBER-TAIFUN sparidress 20% AFSLÁTTUR laxdal.is Vertu vinur á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.