Fréttablaðið - 20.06.2013, Side 28

Fréttablaðið - 20.06.2013, Side 28
FÓLK|TÍSKA Rakel Tómasdóttir er tvítugur listamaður og ný-stúdent úr Verzlunarskóla Íslands. Fyrir stuttu komst hún að því að hún hafði komist inn í grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég get varla beðið eftir að byrja í haust,“ segir Rakel full af spenningi. Rakel heldur úti Facebook-síðunni Utopia þar sem hún setur inn teikningarnar sínar. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg enda um falleg verk að ræða. „Eftir að ég byrjaði að setja myndirnar á netið prófaði ég að setja þær á símahulstur. Fólk var í sífellu að skora á mig að byrja að selja hulstrin en það er líka góð leið fyrir mig til að koma verkunum mínum á fram- færi,“ segir Rakel. Salan á síma- hulstrunum hefur gengið eins og í sögu, enda hefur Rakel, og verkin hennar, fengið umfjöllun víða um netheimana. Myndlist er ekki það eina sem Rakel sinnir en hún æfir með meistaraflokki í hópfimleikum Gerplu. Eftir viku fer hún til Danmerkur í sýningarferð en það sem eftir er af sumrinu ætlar hún að einbeita sér að akríl málun og ýmsum upp setningarverkefnum. „Þetta stefnir í ógleymanlegt sumar,“ segir hún. Rakel hefur mikinn áhuga á tísku og eyðir miklum tíma í að skoða föt og blogg á netinu. Stíll- inn hennar einkennist af víðum bolum og peysum við sokka- buxur eða þröngar gallabuxur. „Munstur eiga sinn stað í hjarta mínu eins og sést á teikning- unum mínum,“ segir Rakel þegar hún er spurð út í stílinn. Uppá- haldsbúðirnar eru Monki og Urban Outfitters en hún reynir að spara kaupgleðina þangað til hún kemst til útlanda eins og svo margir hér á landi. Hægt er að sjá verkin hennar og panta símahulstur á Facebook-síðunni hennar Utopia-Rakel Tómas- dóttir. ■ gunnhildur@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir AFSLAPPAÐUR STÍLL Rakel klæðist hatti frá Monki, skyrtu frá Spútnik, sokkabuxum frá H&M og skóm frá Urban Outfitters. MYND/STEFÁN ÖÐRUVÍSI LIST Rakel leikur sér með Photoshop eftir að hafa teiknað myndirnar. FLOTT SÍMAHULSTUR Hulstur Rakelar er hægt að kaupa á Facebook-síðunni hennar Utopia-Rakel Tómasdóttir. BÝR TIL LISTRÆN SÍMAHULSTUR LISTAMAÐUR Á UPPLEIÐ Rakel Tómasdóttir er listamaður með meiru sem stefnir á Listaháskóla Íslands í haust að læra grafíska hönnun. Hún heldur úti Facebook-síðunni Utopia þar sem hún selur símahulstur með teikningum eftir sjálfa sig. ■ FLOTT Mokkasínur eru það allra vinsælasta fyrir herra í sumar. Hér getur að líta nokkrar gerðir af sumarskóm frá ítalska tísku risanum Gucci. Elegant mokkasínur í mörgum litum og gerðum úr vönduðum efnum. Mokkasínur eru í raun sívin- sælar og hafa verið í áratugi. Upphaflega komu slíkir skór frá indíánum í Ameríku en þá úr mjúku skinni. Skórnir hafa þróast með árunum og Gucci kemur með nokkrar nýjar gerð- ir þetta sumarið. Mokkasínur eru þó alltaf þægilegir skór sem fara vel á fæti og endast lengi séu þær vel gerðar. MOKKASÍNUR FYRIR HERRA F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Minna að fletta meira að frétta Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012. Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Laugavegi 63 s: 551 4422 Kjólar – Pils – Jakkar – Bolir – Peysur GERRY WEBER-TAIFUN sparidress 20% AFSLÁTTUR laxdal.is Vertu vinur á Facebook

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.